Ronnie O'Sullivan, einn besti snókerspilari allra tíma, er ekki hrifinn af því að allar snókerkeppnir þessa daganna fari í búbblu þeirra í Milton Keynes.
Þessa daganna fer fram Opna norður írska mótið og í gær komst O'Sullivan í undanúrslit mótsins með sigri á Ali Carter. Þeir hafa háð margar rimmurnar undanfarin ár.
O'Sullivan er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og hann gerði það ekki eftir sigur sinn í gær.
„Þetta er eins og að vera í fangelsi - opnu fangelsi,“ sagði O'Sullivan. Hann sagði að það væri lítið að gera í „búbblunni“.
„Þú ert að skjóta nokkrar kúlur og tala við strákana,“ sagði hinn magnaði O'Sullivan sem eyðir tíma sínum að horfa á aðra leikina og heimsækja pabba sinn þess á milli.
Ronnie O'Sullivan compares playing every event at Milton Keynes to being in PRISON https://t.co/I1tWpowcvA
— MailOnline Sport (@MailSport) November 21, 2020