Hvers vegna Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Hólmfriður Árnadóttir skrifar 17. nóvember 2020 13:30 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun