Spenntir fyrir skólanum og biðraðir hjá hárgreiðslustofum Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. nóvember 2020 19:41 Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. Létt hefur verið á samkomutakmörkunum nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist vera á afturhaldi en alls greindust ellefu með veiruna í gær, og þar af voru níu í sóttkví. Einn lést á Landspítalanum í gær og hefur veiran því orðið 26 manns að bana frá því í lok febrúar. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti, en enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja fjarlægð fólks. Helstu breytingar eru þær að nú mega hárgreiðslu -og snyrtistofur opna aftur, íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri er nú heimilt og framhaldsskólar gátu víða opnað aftur. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, og Helga Sverrisdóttir.Vísir/Egill Eins og sjá má í meðfylgandi sjónvarpsfrétt virðist sem nóg hafi verið að gera á hárgreiðslustöðvum. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá sér í dag. Viðskiptavinir hennar, þau Helga Sverrisdóttir og Sveinn Snæland sögðu það mjög gott að komast í klippingu. Þau Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum, sögðu það hafa komið sér á óvart hve spennt þau voru fyrir því að mæta í skólann. Það væri ekki hefðbundið. Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum.Vísir/Egill Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði mikla gleði meðal nemenda og það væri gaman að heyra líf í skólahúsinu. „Það eru hlátrasköll og þau eru öll svo glöð og ánægð,“ sagði Ingi. Þá vantaði ekkert upp á gleðina hjá krökkum sem gátu mætt aftur á æfingu hjá Þrótti í dag. Stúlkur á æfingu hjá Þrótti í dag.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30 Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. Létt hefur verið á samkomutakmörkunum nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist vera á afturhaldi en alls greindust ellefu með veiruna í gær, og þar af voru níu í sóttkví. Einn lést á Landspítalanum í gær og hefur veiran því orðið 26 manns að bana frá því í lok febrúar. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti, en enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja fjarlægð fólks. Helstu breytingar eru þær að nú mega hárgreiðslu -og snyrtistofur opna aftur, íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri er nú heimilt og framhaldsskólar gátu víða opnað aftur. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, og Helga Sverrisdóttir.Vísir/Egill Eins og sjá má í meðfylgandi sjónvarpsfrétt virðist sem nóg hafi verið að gera á hárgreiðslustöðvum. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá sér í dag. Viðskiptavinir hennar, þau Helga Sverrisdóttir og Sveinn Snæland sögðu það mjög gott að komast í klippingu. Þau Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum, sögðu það hafa komið sér á óvart hve spennt þau voru fyrir því að mæta í skólann. Það væri ekki hefðbundið. Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum.Vísir/Egill Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði mikla gleði meðal nemenda og það væri gaman að heyra líf í skólahúsinu. „Það eru hlátrasköll og þau eru öll svo glöð og ánægð,“ sagði Ingi. Þá vantaði ekkert upp á gleðina hjá krökkum sem gátu mætt aftur á æfingu hjá Þrótti í dag. Stúlkur á æfingu hjá Þrótti í dag.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30 Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30
Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30