Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 11:31 Falcon 9-eldflaugin þegar hún hóf sig á loft með Dragon-ferjuna og fjóra geimfara innanborðs í nótt. AP/John Raoux Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Þetta var önnur mannaða geimferðin á vegum fyrirtækisins sem er eitt tveggja sem sér bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fyrir geimferjum til að flytja menn. Geimskot Dragon-geimferjunnar á Falcon 9-eldflaug í gær var fyrsta reglulega geimferðin til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu sem SpaceX annast fyrir NASA. Fyrirtækið flutti fyrst menn með Dragon-geimferjunni í lok maí. Ferjunni var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í Bandaríkjunum klukkan 00:27 á íslenskum tíma í nótt. Um borð voru fjórir geimfarar, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani. Á meðal þeirra er Victor Glover, yfirmaður úr bandaríska sjóhernum, sem er fyrsti svarti geimfarinn sem fer til langdvalar um borð í geimstöðinni. „Þetta var aldeilis þeysireið,“ sagði Mike Hopkins, stjórnandi ferjunnar þegar hún var komin á braut um jörðu um tólf mínútum eftir geimskotið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Shannon Walker, Victor Glover, Michael Hopkins og Soichi Noguchi.AP/John Raoux Áætlað er að Dragon-geimferjan leggist að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og verði þar fram á vorið. Ferðin tekur 27 og hálfa klukkustund og er geimferjan nær algerlega á sjálfstýringu á meðan. Viðbrögð núverandi og verðandi Bandaríkjaforseta við geimskotinu var alls ólík. Donald Trump, fráfarandi forseti, tísti um að NASA hefði verið rjúkandi rústir þegar hann tók við embætti en standi nú í fremstu röð. A great launch! @NASA was a closed up disaster when we took over. Now it is again the “hottest”, most advanced, space center in the world, by far! https://t.co/CDCGdO74Yb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Joe Biden, verðandi forseti, óskaði aftur á móti NASA og SpaceX til hamingju með geimskotið sem hann sagði til marks um mátt vísindanna, nýsöpunar, hugvits og áreiðni. Óskaði hann jafnframt geimförunum fjórum velfarnaðar í leiðangri sínum. Congratulations to NASA and SpaceX on today's launch. It’s a testament to the power of science and what we can accomplish by harnessing our innovation, ingenuity, and determination. I join all Americans and the people of Japan in wishing the astronauts Godspeed on their journey.— Joe Biden (@JoeBiden) November 16, 2020 Til stendur að SpaceX fljúgi sjö ferðir fyrir NASA á næstu fimmtán mánuðum, ýmist með geimfara eða frakt. Bandaríkin hafa þurft að reiða sig á sovéskar Souyz-geimferjur til að koma geimförum sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok árið 2011. NASA samdi við SpaceX og Boeing um framleiðslu og rekstur á mönnuðum geimferjum. SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Þetta var önnur mannaða geimferðin á vegum fyrirtækisins sem er eitt tveggja sem sér bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fyrir geimferjum til að flytja menn. Geimskot Dragon-geimferjunnar á Falcon 9-eldflaug í gær var fyrsta reglulega geimferðin til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu sem SpaceX annast fyrir NASA. Fyrirtækið flutti fyrst menn með Dragon-geimferjunni í lok maí. Ferjunni var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í Bandaríkjunum klukkan 00:27 á íslenskum tíma í nótt. Um borð voru fjórir geimfarar, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani. Á meðal þeirra er Victor Glover, yfirmaður úr bandaríska sjóhernum, sem er fyrsti svarti geimfarinn sem fer til langdvalar um borð í geimstöðinni. „Þetta var aldeilis þeysireið,“ sagði Mike Hopkins, stjórnandi ferjunnar þegar hún var komin á braut um jörðu um tólf mínútum eftir geimskotið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Shannon Walker, Victor Glover, Michael Hopkins og Soichi Noguchi.AP/John Raoux Áætlað er að Dragon-geimferjan leggist að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og verði þar fram á vorið. Ferðin tekur 27 og hálfa klukkustund og er geimferjan nær algerlega á sjálfstýringu á meðan. Viðbrögð núverandi og verðandi Bandaríkjaforseta við geimskotinu var alls ólík. Donald Trump, fráfarandi forseti, tísti um að NASA hefði verið rjúkandi rústir þegar hann tók við embætti en standi nú í fremstu röð. A great launch! @NASA was a closed up disaster when we took over. Now it is again the “hottest”, most advanced, space center in the world, by far! https://t.co/CDCGdO74Yb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Joe Biden, verðandi forseti, óskaði aftur á móti NASA og SpaceX til hamingju með geimskotið sem hann sagði til marks um mátt vísindanna, nýsöpunar, hugvits og áreiðni. Óskaði hann jafnframt geimförunum fjórum velfarnaðar í leiðangri sínum. Congratulations to NASA and SpaceX on today's launch. It’s a testament to the power of science and what we can accomplish by harnessing our innovation, ingenuity, and determination. I join all Americans and the people of Japan in wishing the astronauts Godspeed on their journey.— Joe Biden (@JoeBiden) November 16, 2020 Til stendur að SpaceX fljúgi sjö ferðir fyrir NASA á næstu fimmtán mánuðum, ýmist með geimfara eða frakt. Bandaríkin hafa þurft að reiða sig á sovéskar Souyz-geimferjur til að koma geimförum sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok árið 2011. NASA samdi við SpaceX og Boeing um framleiðslu og rekstur á mönnuðum geimferjum.
SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07