Gefum ekki afslátt af okkur á nýju ári Herdís Jóhannesdóttir skrifar 24. nóvember 2020 15:00 Umræða um kulnun í starfi hefur orðið sífellt háværari í samfélaginu okkar undanfarin ár. Ekki er mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Þvert á stéttir, stöðu og kyn - fyrirbærið snertir okkur öll, enda hraðinn gífurlegur í nútímasamfélagi og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf í bland við þær sem koma frá öðrum, eru oft fram úr hófi krefjandi. Við lesum reglulega viðtöl við allskonar fólk sem stígur fram og segir frá sinni upplifun af þessum vágesti, heyrum sögur af fólki í nærumhverfinu eða höfum hreinlega upplifað hann á eigin skinni. Umræðan hefur skilað sér í því að í dag erum við sem samfélag orðin meðvituð um þennan kvilla og það setur okkur í góða stöðu til að bregðast við og snúa vörn í sókn. Þetta þarf ekki að vera svona og því í okkar valdi að taka í taumana. Stytting vinnuvikunnar, úr 40 klukkustundum í 36, sem Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB hafa tryggt sínu félagsfólki, er mikilvægt viðbragð í þessu samhengi. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru í tilraunaverkefnum borgar og ríkis um styttingu vinnuvikunnar, sýna fram á að styttingin dregur marktækt úr upplifunum um kulnun, sérstaklega hjá aldurshópnum 41 - 60 ára. Þá dró einnig úr upplifunum af árekstrum milli vinnu og einkalífs. Það sama má segja um upplifun af streitueinkennum, bæði líkamlegum og andlegum. Að sama skapi jókst hlutfall þeirra sem töldu sig hamingjusama örlítið milli mælinga í tilraunahópi samanborið við samanburðarhópinn. Þetta á líka við um mat fólks á líkamlegri heilsu sinni. Almennt var líðanin betri fyrir hverja klukkustund sem klipptist af vinnuvikunni, þ.e. 1% betri hjá þeim sem nutu einnar klukkustundar styttingar á viku en 3% hjá þeim sem styttu vinnuvikuna um þrjár klukkustundir. Það er afar mikilvægt að gefa þessu gaum. Þrjú eða fjögur prósent hljóma ekki eins og stórvægileg breyting en þetta eru spor í rétta átt og þegar breytingar styðja möguleikann á að auka hamingju okkar eigum við ekki að gefa neinn afslátt. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar er í fullum gangi og útfærslur á vinnustöðum eiga að vera klárar fyrir 1. janúar 2021. Væri ekki gott að geta sett sér raunhæft áramótaheit fyrir komandi ár og stefna á fjögurra prósenta aukningu á hamingju árið 2021? Það er ekki ólíklegt að það myndi svo skila sér út í samfélagið okkar og eitt er nokkuð víst - við megum alveg við örlítilli upplyftingu eftir ansi krefjandi ár. Klárum innleiðingu styttri vinnuviku saman - og njótum fjögurra prósenta meiri hamingju á nýju ári. Höfundur er stjórnarkona í Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Umræða um kulnun í starfi hefur orðið sífellt háværari í samfélaginu okkar undanfarin ár. Ekki er mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Þvert á stéttir, stöðu og kyn - fyrirbærið snertir okkur öll, enda hraðinn gífurlegur í nútímasamfélagi og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf í bland við þær sem koma frá öðrum, eru oft fram úr hófi krefjandi. Við lesum reglulega viðtöl við allskonar fólk sem stígur fram og segir frá sinni upplifun af þessum vágesti, heyrum sögur af fólki í nærumhverfinu eða höfum hreinlega upplifað hann á eigin skinni. Umræðan hefur skilað sér í því að í dag erum við sem samfélag orðin meðvituð um þennan kvilla og það setur okkur í góða stöðu til að bregðast við og snúa vörn í sókn. Þetta þarf ekki að vera svona og því í okkar valdi að taka í taumana. Stytting vinnuvikunnar, úr 40 klukkustundum í 36, sem Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB hafa tryggt sínu félagsfólki, er mikilvægt viðbragð í þessu samhengi. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru í tilraunaverkefnum borgar og ríkis um styttingu vinnuvikunnar, sýna fram á að styttingin dregur marktækt úr upplifunum um kulnun, sérstaklega hjá aldurshópnum 41 - 60 ára. Þá dró einnig úr upplifunum af árekstrum milli vinnu og einkalífs. Það sama má segja um upplifun af streitueinkennum, bæði líkamlegum og andlegum. Að sama skapi jókst hlutfall þeirra sem töldu sig hamingjusama örlítið milli mælinga í tilraunahópi samanborið við samanburðarhópinn. Þetta á líka við um mat fólks á líkamlegri heilsu sinni. Almennt var líðanin betri fyrir hverja klukkustund sem klipptist af vinnuvikunni, þ.e. 1% betri hjá þeim sem nutu einnar klukkustundar styttingar á viku en 3% hjá þeim sem styttu vinnuvikuna um þrjár klukkustundir. Það er afar mikilvægt að gefa þessu gaum. Þrjú eða fjögur prósent hljóma ekki eins og stórvægileg breyting en þetta eru spor í rétta átt og þegar breytingar styðja möguleikann á að auka hamingju okkar eigum við ekki að gefa neinn afslátt. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar er í fullum gangi og útfærslur á vinnustöðum eiga að vera klárar fyrir 1. janúar 2021. Væri ekki gott að geta sett sér raunhæft áramótaheit fyrir komandi ár og stefna á fjögurra prósenta aukningu á hamingju árið 2021? Það er ekki ólíklegt að það myndi svo skila sér út í samfélagið okkar og eitt er nokkuð víst - við megum alveg við örlítilli upplyftingu eftir ansi krefjandi ár. Klárum innleiðingu styttri vinnuviku saman - og njótum fjögurra prósenta meiri hamingju á nýju ári. Höfundur er stjórnarkona í Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun