Sýknaður af nauðgun eftir tveggja ára dóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 17:50 Karlmaðurinn fékk tveggja ára dóm fyrir einu og hálfu ári en var sýknaður í dag. Vísir/Hanna Landsréttur hefur sýknað karlmann á þrítugsaldri af ákæru fyrir nauðgun með því að hafa samræði við unga konu sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunarástands og svefndrunga. 23 ára karlmaður fékk tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir einu og hálfu ári. Landsréttur taldi ákæruvaldið ekki hafa náð að sanna að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði nauðgað konunni. Dómur var kveðinn upp í dag. Kærði brotið einu og hálfu ár síðar Atburðurinn átti sér stað í janúar 2016 eftir að karlmaðurinn, fæddur 1996 og þá tvítugur, og konan sem var þá á menntaskólaldri fóru heim saman eftir að hafa verið á skemmtistaðnum Hendrix. Konan kærði manninn einu og hálfu ári síðar. Vitnum bar saman að unga konan hefði verið orðin mjög ölvuð við lokun staðarins. Karlmaðurinn var akandi og skutlaði fólki heim áður en þau fóru heim til hans. Karlmaðurinn neitaði sök en sagði þau hafa haft samræði og munnmök sömuleiðis. Unga konan hafi verið vel áttuð og hann ítrekað spurt hana hvort hún vildi hafa samræði. Spjallað á Facebook Konan sendi karlinum skilaboð á Facebook og átti í framhaldinu í samskiptum við hann þar ásamt þriðja aðila. Skilaboð karlsins til konunnar á á Facebook sem mætti túlka sem endurtekna afsökunarbeiðni. Þar sagðist hann meðal annars vilja geta tekið atburðinn til baka. Skilaboðin vógu þungt í niðurstöðu héraðsdóms. Karlinn skýrði skilaboð sín á Facebook til konunnar og vitnisins á þann hátt að hann hefði verið að biðjast fyrirgefningar á því að konunni hefði liðið illa og að hún hefði upplifað atvik á þann hátt sem hún gerði. Unga konan lýsti atvikum á þann veg að hún hafi verið mjög ölvuð umrædda nótt og dottið út. Hún myndi slitrótt eftir atvikum. Þannig myndi hún eftir því að hafa farið út af skemmtistaðnum og inn í bifreiðina til ákærða. Hún myndi eftir sér í miðbænum og síðan ekki fyrr en heima hjá ákærða þar sem hún hafi setið í anddyrinu. Lýstu konunni verulega ölvaðri Síðan myndi konan eftir sér þar sem ákærði hefði legið ofan á henni inni í rúmi og verið að hafa við hana samræði. Hún hafi dottið aftur út og vaknað síðan um morguninn. Hún hafi ekki gefið ákærða samþykki fyrir kynferðismökunum. Fyrir héraðsdóm komu vitni sem lýstu ölvunarástandi konunnar umrætt kvöld og umrædda nótt. Eitt vitni lýsti ástandi hennar þannig að hún hefði verið mjög ölvuð inni á staðnum og við það að detta út. Hafi vitnið stutt hana út af staðnum. Tveir karlmenn til viðbótar voru samferða þeim í bílnum um nóttina. Þeir lýstu því að þeir hefðu verið töluvert ölvaðir sjálfir. Konan hafi einnig verið verulega ölvuð. Hjá lögreglu lýsti eitt vitnið því að konan hefði verið við það að deyja ölvunarsvefni og verið nærri því að kasta upp í bílferðinni um nóttina. Vitnið staðfesti þessa lýsingu rétta fyrir dóminum. Héraðsdómur taldi hafið yfir vafa að um nauðgun væri að ræða Héraðsdómur leit til skilaboða mannsins, vitnisburðar um ölvunarástand konunnar og framburðar hennar sem hafi verið trúverðugur. „Verða yfirlýsingar hans þar ekki skýrðar á annan hátt en þann að hann sé að biðjast afsökunar á því að hafa haft samræði við brotaþola þótt hún hefði verið svo ölvuð að hún hefði ekki getað spornað við samræðinu. Aðrar skýringar ákærða á þessum samskiptum eru ótrúverðugar að mati dómsins. Þá er framburður ákærða um ölvunarástand brotaþola einnig ótrúverðugur í ljósi framburða brotaþola og hinna tilgreindu vitna sem hér að framan er vísað til,“ sagði í niðurstöðu héraðsdóms. Dómurinn taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann dæmdur til að greiða konunni 1,6 milljónir króna í miskabætur enda hefði unga konan orðið fyrir mikilli vanlíðan í kjölfar atburðanna og meðal annars flosnað upp úr menntaskólanámi. Engin mæling á ölvunarástandi Landsréttur benti á að ekki hefði farið fram nein mæling á áfengi í blóði og þvagi ungu konunnar. Að virtum framburði ákærða, konunnar og þriggja vitna var ekki talið sannað að konan hefði sökum ölvunar verið í ástandi sem gerði hana ófæra um að sporna við gjörðum annarra. Þá bæru fyrirliggjandi gögn með sér að unga konan hefði í fyrstu ekki upplifað háttsemi karlsins sem nauðgun. Loks voru yfirlýsingar ákærða í samskiptum við ungu konuna og vinkonu hennar ekki taldar fela í sér játningu sem leitt gæti til sakfellingar samkvæmt ákæru. Að öllu þessu virtu var ekki talið að ákæruvaldinu hefði gegn eindreginni neitun ákærða tekist að sanna svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Var hann því sýknaður og miskabótakröfu vísað frá dómi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Landsréttur hefur sýknað karlmann á þrítugsaldri af ákæru fyrir nauðgun með því að hafa samræði við unga konu sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunarástands og svefndrunga. 23 ára karlmaður fékk tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir einu og hálfu ári. Landsréttur taldi ákæruvaldið ekki hafa náð að sanna að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði nauðgað konunni. Dómur var kveðinn upp í dag. Kærði brotið einu og hálfu ár síðar Atburðurinn átti sér stað í janúar 2016 eftir að karlmaðurinn, fæddur 1996 og þá tvítugur, og konan sem var þá á menntaskólaldri fóru heim saman eftir að hafa verið á skemmtistaðnum Hendrix. Konan kærði manninn einu og hálfu ári síðar. Vitnum bar saman að unga konan hefði verið orðin mjög ölvuð við lokun staðarins. Karlmaðurinn var akandi og skutlaði fólki heim áður en þau fóru heim til hans. Karlmaðurinn neitaði sök en sagði þau hafa haft samræði og munnmök sömuleiðis. Unga konan hafi verið vel áttuð og hann ítrekað spurt hana hvort hún vildi hafa samræði. Spjallað á Facebook Konan sendi karlinum skilaboð á Facebook og átti í framhaldinu í samskiptum við hann þar ásamt þriðja aðila. Skilaboð karlsins til konunnar á á Facebook sem mætti túlka sem endurtekna afsökunarbeiðni. Þar sagðist hann meðal annars vilja geta tekið atburðinn til baka. Skilaboðin vógu þungt í niðurstöðu héraðsdóms. Karlinn skýrði skilaboð sín á Facebook til konunnar og vitnisins á þann hátt að hann hefði verið að biðjast fyrirgefningar á því að konunni hefði liðið illa og að hún hefði upplifað atvik á þann hátt sem hún gerði. Unga konan lýsti atvikum á þann veg að hún hafi verið mjög ölvuð umrædda nótt og dottið út. Hún myndi slitrótt eftir atvikum. Þannig myndi hún eftir því að hafa farið út af skemmtistaðnum og inn í bifreiðina til ákærða. Hún myndi eftir sér í miðbænum og síðan ekki fyrr en heima hjá ákærða þar sem hún hafi setið í anddyrinu. Lýstu konunni verulega ölvaðri Síðan myndi konan eftir sér þar sem ákærði hefði legið ofan á henni inni í rúmi og verið að hafa við hana samræði. Hún hafi dottið aftur út og vaknað síðan um morguninn. Hún hafi ekki gefið ákærða samþykki fyrir kynferðismökunum. Fyrir héraðsdóm komu vitni sem lýstu ölvunarástandi konunnar umrætt kvöld og umrædda nótt. Eitt vitni lýsti ástandi hennar þannig að hún hefði verið mjög ölvuð inni á staðnum og við það að detta út. Hafi vitnið stutt hana út af staðnum. Tveir karlmenn til viðbótar voru samferða þeim í bílnum um nóttina. Þeir lýstu því að þeir hefðu verið töluvert ölvaðir sjálfir. Konan hafi einnig verið verulega ölvuð. Hjá lögreglu lýsti eitt vitnið því að konan hefði verið við það að deyja ölvunarsvefni og verið nærri því að kasta upp í bílferðinni um nóttina. Vitnið staðfesti þessa lýsingu rétta fyrir dóminum. Héraðsdómur taldi hafið yfir vafa að um nauðgun væri að ræða Héraðsdómur leit til skilaboða mannsins, vitnisburðar um ölvunarástand konunnar og framburðar hennar sem hafi verið trúverðugur. „Verða yfirlýsingar hans þar ekki skýrðar á annan hátt en þann að hann sé að biðjast afsökunar á því að hafa haft samræði við brotaþola þótt hún hefði verið svo ölvuð að hún hefði ekki getað spornað við samræðinu. Aðrar skýringar ákærða á þessum samskiptum eru ótrúverðugar að mati dómsins. Þá er framburður ákærða um ölvunarástand brotaþola einnig ótrúverðugur í ljósi framburða brotaþola og hinna tilgreindu vitna sem hér að framan er vísað til,“ sagði í niðurstöðu héraðsdóms. Dómurinn taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að karlmaðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann dæmdur til að greiða konunni 1,6 milljónir króna í miskabætur enda hefði unga konan orðið fyrir mikilli vanlíðan í kjölfar atburðanna og meðal annars flosnað upp úr menntaskólanámi. Engin mæling á ölvunarástandi Landsréttur benti á að ekki hefði farið fram nein mæling á áfengi í blóði og þvagi ungu konunnar. Að virtum framburði ákærða, konunnar og þriggja vitna var ekki talið sannað að konan hefði sökum ölvunar verið í ástandi sem gerði hana ófæra um að sporna við gjörðum annarra. Þá bæru fyrirliggjandi gögn með sér að unga konan hefði í fyrstu ekki upplifað háttsemi karlsins sem nauðgun. Loks voru yfirlýsingar ákærða í samskiptum við ungu konuna og vinkonu hennar ekki taldar fela í sér játningu sem leitt gæti til sakfellingar samkvæmt ákæru. Að öllu þessu virtu var ekki talið að ákæruvaldinu hefði gegn eindreginni neitun ákærða tekist að sanna svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Var hann því sýknaður og miskabótakröfu vísað frá dómi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda