Gefum ekki afslátt af okkur á nýju ári Herdís Jóhannesdóttir skrifar 24. nóvember 2020 15:00 Umræða um kulnun í starfi hefur orðið sífellt háværari í samfélaginu okkar undanfarin ár. Ekki er mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Þvert á stéttir, stöðu og kyn - fyrirbærið snertir okkur öll, enda hraðinn gífurlegur í nútímasamfélagi og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf í bland við þær sem koma frá öðrum, eru oft fram úr hófi krefjandi. Við lesum reglulega viðtöl við allskonar fólk sem stígur fram og segir frá sinni upplifun af þessum vágesti, heyrum sögur af fólki í nærumhverfinu eða höfum hreinlega upplifað hann á eigin skinni. Umræðan hefur skilað sér í því að í dag erum við sem samfélag orðin meðvituð um þennan kvilla og það setur okkur í góða stöðu til að bregðast við og snúa vörn í sókn. Þetta þarf ekki að vera svona og því í okkar valdi að taka í taumana. Stytting vinnuvikunnar, úr 40 klukkustundum í 36, sem Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB hafa tryggt sínu félagsfólki, er mikilvægt viðbragð í þessu samhengi. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru í tilraunaverkefnum borgar og ríkis um styttingu vinnuvikunnar, sýna fram á að styttingin dregur marktækt úr upplifunum um kulnun, sérstaklega hjá aldurshópnum 41 - 60 ára. Þá dró einnig úr upplifunum af árekstrum milli vinnu og einkalífs. Það sama má segja um upplifun af streitueinkennum, bæði líkamlegum og andlegum. Að sama skapi jókst hlutfall þeirra sem töldu sig hamingjusama örlítið milli mælinga í tilraunahópi samanborið við samanburðarhópinn. Þetta á líka við um mat fólks á líkamlegri heilsu sinni. Almennt var líðanin betri fyrir hverja klukkustund sem klipptist af vinnuvikunni, þ.e. 1% betri hjá þeim sem nutu einnar klukkustundar styttingar á viku en 3% hjá þeim sem styttu vinnuvikuna um þrjár klukkustundir. Það er afar mikilvægt að gefa þessu gaum. Þrjú eða fjögur prósent hljóma ekki eins og stórvægileg breyting en þetta eru spor í rétta átt og þegar breytingar styðja möguleikann á að auka hamingju okkar eigum við ekki að gefa neinn afslátt. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar er í fullum gangi og útfærslur á vinnustöðum eiga að vera klárar fyrir 1. janúar 2021. Væri ekki gott að geta sett sér raunhæft áramótaheit fyrir komandi ár og stefna á fjögurra prósenta aukningu á hamingju árið 2021? Það er ekki ólíklegt að það myndi svo skila sér út í samfélagið okkar og eitt er nokkuð víst - við megum alveg við örlítilli upplyftingu eftir ansi krefjandi ár. Klárum innleiðingu styttri vinnuviku saman - og njótum fjögurra prósenta meiri hamingju á nýju ári. Höfundur er stjórnarkona í Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um kulnun í starfi hefur orðið sífellt háværari í samfélaginu okkar undanfarin ár. Ekki er mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Þvert á stéttir, stöðu og kyn - fyrirbærið snertir okkur öll, enda hraðinn gífurlegur í nútímasamfélagi og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf í bland við þær sem koma frá öðrum, eru oft fram úr hófi krefjandi. Við lesum reglulega viðtöl við allskonar fólk sem stígur fram og segir frá sinni upplifun af þessum vágesti, heyrum sögur af fólki í nærumhverfinu eða höfum hreinlega upplifað hann á eigin skinni. Umræðan hefur skilað sér í því að í dag erum við sem samfélag orðin meðvituð um þennan kvilla og það setur okkur í góða stöðu til að bregðast við og snúa vörn í sókn. Þetta þarf ekki að vera svona og því í okkar valdi að taka í taumana. Stytting vinnuvikunnar, úr 40 klukkustundum í 36, sem Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB hafa tryggt sínu félagsfólki, er mikilvægt viðbragð í þessu samhengi. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru í tilraunaverkefnum borgar og ríkis um styttingu vinnuvikunnar, sýna fram á að styttingin dregur marktækt úr upplifunum um kulnun, sérstaklega hjá aldurshópnum 41 - 60 ára. Þá dró einnig úr upplifunum af árekstrum milli vinnu og einkalífs. Það sama má segja um upplifun af streitueinkennum, bæði líkamlegum og andlegum. Að sama skapi jókst hlutfall þeirra sem töldu sig hamingjusama örlítið milli mælinga í tilraunahópi samanborið við samanburðarhópinn. Þetta á líka við um mat fólks á líkamlegri heilsu sinni. Almennt var líðanin betri fyrir hverja klukkustund sem klipptist af vinnuvikunni, þ.e. 1% betri hjá þeim sem nutu einnar klukkustundar styttingar á viku en 3% hjá þeim sem styttu vinnuvikuna um þrjár klukkustundir. Það er afar mikilvægt að gefa þessu gaum. Þrjú eða fjögur prósent hljóma ekki eins og stórvægileg breyting en þetta eru spor í rétta átt og þegar breytingar styðja möguleikann á að auka hamingju okkar eigum við ekki að gefa neinn afslátt. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar er í fullum gangi og útfærslur á vinnustöðum eiga að vera klárar fyrir 1. janúar 2021. Væri ekki gott að geta sett sér raunhæft áramótaheit fyrir komandi ár og stefna á fjögurra prósenta aukningu á hamingju árið 2021? Það er ekki ólíklegt að það myndi svo skila sér út í samfélagið okkar og eitt er nokkuð víst - við megum alveg við örlítilli upplyftingu eftir ansi krefjandi ár. Klárum innleiðingu styttri vinnuviku saman - og njótum fjögurra prósenta meiri hamingju á nýju ári. Höfundur er stjórnarkona í Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar