Gunnleifur þakkar fyrir sig: Montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 16:30 Gunnleifur Gunnleifsson á metið yfir flesta deildarleiki á Íslandi. vísir/bára Leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í fótbolta, markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna formlega á hilluna. „Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ segir Gunnleifur við Vísi, en hann sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í dag. Takk fyrir mig pic.twitter.com/YWCkxaDefp— gulligull1 (@GGunnleifsson) November 20, 2020 Gunnleifur, sem er 45 ára gamall, var aðstoðarþjálfari og varamarkmaður Breiðabliks í sumar en kom ekkert við sögu á Íslandsmótinu. Hann sat á varamannabekknum í ellefu leikjum en Brynjar Atli Bragason tók við því hlutverki seinni hluta tímabilsins. Anton Ari Einarsson var aðalmarkmaður liðsins. Gunnleifur hafði áður misst af aðeins einum deildarleik sem leikmaður Breiðabliks, á sjö keppnistímabilum. Alls afrekaði hann það að leika 439 deildarleiki á Íslandi á aldarfjórðungi í boltanum, miðað við yfirlit Víðis Sigurðssonar höfundar bókaflokksins Íslensk knattspyrna, og er það Íslandsmet. Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2000 og þann síðasta 14 árum síðar.Nordic photos/AFP „Ég er montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu. Það hefur auðvitað margt gengið á á 26 ára ferli í meistaraflokki, og allt of langt mál að kafa djúpt ofan í það, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur,“ segir Gunnleifur. Hættir sem aðstoðarþjálfari en í umfangsmiklu starfi hjá Breiðabliki Hann mun áfram starfa hjá Breiðabliki, þó ekki lengur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Gunnleifur mun meðal annars þjálfa 2., 6. og 8. flokk karla, og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum. Hvað líkamlegt atgervi varðar segist Gunnleifur allt eins hafa getað haldið áfram að spila, en hugurinn hafi verið kominn annað. Gunnleifur varð Íslands- og bikarmeistari með FH.Mynd/Daníel „Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar, og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í.“ Með landsliðinu í hálfan annan áratug Gunnleifur er uppalinn hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, en hefur einnig leikið með KVA, KR, Keflavík og FH á sínum ferli, auk þess að vera um skamman tíma hjá liði Vaduz í Liechtenstein, sem lék í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 1999, þá reyndar í hlutverki varamarkmanns, og átti svo drjúgan þátt í bikarmeistaratitli FH árið 2010 og Íslandsmeistaratitli liðsins tveimur árum síðar. Gunnleifur var líka lengi hluti af íslenska A-landsliðshópnum og lék 26 leiki en hann missti óvænt sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni Evrópumótsins 2016. Síðasti landsleikur sem hann spilaði var 1-0 sigur gegn Eistlandi í vináttulandsleik sumarið 2014. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tímamót Kópavogur Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í fótbolta, markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna formlega á hilluna. „Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ segir Gunnleifur við Vísi, en hann sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í dag. Takk fyrir mig pic.twitter.com/YWCkxaDefp— gulligull1 (@GGunnleifsson) November 20, 2020 Gunnleifur, sem er 45 ára gamall, var aðstoðarþjálfari og varamarkmaður Breiðabliks í sumar en kom ekkert við sögu á Íslandsmótinu. Hann sat á varamannabekknum í ellefu leikjum en Brynjar Atli Bragason tók við því hlutverki seinni hluta tímabilsins. Anton Ari Einarsson var aðalmarkmaður liðsins. Gunnleifur hafði áður misst af aðeins einum deildarleik sem leikmaður Breiðabliks, á sjö keppnistímabilum. Alls afrekaði hann það að leika 439 deildarleiki á Íslandi á aldarfjórðungi í boltanum, miðað við yfirlit Víðis Sigurðssonar höfundar bókaflokksins Íslensk knattspyrna, og er það Íslandsmet. Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2000 og þann síðasta 14 árum síðar.Nordic photos/AFP „Ég er montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu. Það hefur auðvitað margt gengið á á 26 ára ferli í meistaraflokki, og allt of langt mál að kafa djúpt ofan í það, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur,“ segir Gunnleifur. Hættir sem aðstoðarþjálfari en í umfangsmiklu starfi hjá Breiðabliki Hann mun áfram starfa hjá Breiðabliki, þó ekki lengur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Gunnleifur mun meðal annars þjálfa 2., 6. og 8. flokk karla, og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum. Hvað líkamlegt atgervi varðar segist Gunnleifur allt eins hafa getað haldið áfram að spila, en hugurinn hafi verið kominn annað. Gunnleifur varð Íslands- og bikarmeistari með FH.Mynd/Daníel „Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar, og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í.“ Með landsliðinu í hálfan annan áratug Gunnleifur er uppalinn hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, en hefur einnig leikið með KVA, KR, Keflavík og FH á sínum ferli, auk þess að vera um skamman tíma hjá liði Vaduz í Liechtenstein, sem lék í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 1999, þá reyndar í hlutverki varamarkmanns, og átti svo drjúgan þátt í bikarmeistaratitli FH árið 2010 og Íslandsmeistaratitli liðsins tveimur árum síðar. Gunnleifur var líka lengi hluti af íslenska A-landsliðshópnum og lék 26 leiki en hann missti óvænt sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni Evrópumótsins 2016. Síðasti landsleikur sem hann spilaði var 1-0 sigur gegn Eistlandi í vináttulandsleik sumarið 2014.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tímamót Kópavogur Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira