Vísuðu dönskum öfgamönnum sem ætluðu að brenna Kóraninn úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 22:04 Danirnir ætluðu að brenna Kóraninn í Molenbeek-hverfinu í Brussel. Stór hluti íbúar þar er af marokkóskum ættum. Vísir/EPA Belgísk yfirvöld vísuðu fimm dönskum hægriöfgamönnum úr landi í dag. Þeir eru taldir hafa ætlað að brenna Kóran, helgirit múslima, í hverfi höfuðborgarinnar Brussel þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Mennirnir eru sagðir hafa valdið alvarlegri ógn við allsherjarreglu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fimmmenningarnir séu samverkamenn danska hægriöfgaleiðtogans Rasmusar Paludan. Hann er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn í Danmörku, stundum vöfðum inn í beikon. Paludan var sjálfum vísað frá Frakklandi þar sem hann ætlaði að brenna Kóran í París í gær. Mennirnir fimm eru taldir hafa ætlað að brenna helgiritið í Molenbeek-Saint-Jean, hverfi þar sem stór hluti íbúa er af marokkóskum ættum. Belgískir lögregluþjónar stöðvuðu för þeirra og vísuðu svo máli þeirra til saksóknara. Sammy Mahdi, aðstoðarutanríkisráðherra, segir að mennirnir hafi verið beðnir um að yfirgefa land strax og þeir hafi orðið við því. Þeim var vísað tafarlaust úr landi vegna þess að þeir voru taldir ógna allsherjarreglu í Belgíu. „Í okkar samfélagi, sem er þegar mjög pólitískt skautað, þurfum við ekki á því að halda að fólk komi og ali á hatri,“ sagði Mahdi sem sjálfur er sonur írasks flóttamanns. Ólga hefur ríkt í nokkrum Evrópulöndum eftir hrinu hryðjuverka í Frakklandi og Austurríki síðasta mánuðinn. Paludan er þekktur kynþáttahatari í Danmörku og sat meðal annars í fangelsi í mánuð fyrr á þessu ári fyrir að birta hatursáróður gegn múslimum á samfélagsmiðlasíðum öfgasamtaka sinna. Til óeirða kom þegar aðdáendur Paludan brenndu Kóran í Malmö í Svíþjóð í ágúst. Belgía Trúmál Danmörk Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Belgísk yfirvöld vísuðu fimm dönskum hægriöfgamönnum úr landi í dag. Þeir eru taldir hafa ætlað að brenna Kóran, helgirit múslima, í hverfi höfuðborgarinnar Brussel þar sem meirihluti íbúa eru múslimar. Mennirnir eru sagðir hafa valdið alvarlegri ógn við allsherjarreglu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fimmmenningarnir séu samverkamenn danska hægriöfgaleiðtogans Rasmusar Paludan. Hann er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn í Danmörku, stundum vöfðum inn í beikon. Paludan var sjálfum vísað frá Frakklandi þar sem hann ætlaði að brenna Kóran í París í gær. Mennirnir fimm eru taldir hafa ætlað að brenna helgiritið í Molenbeek-Saint-Jean, hverfi þar sem stór hluti íbúa er af marokkóskum ættum. Belgískir lögregluþjónar stöðvuðu för þeirra og vísuðu svo máli þeirra til saksóknara. Sammy Mahdi, aðstoðarutanríkisráðherra, segir að mennirnir hafi verið beðnir um að yfirgefa land strax og þeir hafi orðið við því. Þeim var vísað tafarlaust úr landi vegna þess að þeir voru taldir ógna allsherjarreglu í Belgíu. „Í okkar samfélagi, sem er þegar mjög pólitískt skautað, þurfum við ekki á því að halda að fólk komi og ali á hatri,“ sagði Mahdi sem sjálfur er sonur írasks flóttamanns. Ólga hefur ríkt í nokkrum Evrópulöndum eftir hrinu hryðjuverka í Frakklandi og Austurríki síðasta mánuðinn. Paludan er þekktur kynþáttahatari í Danmörku og sat meðal annars í fangelsi í mánuð fyrr á þessu ári fyrir að birta hatursáróður gegn múslimum á samfélagsmiðlasíðum öfgasamtaka sinna. Til óeirða kom þegar aðdáendur Paludan brenndu Kóran í Malmö í Svíþjóð í ágúst.
Belgía Trúmál Danmörk Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira