Erlent

Mælir með á­fram­haldandi grímu­notkun og fé­lags­forðun eftir fjölda­bólu­setningar

Atli Ísleifsson skrifar
Anthony Fauci hefur verið helsti ráðgjafi Bandaríkjastjórnar í sóttvarnamálum.
Anthony Fauci hefur verið helsti ráðgjafi Bandaríkjastjórnar í sóttvarnamálum. Getty

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir ekki rétt að hverfa frá þeim varúðarráðstöfunum sem almenningur hafi í stórum stíl tileinkað sér í heimsfaraldrinum, eftir að ráðist hefur verið í fjöldabólusetningar á næsta ári.

Þetta sagði Fauci í samtali við CNN í gær. „Ég myndi ráðleggja fólki að hverfa ekki frá þessum lýðheilsuaðgerðum um leið og það hefur verið bólusett.“

Hann sagði ekki rétt að hætta grímunotkun og tryggja bil milli manna. „Þrátt fyrir að bóluefni muni virka fyrir 90 til 95 prósent fólks, þá munt þú ekki endilega vita hversu vel það virkar fyrir þig.“

Fauci segist sjálfur ætla að vera í hópi þeirra sem áfram notast við grímu.

„Ég verð rólegri þar sem aðgerðirnar verða ekki eins harðar og þær eru nú. En ég held að það væri ekki góð hugmynd að hverfa alfarið frá noktun þeirra,“ sagði Fauci.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×