Hafnarfjörður selur orkuinnviði sína Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2020 13:31 Nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fórnað á altari skammtímagróða, almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar með sölunni á hlut bæjarins í HS-veitum. Hér er verið að selja síðasta hluta Rafveitu Hafnarfjarðar sem stofnuð var 1938 eftir botnlausa vinnu framsækinna Hafnfirðinga sem rekja má allt til ársins 1904 eða í 116 ár með frumkvöðlastarfsemi Jóhannesar Reykdal. Hlutur bæjarins í HS-veitum hefur hefur hækkað um 2 milljarða síðan 2013. Stórkostleg verkefni bíða þessa fyrirtækis handan hornsins. Rafvæðing hafna á Reykjanesskaga, uppbygging vetnisiðnaðar með tilheyrandi hafnaraðstöðu, fiskeldi í Helguvík og margt fleira. Þetta mun án nokkurs vafa auka verðmæti fyrirtækisins og þar með hlutar Hafnarfjarðar á komandi misserum og árum. Það alvarlega er að hvergi í verðmati sérfræðinga á verðmæti hlutarins/fyrirtækisins var þessum tækifærum velt upp. Uppgjör vegna Covid er eitthvað sem leysa verður á stærri vettvangi en í Hafnarfirði, og það er víða ekki á færi einstakra sveitarfélaga að leysa það tekjuhrun sem Covid 19 hefur valdið. Það hrun sem orðið hefur á rekstrarmódelum sveitarfélaga hefur ekkert með Hafnarfjörð einan að gera. Lánalínur frá ríki/Seðlabanka án vaxta og afborgana í 3-4 ár þurfa að koma til. Að afloknu Covid liggur svo fyrir hvort hægt sé að stilla upp sjálfbæru rekstrarmódeli sveitarfélaga m.t.t. tekjustofna þeirra. Þegar þeirri yfirferð er lokið fyrir Hafnarfjörð, þá fyrst hefði verið tímabært að taka yfirvegaða ákvörðun um sjálfbærni sveitarfélagsins og hvort neyðin myndi reka menn til sölu á eignum bæjarins. En núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófu vegferðina með sölu á hlut sínum í hinu öfluga fyrirtæki HS-veitum áður en niðurstaða var fengin með aðkomu ríkisvaldsins eða hver hin endanlegu áhrif Covid 19 verða á bæjarsjóð. Hvað er það næst hjá meirihlutanum? Er það sala á Hafnarfjarðarhöfn, sala á jarðhitaréttindum í Krísuvík, nú eða að selja Krísuvíkursvæðið allt til Grindvíkinga sem bíða á hliðarlínunni eftir að fá að kaupa perluna Krísuvík. Helst á alls ekki að taka ákvarðanir í óstöðugu umhverfi líkt og meirihlutinn í Hafnarfirði hefur nú gert. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði hafa með ákvörðun sinni fórnað á altari skammtímagróða almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar. Langtímahagsmunum er kastað fyrir róða. Rafveita Hafnarfjarðar heyrir nú endanlega sögunni til. Dagurinn 28. október 2020 er því hinn dapri dagur í sögu Hafnarfjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fórnað á altari skammtímagróða, almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar með sölunni á hlut bæjarins í HS-veitum. Hér er verið að selja síðasta hluta Rafveitu Hafnarfjarðar sem stofnuð var 1938 eftir botnlausa vinnu framsækinna Hafnfirðinga sem rekja má allt til ársins 1904 eða í 116 ár með frumkvöðlastarfsemi Jóhannesar Reykdal. Hlutur bæjarins í HS-veitum hefur hefur hækkað um 2 milljarða síðan 2013. Stórkostleg verkefni bíða þessa fyrirtækis handan hornsins. Rafvæðing hafna á Reykjanesskaga, uppbygging vetnisiðnaðar með tilheyrandi hafnaraðstöðu, fiskeldi í Helguvík og margt fleira. Þetta mun án nokkurs vafa auka verðmæti fyrirtækisins og þar með hlutar Hafnarfjarðar á komandi misserum og árum. Það alvarlega er að hvergi í verðmati sérfræðinga á verðmæti hlutarins/fyrirtækisins var þessum tækifærum velt upp. Uppgjör vegna Covid er eitthvað sem leysa verður á stærri vettvangi en í Hafnarfirði, og það er víða ekki á færi einstakra sveitarfélaga að leysa það tekjuhrun sem Covid 19 hefur valdið. Það hrun sem orðið hefur á rekstrarmódelum sveitarfélaga hefur ekkert með Hafnarfjörð einan að gera. Lánalínur frá ríki/Seðlabanka án vaxta og afborgana í 3-4 ár þurfa að koma til. Að afloknu Covid liggur svo fyrir hvort hægt sé að stilla upp sjálfbæru rekstrarmódeli sveitarfélaga m.t.t. tekjustofna þeirra. Þegar þeirri yfirferð er lokið fyrir Hafnarfjörð, þá fyrst hefði verið tímabært að taka yfirvegaða ákvörðun um sjálfbærni sveitarfélagsins og hvort neyðin myndi reka menn til sölu á eignum bæjarins. En núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófu vegferðina með sölu á hlut sínum í hinu öfluga fyrirtæki HS-veitum áður en niðurstaða var fengin með aðkomu ríkisvaldsins eða hver hin endanlegu áhrif Covid 19 verða á bæjarsjóð. Hvað er það næst hjá meirihlutanum? Er það sala á Hafnarfjarðarhöfn, sala á jarðhitaréttindum í Krísuvík, nú eða að selja Krísuvíkursvæðið allt til Grindvíkinga sem bíða á hliðarlínunni eftir að fá að kaupa perluna Krísuvík. Helst á alls ekki að taka ákvarðanir í óstöðugu umhverfi líkt og meirihlutinn í Hafnarfirði hefur nú gert. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði hafa með ákvörðun sinni fórnað á altari skammtímagróða almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar. Langtímahagsmunum er kastað fyrir róða. Rafveita Hafnarfjarðar heyrir nú endanlega sögunni til. Dagurinn 28. október 2020 er því hinn dapri dagur í sögu Hafnarfjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun