Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 17. nóvember 2020 08:12 Stephen Hoge er forstjóri lyfjafyrirtækisins Moderna. AP Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður tilrauna fyrirtækisins sem enn standa yfir. Um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í tilraununum. Stephen Hoge, forstjóri fyrirtækisins, segist ánægður með áfangann en tekur fram að mikið verk væri enn óunnið. „Það er mikil vinna fram undan. Að vita að bóluefnið verður áhrifaríkt eru frábærar fréttir en við verðum samt að ljúka ferlinu samkvæmt reglum sem felur í sér að ljúka rannsóknunum leggja fram frekari gögn og öryggisupplýsingar til áréttingar,“ segir Hoge. Þegar því er lokið þarf auðvitað að framleiða skammtana. „Við vonumst til að hafa um 20 milljónir skammta af bóluefninu í lok þessa árs og við sjáum fram á að framleiða 500 milljónir til eins milljarðs skammta á næsta ári. En þá þurfum við að vinna allan sólarhringinn,“ segir Hoge. Vika er liðin frá því keppinauturinn Pfizer sagði frá því að bóluefni sitt veitti álíka mikla vernd. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um bóluefni Moderna þar sem einnig var rætt við Ingileif Jónsdóttur, prófessor í ónæmisfræði, í beinni útsendingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður tilrauna fyrirtækisins sem enn standa yfir. Um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðar taka þátt í tilraununum. Stephen Hoge, forstjóri fyrirtækisins, segist ánægður með áfangann en tekur fram að mikið verk væri enn óunnið. „Það er mikil vinna fram undan. Að vita að bóluefnið verður áhrifaríkt eru frábærar fréttir en við verðum samt að ljúka ferlinu samkvæmt reglum sem felur í sér að ljúka rannsóknunum leggja fram frekari gögn og öryggisupplýsingar til áréttingar,“ segir Hoge. Þegar því er lokið þarf auðvitað að framleiða skammtana. „Við vonumst til að hafa um 20 milljónir skammta af bóluefninu í lok þessa árs og við sjáum fram á að framleiða 500 milljónir til eins milljarðs skammta á næsta ári. En þá þurfum við að vinna allan sólarhringinn,“ segir Hoge. Vika er liðin frá því keppinauturinn Pfizer sagði frá því að bóluefni sitt veitti álíka mikla vernd. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um bóluefni Moderna þar sem einnig var rætt við Ingileif Jónsdóttur, prófessor í ónæmisfræði, í beinni útsendingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira