Margir skipverjanna enn óvinnufærir eftir hópsýkinguna Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 23. nóvember 2020 19:48 Jónas Þór Jónasson lögmaður stéttarfélaga skipverjanna. Vísir Margir skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni eru enn óvinnufærir eftir að hafa veikst af kórónuveirunni um borð fyrr í vetur. Sjópróf voru við Héraðsdóm Vestfjarða á Ísafirði í dag vegna málsins. Skipverjar sögðust þar ekki hafa verið neyddir til að vinna á meðan þeir voru veikir. Þeir hafi hins vegar ekki haft samvisku í að liggja lengi í koju á meðan vaktin var undirmönnuð. Lögmaður stéttarfélaga sjómannanna sem fóru fram á sjópróf segir að færa þurfi vinnumenningu á skipum og viðhorf til sjómanna á annan stall. „Þetta er mórall sem er búinn að vera um borð í íslenskum fiskiskipum um áratugaskeið. Menn vita það, eins og kom fram í sjóprófunum í dag, að ef þú hlýðir ekki fyrirmælum eða ferð inn í koju veikur eða vinnur ekki þína vinnu, þá eru miklar líkur á því að þú missir plássið,“ segir Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna. Hann segir þá liggja ljóst fyrir að sjómennirnir hafi veikst mismikið en það segi þó ekki alla söguna. Sumir sjómannanna glími enn við eftirköst þess að hafa sýkst af kórónuveirunni. Sumir séu enn óvinnufærir og kunni að hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni.Vísir/Hafþór „Við megum ekki leyfa okkur að tala um þetta á óviðurkvæmilegan hátt eða af einhverju léttúð. Við þurfum að taka þetta mjög alvarlega og vonandi verður þetta mál til þess að við getum komið þessum málum, varðandi kúltúr og framkomu gagnvart skipverjum á íslenskum fiskiskipum á annan stall. Fulltrúar Hraðfrystihússins Gunnvarar, útgerðarinnar sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hafa ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu, þar sem það er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Þar hefur skipstjóri skipsins stöðu sakbornings. Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út að rannsókn málsins sé á lokastigi og að innan tíðar komi í ljós hvort lengra verði farið með málið. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26 Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Margir skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni eru enn óvinnufærir eftir að hafa veikst af kórónuveirunni um borð fyrr í vetur. Sjópróf voru við Héraðsdóm Vestfjarða á Ísafirði í dag vegna málsins. Skipverjar sögðust þar ekki hafa verið neyddir til að vinna á meðan þeir voru veikir. Þeir hafi hins vegar ekki haft samvisku í að liggja lengi í koju á meðan vaktin var undirmönnuð. Lögmaður stéttarfélaga sjómannanna sem fóru fram á sjópróf segir að færa þurfi vinnumenningu á skipum og viðhorf til sjómanna á annan stall. „Þetta er mórall sem er búinn að vera um borð í íslenskum fiskiskipum um áratugaskeið. Menn vita það, eins og kom fram í sjóprófunum í dag, að ef þú hlýðir ekki fyrirmælum eða ferð inn í koju veikur eða vinnur ekki þína vinnu, þá eru miklar líkur á því að þú missir plássið,“ segir Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna. Hann segir þá liggja ljóst fyrir að sjómennirnir hafi veikst mismikið en það segi þó ekki alla söguna. Sumir sjómannanna glími enn við eftirköst þess að hafa sýkst af kórónuveirunni. Sumir séu enn óvinnufærir og kunni að hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Við sýnatöku reyndust 22 af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smitaðir af kórónuveirunni eða með mótefni við henni.Vísir/Hafþór „Við megum ekki leyfa okkur að tala um þetta á óviðurkvæmilegan hátt eða af einhverju léttúð. Við þurfum að taka þetta mjög alvarlega og vonandi verður þetta mál til þess að við getum komið þessum málum, varðandi kúltúr og framkomu gagnvart skipverjum á íslenskum fiskiskipum á annan stall. Fulltrúar Hraðfrystihússins Gunnvarar, útgerðarinnar sem gerir út Júlíus Geirmundsson, hafa ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu, þar sem það er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Þar hefur skipstjóri skipsins stöðu sakbornings. Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út að rannsókn málsins sé á lokastigi og að innan tíðar komi í ljós hvort lengra verði farið með málið.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26 Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. 23. nóvember 2020 12:26
Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. 18. nóvember 2020 14:37
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01