„Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 07:13 Það er snjókoma, slydda og mikill vindur í veðurkortunum næstu daga. Færð gæti því spillst. Vísir/Vilhelm Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Búast má við því að gular viðvaranir verði gefnar út. Í hugleiðingunum segir að í dag megi búast við norðaustan kalda eða allhvössum vindi. Það er spáð éljagangi fyrir norðan og austan en þurru veðri og víða björtu á suðvesturhorninu. Í kvöld og nótt mun lægja en á morgun hvessir úr suðaustri og þykknar hann upp um landið vestanvert. Annað kvöld má síðan búast við að það fari að snjóa úr skilum sem koma úr vestri og að vindstyrkur verði nærri stormstyrk: „[…] og þegar þetta hvasst er og ofankoma að auki verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta. Á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í slyddu og síðar rigningu en áfram snjóar á heiðum. Á fimmtudagsmorgun snýst svo vindur til suðvestanáttar með skúrum eða slydduéljum, en ekki lægir sem neinu nemur. Eins geta orðið haglél við svona aðstæður og til föstudags kólnar svo úrkoman færist meira yfir til élja. Norðaustur- og Austurland sleppa ágætlega frá úrkomunni þegar vindur verður suðvestlægari. Eins má búast við að gular viðvaranir komi fram þegar líður á morguninn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma eða él á N- og A-verðu landinu, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 6 stig SA-til, en frost annars 0 til 8 stig. Norðlægari og heldur hægari síðdegis, en lægir í kvöld og nótt. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Suðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma undir kvöld en rigning á láglendi um miðnætti. Mun hægari og þurrt að kalla austantil. Hlýnar í veðri. Á miðvikudag: Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa á V-verðu landinu seinnipartinn, 15-23 m/s og rigning eða slydda þar seint um kvöldið og hlýnar. Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag og laugardag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri NA-lands. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg átt og víða þurrt og fremur svalt, en snjókoma eða slydda á köflum S- og V-lands og hiti um frostmark. Veður Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Búast má við því að gular viðvaranir verði gefnar út. Í hugleiðingunum segir að í dag megi búast við norðaustan kalda eða allhvössum vindi. Það er spáð éljagangi fyrir norðan og austan en þurru veðri og víða björtu á suðvesturhorninu. Í kvöld og nótt mun lægja en á morgun hvessir úr suðaustri og þykknar hann upp um landið vestanvert. Annað kvöld má síðan búast við að það fari að snjóa úr skilum sem koma úr vestri og að vindstyrkur verði nærri stormstyrk: „[…] og þegar þetta hvasst er og ofankoma að auki verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta. Á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í slyddu og síðar rigningu en áfram snjóar á heiðum. Á fimmtudagsmorgun snýst svo vindur til suðvestanáttar með skúrum eða slydduéljum, en ekki lægir sem neinu nemur. Eins geta orðið haglél við svona aðstæður og til föstudags kólnar svo úrkoman færist meira yfir til élja. Norðaustur- og Austurland sleppa ágætlega frá úrkomunni þegar vindur verður suðvestlægari. Eins má búast við að gular viðvaranir komi fram þegar líður á morguninn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma eða él á N- og A-verðu landinu, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 6 stig SA-til, en frost annars 0 til 8 stig. Norðlægari og heldur hægari síðdegis, en lægir í kvöld og nótt. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Suðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma undir kvöld en rigning á láglendi um miðnætti. Mun hægari og þurrt að kalla austantil. Hlýnar í veðri. Á miðvikudag: Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa á V-verðu landinu seinnipartinn, 15-23 m/s og rigning eða slydda þar seint um kvöldið og hlýnar. Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag og laugardag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri NA-lands. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg átt og víða þurrt og fremur svalt, en snjókoma eða slydda á köflum S- og V-lands og hiti um frostmark.
Veður Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira