Joanna Jedrzejczyk vildi fullvissa aðdáendur sína að það sé allt í lagi með hana eftir svakalegan bardaga á dögunum en hún lítur engu að síður út fyrir að hafa hreinlega lent fyrir vörubíl.
Margir höfðu örugglega áhyggjur af pólsku bardagakonunni Joannu Jedrzejczyk eftir að heimurinn fékk að sjá hvernig hún leit út eftir bardaga sinn á móti Weili Zhang á UFC-kvöldinu í Las Vegas á dögunum.
Bæði Joanna Jedrzejczyk og Weili Zhang fóru beint á sjúkrahús eftir bardagann sem Zhang vann. Þær voru líka settar báðar í tveggja mánaða bardagabann á meðan þær jafna sig af barsmíðunum.
Joanna Jedrzejczyk's recovery update 7 days after her all-time great fight against Zhang Weili. (via https://t.co/tQvu40SEUN) pic.twitter.com/oA945X2Z0v
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) March 15, 2020
Joanna Jedrzejczyk ákvað að létta á áhyggjum aðdáenda sinna með því að sýna þeim að það væri allt í lagi með hana sjö dögum eftir bardagann.
Hún leit út eins og geimvera eftir bardagann enda með gríðarlega bólgu sem stóð út úr enni hennar. Hún fékk svokallaðan margúl sem er staðbundin fyrirsöfnun blóðs í vef eða holi. Blóð safnast sem sagt saman fyrir innan vefi og kemst ekki út.
Joanna Jedrzejczyk talaði við aðdáendur sína í gegnum Instagram og þar fengu þeir að sjá hvernig andlitið hennar lítur út í dag. Bólgan hefur vissulega hjaðnað en hún er fyrir vikið með eitt rosalegt glóðarauga sem nær yfir nánast allt andlit hennar.
Það má sjá þessa kveðju hennar hér fyrir neðan.
Even the facial mask couldn t hide the fact that she looks like she s been hit by a truck! #UFC248 https://t.co/ML1XLfog0W
— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 15, 2020