Innan við helmingur heimila með fullnægjandi eldvarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur. Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur.
Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00
Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39