Með réttarstöðu sakbornings eftir veltuna í Öxnadal Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 13:58 Bíllinn alelda á slysstað í Öxnadal 6. nóvember. Ökumaður bíls sem valt út af þjóðveginum í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum hefur réttarstöðu sakbornings. Málið er rannsakað sem líkamsmeiðing af gáleysi en ýmislegt er talið benda til þess að ökumaðurinn hafi ekið of hratt þegar bíllinn valt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir þetta í samtali við Vísi. Bergur segir að ummerki á vettvangi og framburður vitna bendi til þess að ekið hafi verið yfir lögreglum hámarkshraða. Ætlaður hraði bílsins verði reiknaður út með aðstoð sérfræðings en niðurstaða frá honum liggi ekki fyrir. Á meðan sú rannsókn standi yfir hafi ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, réttarstöðu sakbornings. Rætt við farþega, ökumann og vegfarendur Tvö voru í bílnum, karl og kona. Þegar Vísir náði síðast tali af Bergi hafði lögregla ekki náð að ræða við fólkið sem flutt var talsvert slasað á sjúkrahús af slysstað. Bergur segir að nú hafi verið tekin af því skýrsla, sem og vegfarendum sem komu að slysinu og fólki sem varð bílsins vart. Konan hlaut fjöláverka við veltuna og slasaðist töluvert. Karlinn slasaðist líka en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi, að því er Bergur best veit. Slysið varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú föstudaginn 6. nóvember. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi var bifreiðinni ekið til norðurs en hafnaði síðan út af veginum og valt nokkrar veltur. Við það kom eldur upp í henni og varð hún fljótt alelda. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltina og þurfti að hjálpa henni út. Samgönguslys Hörgársveit Lögreglumál Tengdar fréttir Enn ekki náðst að ræða við fólkið í bílnum Lögregla hefur enn ekki náð að ræða við karl og konu sem lentu í alvarlegu bílslysi í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum. 17. nóvember 2020 11:58 Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. 9. nóvember 2020 13:32 Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ökumaður bíls sem valt út af þjóðveginum í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum hefur réttarstöðu sakbornings. Málið er rannsakað sem líkamsmeiðing af gáleysi en ýmislegt er talið benda til þess að ökumaðurinn hafi ekið of hratt þegar bíllinn valt. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir þetta í samtali við Vísi. Bergur segir að ummerki á vettvangi og framburður vitna bendi til þess að ekið hafi verið yfir lögreglum hámarkshraða. Ætlaður hraði bílsins verði reiknaður út með aðstoð sérfræðings en niðurstaða frá honum liggi ekki fyrir. Á meðan sú rannsókn standi yfir hafi ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, réttarstöðu sakbornings. Rætt við farþega, ökumann og vegfarendur Tvö voru í bílnum, karl og kona. Þegar Vísir náði síðast tali af Bergi hafði lögregla ekki náð að ræða við fólkið sem flutt var talsvert slasað á sjúkrahús af slysstað. Bergur segir að nú hafi verið tekin af því skýrsla, sem og vegfarendum sem komu að slysinu og fólki sem varð bílsins vart. Konan hlaut fjöláverka við veltuna og slasaðist töluvert. Karlinn slasaðist líka en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi, að því er Bergur best veit. Slysið varð á þjóðvegi 1 til móts við bæinn Syðri-Bægisá í Öxnadal í Hörgársveit rétt fyrir klukkan hálf þrjú föstudaginn 6. nóvember. Samkvæmt ummerkjum á vettvangi var bifreiðinni ekið til norðurs en hafnaði síðan út af veginum og valt nokkrar veltur. Við það kom eldur upp í henni og varð hún fljótt alelda. Manninum tókst að komast út úr bílnum af sjálfsdáðum en konan vankaðist við veltina og þurfti að hjálpa henni út.
Samgönguslys Hörgársveit Lögreglumál Tengdar fréttir Enn ekki náðst að ræða við fólkið í bílnum Lögregla hefur enn ekki náð að ræða við karl og konu sem lentu í alvarlegu bílslysi í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum. 17. nóvember 2020 11:58 Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. 9. nóvember 2020 13:32 Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Enn ekki náðst að ræða við fólkið í bílnum Lögregla hefur enn ekki náð að ræða við karl og konu sem lentu í alvarlegu bílslysi í Öxnadal í Hörgársveit fyrr í mánuðinum. 17. nóvember 2020 11:58
Hafa hvorki getað rætt við ökumann né farþega Karl og kona sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í Öxnadal í Hörgársveit á föstudag liggja enn mikið slösuð á sjúkrahúsi. 9. nóvember 2020 13:32
Bíll alelda eftir veltu og tveir slasaðir Bílvelta varð á þjóðvegi 1 við Bægisá í Hörgársveitá þriðja tímanum í dag. 6. nóvember 2020 15:56