England og Skotland saman í riðli annað Evrópumótið í röð | Mætast á sama velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 07:00 Árið 1996 mættust Skotland og England á Wembley í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Árið 2021 munu þau gera slíkt hið sama. Shaun Botterill/Allsport Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu frá árinu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. Í gær tryggði Skotland sér þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Sigurinn gat vart verið dramatískari en liðið mætti Serbíu á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og það var hún einnig eftir framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem David Marshall – 35 ára gamall markvörður Derby County sem situr um þessar mundir á botni ensku B-deildarinar – reyndist hetja Skota. Eftir að fyrstu níu spyrnurnar höfðu sungið í netinu var komið að Aleksandar Mitrović. Þurfti hann að skora til að tryggja bráðabana. Marshall varði og eftir að hafa fengið það staðfest frá dómara leiksins að hann hefði ekki farið með báða fætur af línunni þá hreinlega varð allt vitlaust, Skotlands-megin þar að segja. David Marshall waits for confirmation that Scotland are going to the Euros...pic.twitter.com/HkK7DrqqAU— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2020 Skotland tryggði sér þar með þátttöku á sínu fyrsta stórmóti frá árinu 1998 þegar liðið tók þátt á HM í Frakklandi. Tveimur árum áður hafði liðið verið á EM sem fram fór í Englandi. Það sem meira er, árið 1996 voru Skotland og England saman í riðli – ásamt Hollandi og Sviss. Það sama er upp á teningnum næsta sumar þar sem Skotland og England eru aftur saman í riðli, að þessu sinni ásamt Króatíu og Tékklandi. Þessir fornu fjendur eru því saman í riðli annað Evrópumótið í röð, þó það séu 25 ár á milli móta. Það sem meira er, þau mætast aftur á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga sem staðsettur er í Lundúnum. Völlurinn hefur farið í gegnum miklar breytingar frá því árið 1996 en heitir þó enn sama nafni. Scotland will play England in their second group game of Euro 2020 on June 18 2021.A date for the diary, Scotland fans. — Sky Sports Football (@SkyFootball) November 12, 2020 Stóra spurningin er svo hvort Skotar hefni fyrir tapið frá því 1996. England vann 2-0 þökk sé mörkum frá Alan Shearer og Paul Gascoigne. Í stöðunni 0-0 varði David Seaman - marvörður Englands- vítaspyrnu frá Gary McAllister sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum Englandi í dag. Þeir skoruðu tvö mörk í kjölfarið, unnu leikinn og svo síðar meir riðilinn. Að sama skapi sátu Skotar eftir með súrt bragð í munninum. Liðið endaði í 3. sæti riðilsins með fjögur stig líkt og Holland. Bæði lið voru með markatöluna mínus eitt mark en þar sem Hollendingar höfðu skorað fleiri mörk en Skotarnir þá fóru þeir áfram í 8-liða úrslit mótsins. Þá var Gareth Southgate, núverandi þjálfari enska landsliðsins, í byrjunarliði Englands í leiknum. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu frá árinu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. Í gær tryggði Skotland sér þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Sigurinn gat vart verið dramatískari en liðið mætti Serbíu á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og það var hún einnig eftir framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem David Marshall – 35 ára gamall markvörður Derby County sem situr um þessar mundir á botni ensku B-deildarinar – reyndist hetja Skota. Eftir að fyrstu níu spyrnurnar höfðu sungið í netinu var komið að Aleksandar Mitrović. Þurfti hann að skora til að tryggja bráðabana. Marshall varði og eftir að hafa fengið það staðfest frá dómara leiksins að hann hefði ekki farið með báða fætur af línunni þá hreinlega varð allt vitlaust, Skotlands-megin þar að segja. David Marshall waits for confirmation that Scotland are going to the Euros...pic.twitter.com/HkK7DrqqAU— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2020 Skotland tryggði sér þar með þátttöku á sínu fyrsta stórmóti frá árinu 1998 þegar liðið tók þátt á HM í Frakklandi. Tveimur árum áður hafði liðið verið á EM sem fram fór í Englandi. Það sem meira er, árið 1996 voru Skotland og England saman í riðli – ásamt Hollandi og Sviss. Það sama er upp á teningnum næsta sumar þar sem Skotland og England eru aftur saman í riðli, að þessu sinni ásamt Króatíu og Tékklandi. Þessir fornu fjendur eru því saman í riðli annað Evrópumótið í röð, þó það séu 25 ár á milli móta. Það sem meira er, þau mætast aftur á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga sem staðsettur er í Lundúnum. Völlurinn hefur farið í gegnum miklar breytingar frá því árið 1996 en heitir þó enn sama nafni. Scotland will play England in their second group game of Euro 2020 on June 18 2021.A date for the diary, Scotland fans. — Sky Sports Football (@SkyFootball) November 12, 2020 Stóra spurningin er svo hvort Skotar hefni fyrir tapið frá því 1996. England vann 2-0 þökk sé mörkum frá Alan Shearer og Paul Gascoigne. Í stöðunni 0-0 varði David Seaman - marvörður Englands- vítaspyrnu frá Gary McAllister sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum Englandi í dag. Þeir skoruðu tvö mörk í kjölfarið, unnu leikinn og svo síðar meir riðilinn. Að sama skapi sátu Skotar eftir með súrt bragð í munninum. Liðið endaði í 3. sæti riðilsins með fjögur stig líkt og Holland. Bæði lið voru með markatöluna mínus eitt mark en þar sem Hollendingar höfðu skorað fleiri mörk en Skotarnir þá fóru þeir áfram í 8-liða úrslit mótsins. Þá var Gareth Southgate, núverandi þjálfari enska landsliðsins, í byrjunarliði Englands í leiknum.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15
„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16