„Svelgdist á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtalið við Lilju Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 16:22 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kveðst allt annað en sátt við þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín. Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að sér hafi „svelgst á morgunkaffinu“ þegar hún heyrði viðtal við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Lilja hafi í þættinum tengt gagnrýni Hönnu Katrínar á framgöngu ráðherrans í jafnréttismálum við fjölskyldu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Í þættinum sagðist Lilja ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar sem nú stendur yfir. Þá benti Lilja á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á sama tíma og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé systir umsækjanda um stöðuna. „Ég var farin að skoða brot á jafnréttislögum löngu áður en Lilja braut þau lög sem menntamálaráðherra við skipan ráðuneytisstjóra. Það hefur enda frá upphafi verið í DNA Viðreisnar að tala fyrir jafnréttismálum, benda á það sem betur má fara og leita leiða til úrbóta,“ skrifar Hanna Katrín í færslu á Facebook þar sem hún bregst við orðum ráðherrans. Hún hafi sömuleiðis löngu áður lagt fram skriflega fyrirspurn um brot á jafnréttislögum við ráðningar í opinber störf til forsætisráðherra og átt um það samtal í þingsal. „Þegar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fékk á sig úrskurðinn, úrskurð sem var með þeim harðorðari sem sést hafa, gagnrýndi ég það eðlilega, m.a. í ljósi fyrri umfjöllunar minnar,“ skrifar Hanna Katrín ennfremur. Þá listar hún fimm ástæður fyrir því hvers vegna ekki sé við Viðreisn að sakast að mati Hönnu Katrínar. „Það var ekki Viðreisn sem réð innmúraðan Framsóknarmann sem formann hæfninefndar - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem fékk á sig harðorðan úrskurð um brot á jafnréttislögum - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem kaus að fara þá áður (sem betur fer) ótroðnu slóð að stefna konunni sem leitaði réttar síns og vann - það var Framsókn. Það var ekki Viðreisn sem tók eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni kvenna sem þora að sækja rétt sinn þegar þær telja á sér brotið af valdhöfum - Það var Framsókn. Það er ekki Viðreisn sem dregur fjölskyldu gagnrýnenda inn í málið - Það er Framsókn,“ skrifar Hanna Katrín.
Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira