Barnasáttmálinn brotinn - óþarfar aðgerðir á kynfærum barna Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 18:00 Dagur mannréttinda barna er í dag, 20. nóvember. Dagurinn er helgaður fræðslu um mannréttindi barna en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þennan dag fyrir 31 ári. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein í tilefni þessa dags um þá tímaskekkju sem umskurður drengja er og hvernig slíkar aðgerðir samræmast ekki Barnasáttmálanum. Á Íslandi eru óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna enn leyfðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og drengbörnum sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Ódæmigerð kyneinkenni (intersex) er meðal annars þegar einstaklingur fæðist með kynfæri, æxlunarfæri og/eða litningamynstur sem falla ekki að dæmigerðum skilgreiningum á karl- eða kvenkyni. Aðgerðir á drengbörnum með dæmigerð kyneinkenni (umskurður) er þegar forhúð er skorin af lim oftast á nýfæddu drengbarni með beittum hníf. Hins vegar var umskurður stúlkubarna gerður refsiverður árið 2005. Það sem er barninu fyrir bestu? Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns ásamt því að geta valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúðin er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Annað gildir hins vegar um læknisfræðilega óþarfan umskurð þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengabarna er fjarlægður af kynfærum þeirra. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja og geta því forsjáraðilar tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja og aðgerðir á intersex börnum án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af til að mynda trúar- eða menningarlegum ástæðum en ákvörðun um það verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Hið sama gildir um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Ákvörðun um hvort framkvæma eigi aðgerð á þeirra kynfærum ætti vera þeirra. Nýlega lagði forsætisráðherra fram frumvarp til breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði. Frumvarpið tryggir sjálfsákvörðunarrétt barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) yfir eigin líkama. Um er að ræða mikilvægt og þarft framfaraskref sem ber að fagna. Hins vegar kemur fram í greinargerð frumvarpsins að það nái ekki til barna sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Læknisfræðilega óþarfur umskurður drengbarna sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni hefur því verið undanskilinn breytingartillögunni. Óþarfar aðgerðir á kynfærum barna eru tímaskekkja Íslendingar ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Ótækt er að forsjáraðilar barna hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Ég skora á Alþingi að banna öll læknisfræðileg óþörf inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Höfundur er laganemi og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna er í dag, 20. nóvember. Dagurinn er helgaður fræðslu um mannréttindi barna en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þennan dag fyrir 31 ári. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein í tilefni þessa dags um þá tímaskekkju sem umskurður drengja er og hvernig slíkar aðgerðir samræmast ekki Barnasáttmálanum. Á Íslandi eru óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna enn leyfðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og drengbörnum sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Ódæmigerð kyneinkenni (intersex) er meðal annars þegar einstaklingur fæðist með kynfæri, æxlunarfæri og/eða litningamynstur sem falla ekki að dæmigerðum skilgreiningum á karl- eða kvenkyni. Aðgerðir á drengbörnum með dæmigerð kyneinkenni (umskurður) er þegar forhúð er skorin af lim oftast á nýfæddu drengbarni með beittum hníf. Hins vegar var umskurður stúlkubarna gerður refsiverður árið 2005. Það sem er barninu fyrir bestu? Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns ásamt því að geta valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúðin er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Annað gildir hins vegar um læknisfræðilega óþarfan umskurð þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengabarna er fjarlægður af kynfærum þeirra. Á Íslandi er ekkert regluverk um umskurð drengja og geta því forsjáraðilar tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja og aðgerðir á intersex börnum án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru. Það kann að vera að drengir vilji láta umskera sig af til að mynda trúar- eða menningarlegum ástæðum en ákvörðun um það verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Hið sama gildir um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Ákvörðun um hvort framkvæma eigi aðgerð á þeirra kynfærum ætti vera þeirra. Nýlega lagði forsætisráðherra fram frumvarp til breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði. Frumvarpið tryggir sjálfsákvörðunarrétt barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex) yfir eigin líkama. Um er að ræða mikilvægt og þarft framfaraskref sem ber að fagna. Hins vegar kemur fram í greinargerð frumvarpsins að það nái ekki til barna sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Læknisfræðilega óþarfur umskurður drengbarna sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni hefur því verið undanskilinn breytingartillögunni. Óþarfar aðgerðir á kynfærum barna eru tímaskekkja Íslendingar ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Ótækt er að forsjáraðilar barna hafi heimild til þess að taka svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti forsjáraðila til að taka óafturkræfar trúar-, tilfinningalegar-, og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Börn á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir óþarfa og óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Ég skora á Alþingi að banna öll læknisfræðileg óþörf inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Höfundur er laganemi og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun