Vill starfandi verkalýðsforingja á þing Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 20:00 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Arnar Halldórsson Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira