Fótbolti

Fyrrum stjórnandi hjá Barcelona segir frá risa tilboði í Neymar á síðasta ári

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lindelöf og Neymar þakka hvor öðrum fyrir leikinn í frönsku höfuðborginni fyrr á þessu ári.
Lindelöf og Neymar þakka hvor öðrum fyrir leikinn í frönsku höfuðborginni fyrr á þessu ári. Xavier Laine/Getty Images

FC Barcelona bauð á síðasta ári risa tilboð í Neymar. Þetta staðfesti fyrrum stjórnandi hjá félaginu, Javier Bordas, í samtali við Cadena Cope.

Neymar yfirgaf Barcelona árið 2017 og skipti Börsungum út fyrir PSG en síðan þá hefur hann reglulega verið orðaður við endurkomu á Camp Nou.

Nú hefur fyrrum stjórnandi hjá félaginu staðfest að Börsungarnir hafi boðið í Neymar og að það hafi einungis vantað tuttugu milljónir evra upp á.

„Við buðum PSG 110 milljónir evra plús Jean-Clair Todibo, Ivan Rakitic og Ousmane Dembele. PSG vildi fá 130 milljónir evra plús leikmennina,“ sagði Bordas við Cadena Cope og hélt áfram:

„Neymar var 20 milljónum evra frá því að snúa aftur. Faðir Neymars sagði að hann myndi borga munuinn en þetta gerðist ekki.“

Bordas sagði einnig að Barcelona reyndi að næla í Kylian Mbappe árið 2017, á sama tíma og þeir keyptu Ousmane Dembele. Hann sagði einnig að Lionel Messi væri tilbúinn að vera áfram hjá félaginu ef þeir væru í möguleika á að vinna einhverja bikara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×