Blindir geta nú fengið lánaða sjón Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2020 10:31 Hlynur og Eyþór ræddu appið nýja í Íslandi í dag í gær. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tækni Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tækni Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira