Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 11:15 Charlotte Charles og Tim Dunn, foreldrar Harry Dunn. Getty/Jacob King Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. Til þess höfðuðu þau mál gegn utanríkisráðuneyti Bretlands og sögðu ráðuneytið hafa staðið í vegi lögreglunnar vegna dauða sonar þeirra. Hin bandaríska Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Hún fór til Bandaríkjanna nokkrum vikum eftir atvikið þegar yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu hana njóta friðhelgi erindreka. Hún var þó ákærð og kölluðu Bretar eftir því að hún yrði framseld til Bretlands en því var hafnað. Lögmaður hjónanna sagði meðal annars fyrir dómi að Sacoolas hafi ekki haft neinum opinberum skyldum að gegna í Bretlandi og því hefði hún ekki átt rétt á friðhelgi. Dómari var þó ósammála því. Samkvæmt Sky News sagði dómarinn bæði að Sacoolas hafi notið friðhelgi og að utanríkisráðuneytið hefði ekki hindrað störf lögreglu. Í sumar komust bresk og bandarísk stjórnvöld að samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði Saccolas kleift að krefjast friðhelgi. Sky hefur eftir foreldrum Harry Dunn að þau ætli ekki að láta af tilraunum sínum til að svipta Sacoolas friðhelgi. Þessi nýjasti úrskurður myndi ekki stöðva það. „Ég lofaði stráknum mínum að ég myndi ná fram réttlæti og það er nákvæmlega það sem við við munum gera. Engin mun standa í vegi okkar,“ sagði Charlotte Charles. Bretland Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. Til þess höfðuðu þau mál gegn utanríkisráðuneyti Bretlands og sögðu ráðuneytið hafa staðið í vegi lögreglunnar vegna dauða sonar þeirra. Hin bandaríska Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Hún fór til Bandaríkjanna nokkrum vikum eftir atvikið þegar yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu hana njóta friðhelgi erindreka. Hún var þó ákærð og kölluðu Bretar eftir því að hún yrði framseld til Bretlands en því var hafnað. Lögmaður hjónanna sagði meðal annars fyrir dómi að Sacoolas hafi ekki haft neinum opinberum skyldum að gegna í Bretlandi og því hefði hún ekki átt rétt á friðhelgi. Dómari var þó ósammála því. Samkvæmt Sky News sagði dómarinn bæði að Sacoolas hafi notið friðhelgi og að utanríkisráðuneytið hefði ekki hindrað störf lögreglu. Í sumar komust bresk og bandarísk stjórnvöld að samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði Saccolas kleift að krefjast friðhelgi. Sky hefur eftir foreldrum Harry Dunn að þau ætli ekki að láta af tilraunum sínum til að svipta Sacoolas friðhelgi. Þessi nýjasti úrskurður myndi ekki stöðva það. „Ég lofaði stráknum mínum að ég myndi ná fram réttlæti og það er nákvæmlega það sem við við munum gera. Engin mun standa í vegi okkar,“ sagði Charlotte Charles.
Bretland Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira