Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 14:45 Ef einhver þessara menntaskólanema hefur fengið Covid-19 og lokið einangrun getur sá hinn sami varpað grímunni frá og með 18. nóvember - að framvísuðu vottorði. Vísir/vilhelm Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi. Á fimmta þúsund Íslendinga munu þannig ekki þurfa að nota grímu. Þessa undanþágu lagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til í minnisblaði sínu og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst fara eftir í reglugerð sinni. Til þess að komast hjá því að bera grímur þurfa þeir sem fengið hafa Covid þó að sýna vottorð þar að lútandi á stöðum þar sem grímuskylda er. Hvorki er farið nánar í saumana á umræddu vottorði í minnisblaði sóttvarnalæknis né tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Þegar þetta er ritað hafa 5.170 greinst með kórónuveiruna hér á landi og 4.698 lokið einangrun. 447 eru í einangrun en ætla má að einhverjir þeirra losni úr henni fyrir 18. nóvember. Þannig munu hátt í fimm þúsund Íslendingar geta hætt að bera grímur þegar ný reglugerð tekur gildi. Einnig verður þeim veitt undanþága frá grímuskyldu sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Grímuskylda gildir nú í landinu þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Í skólum er grímuskylda fyrir börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi. Á fimmta þúsund Íslendinga munu þannig ekki þurfa að nota grímu. Þessa undanþágu lagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til í minnisblaði sínu og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst fara eftir í reglugerð sinni. Til þess að komast hjá því að bera grímur þurfa þeir sem fengið hafa Covid þó að sýna vottorð þar að lútandi á stöðum þar sem grímuskylda er. Hvorki er farið nánar í saumana á umræddu vottorði í minnisblaði sóttvarnalæknis né tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Þegar þetta er ritað hafa 5.170 greinst með kórónuveiruna hér á landi og 4.698 lokið einangrun. 447 eru í einangrun en ætla má að einhverjir þeirra losni úr henni fyrir 18. nóvember. Þannig munu hátt í fimm þúsund Íslendingar geta hætt að bera grímur þegar ný reglugerð tekur gildi. Einnig verður þeim veitt undanþága frá grímuskyldu sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Grímuskylda gildir nú í landinu þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Í skólum er grímuskylda fyrir börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37
Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26