Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 14:24 Ólafur Samúelsson, formaður Félags íslenskra öldrunarlækna. Vísir/vilhelm Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. Vandamál tengd starfsemi Landakotsspítala muni þannig ekki leysast með nýjum Landspítala. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var í gær og undirrituð er af formanni, Ólafi Samúelssyni. Vísað er til þess að í umfjöllun um málefni Landakotsspítala undanfarnar vikur, þar sem varð alvarleg hópsýking kórónuveirunnar í október, hafi komið fram athugasemdir sem „bent gætu til þess að vandamál tengd starfseminni leysist með nýjum Landspítala“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur til að mynda sagt að staðan á Landakoti undirstriki þörfina á nýja spítalanum. FÍÖ segir að það sé „því miður ekki svo“ að nýi spítalinn leysi vandann. „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar m.a. öldrunarlækna á síðustu tveimur áratugum vegna hönnunar nýs spítala á Hringbrautarlóðinni er ekki gert ráð fyrir starfsemi öldrunarlækningadeilda,“ segir í ályktun félagsins. Nútímasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum aldraðra Bent er á að samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun fjöldi Íslendinga eldri en 70 ára rúmlega tvöfaldast á næstu 30 árum, úr rúmlega 35.000 2020 í 75.641 (miðspá) árið 2050. Hlutfallslega mest aukning verði í elstu aldurshópunum. Þörf sé á breiðri nálgun; til dæmis fjölbreyttum lausnum í heilsueflingu, heimaþjónustu og endurhæfingu, til að mæta þörfum vaxandi hóps eldra fólks. Ekkert af þessu muni þó koma í veg fyrir að aldraðir þurfi að leita sjúkrahúsa í bráðum veikindum. Bent er á að bráð veikindi hjá eldri einstaklingum með marga samverkandi sjúkdóma einkennist gjarnan af afturför á fjölmörgum sviðum. „Sérgreinaskipting eins og tíðkast hefur á sjúkrahúsum undanfarna áratugi hentar illa þörfum fjölveikra aldraðra. Nútíma bráðasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum þessa hóps með þverfaglegri nálgun og sérhæfingu öldrunalækninga og viðeigandi endurhæfingu í kjölfar veikinda. Það er misskilningur að síður sé þörf á svokallaðri hátækninálgun í sjúkrahúsþjónustu eldri einstaklinga,“ segir í ályktun félagsins. Greiður aðgangur að nútíma myndgreiningarrannsóknum, lífeðlisfræðilegum rannsóknum og nálægð við aðrar sérgreinar nýtist þessum hópi ekki síður en öðrum til að greina undirliggjandi vanda og auðvelda rétta einstaklingsbundna meðferð. FÍÖ kalli því eftir stefnu um framtíð öldrunarlækninga á Landspítalanum. „Sömuleiðis að framtíðarsýn sé um að húsnæði og þjónusta tengd nýjum spítala þjóni þörfum vaxandi fjölda aldraðra sem þangað munu leita.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. Vandamál tengd starfsemi Landakotsspítala muni þannig ekki leysast með nýjum Landspítala. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var í gær og undirrituð er af formanni, Ólafi Samúelssyni. Vísað er til þess að í umfjöllun um málefni Landakotsspítala undanfarnar vikur, þar sem varð alvarleg hópsýking kórónuveirunnar í október, hafi komið fram athugasemdir sem „bent gætu til þess að vandamál tengd starfseminni leysist með nýjum Landspítala“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur til að mynda sagt að staðan á Landakoti undirstriki þörfina á nýja spítalanum. FÍÖ segir að það sé „því miður ekki svo“ að nýi spítalinn leysi vandann. „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar m.a. öldrunarlækna á síðustu tveimur áratugum vegna hönnunar nýs spítala á Hringbrautarlóðinni er ekki gert ráð fyrir starfsemi öldrunarlækningadeilda,“ segir í ályktun félagsins. Nútímasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum aldraðra Bent er á að samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun fjöldi Íslendinga eldri en 70 ára rúmlega tvöfaldast á næstu 30 árum, úr rúmlega 35.000 2020 í 75.641 (miðspá) árið 2050. Hlutfallslega mest aukning verði í elstu aldurshópunum. Þörf sé á breiðri nálgun; til dæmis fjölbreyttum lausnum í heilsueflingu, heimaþjónustu og endurhæfingu, til að mæta þörfum vaxandi hóps eldra fólks. Ekkert af þessu muni þó koma í veg fyrir að aldraðir þurfi að leita sjúkrahúsa í bráðum veikindum. Bent er á að bráð veikindi hjá eldri einstaklingum með marga samverkandi sjúkdóma einkennist gjarnan af afturför á fjölmörgum sviðum. „Sérgreinaskipting eins og tíðkast hefur á sjúkrahúsum undanfarna áratugi hentar illa þörfum fjölveikra aldraðra. Nútíma bráðasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum þessa hóps með þverfaglegri nálgun og sérhæfingu öldrunalækninga og viðeigandi endurhæfingu í kjölfar veikinda. Það er misskilningur að síður sé þörf á svokallaðri hátækninálgun í sjúkrahúsþjónustu eldri einstaklinga,“ segir í ályktun félagsins. Greiður aðgangur að nútíma myndgreiningarrannsóknum, lífeðlisfræðilegum rannsóknum og nálægð við aðrar sérgreinar nýtist þessum hópi ekki síður en öðrum til að greina undirliggjandi vanda og auðvelda rétta einstaklingsbundna meðferð. FÍÖ kalli því eftir stefnu um framtíð öldrunarlækninga á Landspítalanum. „Sömuleiðis að framtíðarsýn sé um að húsnæði og þjónusta tengd nýjum spítala þjóni þörfum vaxandi fjölda aldraðra sem þangað munu leita.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53