Covid-19 flæðir yfir Miðvesturríkin: „Okkur líður eins og við séum að drukkna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 22:06 Heilbrigðisstarfsfólk á spítala í Madison í Wisconsin. AP/John Hart Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira