Veltir fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 18:46 Óli Stefán ritaði langan og ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína um umhverfi þjálfara á Íslandi. Vísir/Bára Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Grindavíkur, KA og nú Sindra frá Höfn í Hornafirði, birti athyglisverðan pistil á Facebook-síðu sinni í dag. Þar veltir hann fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti. Segist hann hafa velt þessari spurningu fyrir sér á þeim fimm árum sem hann hefur þjálfað í efstu deildum Íslands í knattspyrnu. Pistilinn má finna í heild sinni hér að neðan. „Umfjöllunin er orðin gríðarleg og mikil fagmennska í þeirri beinagrind sem sett er upp í kringum starfið okkar. Ég fagna sérstaklega að umfjöllun kvennaknattspyrnu sé að stór aukast enda löngu kominn tími á það að sérfræðingarnir okkar sýni stelpunum þann áhuga sem þær eiga skilið,“ segir meðal annars í pistlinum. „Á sama tíma hafa samfélagsmiðlar stóraukist og þessi neikvæða, niðurrifs rödd mjög ríkjandi. Í kringum íþróttir höfum við fært okkur á þann stall að allir sem horfa eru sérfræðingar um leikinn,“ bætir hann við. Hann nefnir að hann sé vel menntaður og hafi stúderað leikinn í fjölda ára. Þá er hann til að mynda með UEFA Pro-skírteini frá norska knattspyrnusambandinu. Þar var meðal annars farið yfir það hvernig það er að vera rekinn. „Það er svo algengt er að við séum reknir úr störfum okkar, oft vegna óraunhæfa væntinga sem búnar eru til af fólki sem hefur „skoðanir.“ Ég hef farið á námskeið í öllum andskotanum, sem ég hef haldið að komi að notum í starfinu og farið í heimsóknir út um allan heim til stórliða og stórþjálfara, til að læra meira um knattspyrnustjórnun.“ Starfinu fylgir bæði hrós og gagnrýni „Mér hefur líka verið hrósað fyrir vel unnið starf oft og iðulega af fjölmiðlum. Ég hef réttilega verið gagnrýndur þar sem ég hef líklega gert fleiri mistök en margir af bestu þjálfurum Íslands.“ Óli Stefán stýrði KA til 5. sætis Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð, er það besti árangur Akureyringa í 20 ár. Árið þar áður var liðið í 7. sæti en nú í sumar var honum hins vegar sagt upp störfum eftir aðeins fimm leiki. Hann kom til KA eftir að hafa stýrt Grindavík í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Sumarið 2018 var Grindavík aðeins einu sæti yfir ofan fallsætin tvö og í fyrra féll liðið svo. Óli Stefán ræðir svo skoðun manna, og kvenna, á sér. „Tek það fram að ég virði skoðanir, og ekki nokkur maður þarf að hafa jákvæða skoðun á mér, nema síður sé. Það er algjörlega ekki mín ætlun að segja náunganum að hann verði að hafa jákvæða skoðun á mér eða tala bara um mín störf á jákvæðan hátt.“ „Þegar að neikvæð skoðun á þjálfurum er síendurtekin, þjálfarinn niðurlægður, og jafnvel strítt til þess að auka við hlustun, lestur eða áhorf, líkist það mjög skilgreiningu á ákveðinni hegðun … Hvað kallast þessi hegðun aftur,“ segir Óli í pistli sínum. „Það þarf ekki annað en að hlusta á vinsælasta hlaðvarp landsins í 5 mín til að heyra þessa hegðun.“ Óli ræðir einnig það hræðilega einelti sem hann varð fyrir í æsku í pistli sínum. Að lokum útskýrir hann svo af hverju hann er farinn að þjálfa Sindra frá Höfn í Hornafirði sem leika í 3. deildinni þrátt fyrir allan þann árangur sem hann hefur náð í efstu deild. „Ein af aðalástæðum þess að ég tók að mér þjálfarastarf í þriðju deild á Íslandi er sú að þar er lítil umfjöllun og ég get unnið ómengað starfið sem ég elska af ástríðu og alúð,“ segir Óli Stefán að lokum í þessum áhugaverða pistli. Eru þjálfarar lagðir í einelti ? Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í...Posted by Óli Stefán Flóventsson on Thursday, November 12, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Grindavíkur, KA og nú Sindra frá Höfn í Hornafirði, birti athyglisverðan pistil á Facebook-síðu sinni í dag. Þar veltir hann fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti. Segist hann hafa velt þessari spurningu fyrir sér á þeim fimm árum sem hann hefur þjálfað í efstu deildum Íslands í knattspyrnu. Pistilinn má finna í heild sinni hér að neðan. „Umfjöllunin er orðin gríðarleg og mikil fagmennska í þeirri beinagrind sem sett er upp í kringum starfið okkar. Ég fagna sérstaklega að umfjöllun kvennaknattspyrnu sé að stór aukast enda löngu kominn tími á það að sérfræðingarnir okkar sýni stelpunum þann áhuga sem þær eiga skilið,“ segir meðal annars í pistlinum. „Á sama tíma hafa samfélagsmiðlar stóraukist og þessi neikvæða, niðurrifs rödd mjög ríkjandi. Í kringum íþróttir höfum við fært okkur á þann stall að allir sem horfa eru sérfræðingar um leikinn,“ bætir hann við. Hann nefnir að hann sé vel menntaður og hafi stúderað leikinn í fjölda ára. Þá er hann til að mynda með UEFA Pro-skírteini frá norska knattspyrnusambandinu. Þar var meðal annars farið yfir það hvernig það er að vera rekinn. „Það er svo algengt er að við séum reknir úr störfum okkar, oft vegna óraunhæfa væntinga sem búnar eru til af fólki sem hefur „skoðanir.“ Ég hef farið á námskeið í öllum andskotanum, sem ég hef haldið að komi að notum í starfinu og farið í heimsóknir út um allan heim til stórliða og stórþjálfara, til að læra meira um knattspyrnustjórnun.“ Starfinu fylgir bæði hrós og gagnrýni „Mér hefur líka verið hrósað fyrir vel unnið starf oft og iðulega af fjölmiðlum. Ég hef réttilega verið gagnrýndur þar sem ég hef líklega gert fleiri mistök en margir af bestu þjálfurum Íslands.“ Óli Stefán stýrði KA til 5. sætis Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð, er það besti árangur Akureyringa í 20 ár. Árið þar áður var liðið í 7. sæti en nú í sumar var honum hins vegar sagt upp störfum eftir aðeins fimm leiki. Hann kom til KA eftir að hafa stýrt Grindavík í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Sumarið 2018 var Grindavík aðeins einu sæti yfir ofan fallsætin tvö og í fyrra féll liðið svo. Óli Stefán ræðir svo skoðun manna, og kvenna, á sér. „Tek það fram að ég virði skoðanir, og ekki nokkur maður þarf að hafa jákvæða skoðun á mér, nema síður sé. Það er algjörlega ekki mín ætlun að segja náunganum að hann verði að hafa jákvæða skoðun á mér eða tala bara um mín störf á jákvæðan hátt.“ „Þegar að neikvæð skoðun á þjálfurum er síendurtekin, þjálfarinn niðurlægður, og jafnvel strítt til þess að auka við hlustun, lestur eða áhorf, líkist það mjög skilgreiningu á ákveðinni hegðun … Hvað kallast þessi hegðun aftur,“ segir Óli í pistli sínum. „Það þarf ekki annað en að hlusta á vinsælasta hlaðvarp landsins í 5 mín til að heyra þessa hegðun.“ Óli ræðir einnig það hræðilega einelti sem hann varð fyrir í æsku í pistli sínum. Að lokum útskýrir hann svo af hverju hann er farinn að þjálfa Sindra frá Höfn í Hornafirði sem leika í 3. deildinni þrátt fyrir allan þann árangur sem hann hefur náð í efstu deild. „Ein af aðalástæðum þess að ég tók að mér þjálfarastarf í þriðju deild á Íslandi er sú að þar er lítil umfjöllun og ég get unnið ómengað starfið sem ég elska af ástríðu og alúð,“ segir Óli Stefán að lokum í þessum áhugaverða pistli. Eru þjálfarar lagðir í einelti ? Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í...Posted by Óli Stefán Flóventsson on Thursday, November 12, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira