Skilur ekki af hverju allir eru að vorkenna Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 08:30 Jürgen Klopp áttar sig hér á alvarleika meiðsla Virgil van Dijk þegar hollenski miðvörðurinn haltrar framhjá honum og af velli í leiknum á móti Everton. Getty/Andrew Powell Stuðningsmaður Leicester City er orðinn hundleiður á því að hlusta á vælið um að Liverpool sé í svo miklum meiðslavandræðum. Önnur lið hafa sömu sögu að segja. Mikið hefur verið skrifað um langan meiðslalista hjá Liverpool en liðið mun líklega tefla fram hálfgerðu varaliði á móti Leicester City í næsta leik. Öll varnarlínan er á meiðslalistanum og liðið hefur einnig verið að missa menn í einangrun vegna COVID-19 smita. Liverpool hefur misst út hvern lykilmanninn á fætur öðrum en umræðan um óheppni Liverpool fer í taugarnar á sumum. Breska ríkisútvarpið ræddi við einn stuðningsmann Leicester í útvarpsþættinum BBV 5 Live í gær. „Ég er orðinn hundleiður á því að allir eru að tala um þessi meiðsli hjá Liverpool-liðinu. Hér er ein spurning. Ef Sheffield United eða Aston Villa væru í sömu meiðslavandræðum væri þá svona mikil umræða,“ spyr þessi ónefndi stuðningsmaður Leicester City. „Ég sjálfur held að svo væri ekki en af því að þetta er Liverpool þá eru allir að vorkenna þeim. Fyrirgefið mér en við erum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og okkar vantar fimm lykilleikmenn,“ sagði stuðningsmaðurinn. „Ricardo hefur verið frá keppni síðan í mars, Ndidi hefur ekki spilað síðan í lok september, (Jonny) Evans er mikið inn og út vegna meiðsla, (Caglar) Söyüncü er meiddur og (Timothy) Castagne er meiddur. Það er líka ekki langt síðan að Daniel Amartey kom til baka. Samt er enginn að tala um að Leicester sé að glíma við öll þessi meiðsli,“ sagði stuðningsmaðurinn. Það er síðan hægt að bera þessa leikmenn við þá leikmenn sem Liverpool hefur misst út og menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sér rétt hjá honum. „Ég skil ekki af hverju allir eru núna að vorkenna Liverpool. Það lenda öll lið í meiðslum,“ sagði þessi stuðningsmaður Leicester City en það má heyra allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Stuðningsmaður Leicester City er orðinn hundleiður á því að hlusta á vælið um að Liverpool sé í svo miklum meiðslavandræðum. Önnur lið hafa sömu sögu að segja. Mikið hefur verið skrifað um langan meiðslalista hjá Liverpool en liðið mun líklega tefla fram hálfgerðu varaliði á móti Leicester City í næsta leik. Öll varnarlínan er á meiðslalistanum og liðið hefur einnig verið að missa menn í einangrun vegna COVID-19 smita. Liverpool hefur misst út hvern lykilmanninn á fætur öðrum en umræðan um óheppni Liverpool fer í taugarnar á sumum. Breska ríkisútvarpið ræddi við einn stuðningsmann Leicester í útvarpsþættinum BBV 5 Live í gær. „Ég er orðinn hundleiður á því að allir eru að tala um þessi meiðsli hjá Liverpool-liðinu. Hér er ein spurning. Ef Sheffield United eða Aston Villa væru í sömu meiðslavandræðum væri þá svona mikil umræða,“ spyr þessi ónefndi stuðningsmaður Leicester City. „Ég sjálfur held að svo væri ekki en af því að þetta er Liverpool þá eru allir að vorkenna þeim. Fyrirgefið mér en við erum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og okkar vantar fimm lykilleikmenn,“ sagði stuðningsmaðurinn. „Ricardo hefur verið frá keppni síðan í mars, Ndidi hefur ekki spilað síðan í lok september, (Jonny) Evans er mikið inn og út vegna meiðsla, (Caglar) Söyüncü er meiddur og (Timothy) Castagne er meiddur. Það er líka ekki langt síðan að Daniel Amartey kom til baka. Samt er enginn að tala um að Leicester sé að glíma við öll þessi meiðsli,“ sagði stuðningsmaðurinn. Það er síðan hægt að bera þessa leikmenn við þá leikmenn sem Liverpool hefur misst út og menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sér rétt hjá honum. „Ég skil ekki af hverju allir eru núna að vorkenna Liverpool. Það lenda öll lið í meiðslum,“ sagði þessi stuðningsmaður Leicester City en það má heyra allt spjallið við hann hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira