Elísa: Gríðarlega þakklátar fyrir að hafa fengið leyfi til að æfa og spila fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 12:15 Elísa Viðarsdóttir tekur innkast í leik með Valsliðinu í sumar. Vísir/Hulda Margrét Eina íslenska félagsliðið sem er að spila leiki þessa dagana er kvennalið Vals í fótbolta sem mætir í dag Glasgow City í forkeppni Meistaradeildarinnar og í boði er sæti í 32 liða úrslitum. Valskonan Elísa Viðarsdóttir kom í fjarviðtal til Ragnars Vignir þar sem hann spurði hana út í hvernig það hljómaði að vera að fara spila fótboltaleik 18. nóvember og það þegar allt annað íþróttalíf á landinu er stopp. „Þetta hljómar mjög ánægjulega. Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátar að hafa fengið þetta leyfi til þess að æfa og spila fótbolta á þessum tímum. Þetta er gott fyrir okkur og vonandi eflir þetta kvennaboltann líka í leiðinni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir í viðtalinu við Ragnar. „Við erum búnar að vera mjög faglegar hingað til. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og ég held að það sé akkúrat ár í dag síðan við vorum að spila í Bose mótinu. Þetta er búið að vera ansi langt og eðlilega er komin ákveðin þreyta í mannskapinn og svona. Við erum vel þjálfaðar í því að kippa hverri annarri niður á jörðina og benda á dagatalið og sýna að það sé stutt í jólin. Við látum það ekkert á okkur fá þótt að þetta sé búið að vera langt og strembið,“ sagði Elísa. „Það sem er sérstaklega skrýtið er að vera eina liðið á Íslandi sem er að spila og æfa. Það er það sem er eiginlega skrýtið við þetta auk þess að vera komin svona langt inn í árið og veturinn. Þetta er góð reynsla samt sem áður,“ sagði Elísa. „Þetta eru mikil forréttindi og við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi almennt. Við viljum bæta okkur og þessi keppni er svolítið frábrugðin þessu hefðbundna Íslandsmóti. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá að vera í þessari stöðu,“ sagði Elísa. Valsliðið vann 3-0 sigur á finnsku meisturunum í HJK í fyrstu umferðinni þar sem liðið leit vel út og gerði út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. „Við vorum lítið búnar að æfa sem lið fyrir þann leik en erum búnar að fá góðan tíma núna til að æfa og undirbúa liðið vel. Við erum gríðarlega spenntar,“ sagði Elísa. Valur mótir skosku meisturunum í dag en Glasgow City hefur unnið skoska titilinn þrettán ár í röð. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingi klukkan 13.45. Það má annars hlusta á allt viðtalið við Elísu Viðarsdóttur hér fyrir neðan. watch on YouTube Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Eina íslenska félagsliðið sem er að spila leiki þessa dagana er kvennalið Vals í fótbolta sem mætir í dag Glasgow City í forkeppni Meistaradeildarinnar og í boði er sæti í 32 liða úrslitum. Valskonan Elísa Viðarsdóttir kom í fjarviðtal til Ragnars Vignir þar sem hann spurði hana út í hvernig það hljómaði að vera að fara spila fótboltaleik 18. nóvember og það þegar allt annað íþróttalíf á landinu er stopp. „Þetta hljómar mjög ánægjulega. Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátar að hafa fengið þetta leyfi til þess að æfa og spila fótbolta á þessum tímum. Þetta er gott fyrir okkur og vonandi eflir þetta kvennaboltann líka í leiðinni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir í viðtalinu við Ragnar. „Við erum búnar að vera mjög faglegar hingað til. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og ég held að það sé akkúrat ár í dag síðan við vorum að spila í Bose mótinu. Þetta er búið að vera ansi langt og eðlilega er komin ákveðin þreyta í mannskapinn og svona. Við erum vel þjálfaðar í því að kippa hverri annarri niður á jörðina og benda á dagatalið og sýna að það sé stutt í jólin. Við látum það ekkert á okkur fá þótt að þetta sé búið að vera langt og strembið,“ sagði Elísa. „Það sem er sérstaklega skrýtið er að vera eina liðið á Íslandi sem er að spila og æfa. Það er það sem er eiginlega skrýtið við þetta auk þess að vera komin svona langt inn í árið og veturinn. Þetta er góð reynsla samt sem áður,“ sagði Elísa. „Þetta eru mikil forréttindi og við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi almennt. Við viljum bæta okkur og þessi keppni er svolítið frábrugðin þessu hefðbundna Íslandsmóti. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá að vera í þessari stöðu,“ sagði Elísa. Valsliðið vann 3-0 sigur á finnsku meisturunum í HJK í fyrstu umferðinni þar sem liðið leit vel út og gerði út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. „Við vorum lítið búnar að æfa sem lið fyrir þann leik en erum búnar að fá góðan tíma núna til að æfa og undirbúa liðið vel. Við erum gríðarlega spenntar,“ sagði Elísa. Valur mótir skosku meisturunum í dag en Glasgow City hefur unnið skoska titilinn þrettán ár í röð. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingi klukkan 13.45. Það má annars hlusta á allt viðtalið við Elísu Viðarsdóttur hér fyrir neðan. watch on YouTube
Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira