Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 08:31 Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður fjölmenningarráðs. Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar. Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Sigurður Ingi segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar. Reykjavíkurborg vill meina að að borgin hafi verið útilokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga undanfarin ár. Framlög sem snúi að rekstri grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu. Sigurður Ingi hefur sagst ekki vilja dvelja í fortíðinni en sé tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag jöfnunarsjóðs til framtíðar. Hann hafi rætt málin oftar en einu sinni við borgarstjóra og átti von á því að krafan, sem fyrst var lögð fram fyrir ári, yrði afturkölluð. Hún var hins vegar ítrekuð á dögunum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifaði pistil á Vísi í gær sem bar titilinn Reykjavík: 0 krónur. Sabine vísar til reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem segi: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin fyrir þessari grein hafi aldrei komið fram og borgarlögmaður segir ekki lagastoð fyrir. Dómafordæmi séu í Hæstarétti um ólögmæti slíkra greina. „Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna.“ Sabine, sem er formaður fjölmenningaráðs borgarinnar, segist hafa bent borgarlögmanni á vandamálið og fagnar því að hann fylgi málinu eftir alla leið. „Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum.“ Hún segir ekki góða leið til að leysa málin að nota málaflokk þeirra barna sem þurfi mestan stuðning til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi. Vill ekki staldra við fortíðina „Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni.“ Sigurður Ingi ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði meðal annars tekjumöguleika Reykjavíkurborgar, með 1/3 íbúafjölda landsins, mun meiri en annarra sveitarfélaga. Vísaði hann meðal annars til fasteignagjalda sem væru hæst í borginni, mun hærri en til dæmis í Kópavogi og Hafnarfirði. Hann vill ekki staldra við fortíðina en tilbúinn til viðræðna um fyrirkomulag til framtíðar.
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira