Hættuleg hagræðing Logi Einarsson skrifar 25. nóvember 2020 07:30 Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun sem kallar á langtímaáætlun og skýra pólitíska stefnu. Þar verða allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að ganga í takt og hægri höndin að vita hvað sú vinstri gerir. Mönnun og menntun heilbrigðisstétta er eitt af meginviðfangsefnum heilbrigðisþings sem fer fram næstu helgi og í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er fjallað um eflingu mönnunar sem eitt af stóru verkefnum næstu ára. Sams konar áherslur birtast í greinargerð heilbrigðisráðuneytisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, bæði um sérhæfða og almenna sjúkrahúsþjónustu, og bent er á að Landspítali hafi þurft að loka rýmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Mönnun heilbrigðisþjónustunnar verður áfram ein af stærstu áskorununum á málefnasviðinu,“ segir í greinargerðinni. Þetta gæti ekki verið mikið skýrara. Þess vegna kom á óvart að heyra loðin svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við einfaldri fyrirspurn minni á Alþingi um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í síðustu viku. Í stað þess að taka undir áherslur heilbrigðisráðherra á eflingu mönnunar og gera grein fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst taka á vandanum lét hann dæluna ganga um breytt fjármögnunarfyrirkomulag og viðraði áhuga sinn á fjölgun sjálfseignarstofnana í heilbrigðiskerfinu. Bætum kjör heilbrigðisstétta Auðvitað þarf sífellt að huga að því hvernig peningarnir í heilbrigðiskerfinu nýtast best. Hér getum við lært sitthvað af reynslu hinna Norðurlandanna. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hjá Landspítalanum á grundvelli alþjóðlega viðurkennds flokkunarkerfis er skref í rétta átt og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna. Slíkar breytingar munu þó ekki leysa mönnunarvandann og það mun aukinn einkarekstur enn síður gera – nema þá hugsanlega á kostnað jafns aðgengis að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandinn verður ekki leystur á einni nóttu og ýmsum hindrunum verður ekki rutt úr vegi nema með því að bæta kjör heilbrigðisstétta. Við þurfum einnig að tryggja að framboð menntakosta sé í takt við mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið. Þetta er áskorun sem kallar á samhæfingu margra ráðuneyta og stofnana. Við þurfum að bæta vinnuaðbúnað og starfsskilyrði þannig að faglært fólk kjósi að starfa á sjúkrahúsunum okkar, draga úr vinnuálagi og leita allra leiða til að laða hæft fólk til starfa. Verjum Landspítalann Þótt mönnunarvandinn sé langtímaáskorun er vel hægt að stíga mikilvæg skref strax. Sums staðar er manneklan fyrst og fremst afleiðing af því að fjárheimildir eru of naumar og rekstrarsvigrúm lítið. Stjórnendur Landspítalans upplýstu nýlega um að ekki yrði unnt að fullnægja kröfum heilbrigðisráðuneytisins um hagræðingu nema með aðgerðum sem koma niður á þjónustu við sjúklinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var hins vegar skýr með það á Alþingi í gær að skerðing á þjónustu við sjúklinga kæmi að hennar mati ekki til álita. Fyrst svo er hlýtur rekstrarhallanum að verða mætt með myndarlegri viðbótarfjárveitingu. Það er ótækt að spítalinn sé knúinn til að fresta framkvæmdum og viðhaldi, seinka sumarráðningum, stytta opnunartíma dagdeildar skurðlækninga og kvenlækningadeildar og draga úr hjartaómskoðunum eins og lítur út fyrir að gert verði að óbreyttu. Pólitísk samstaða gegn undirmönnun Í stóra samhenginu blasir við að það þarf afgerandi pólitískan vilja og samhent átak allra ráðuneyta til að vinna gegn undirmönnun heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðisstarfsfólk er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og hugmyndafræðileg andstaða við fjölgun opinberra starfa eða draumórar um aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu mega ekki þvælast fyrir þessu mikilvæga verkefni. Hagræðingarkröfur eru hættulegar á tímum heimsfaraldurs. Nú skulum við sameinast um markvissar aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðiskerfinu. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að létta hagræðingarkröfunni af Landspítalanum og tryggja honum rekstrarlegt svigrúm til að takast á við þær stóru áskoranir sem við glímum nú við. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun sem kallar á langtímaáætlun og skýra pólitíska stefnu. Þar verða allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að ganga í takt og hægri höndin að vita hvað sú vinstri gerir. Mönnun og menntun heilbrigðisstétta er eitt af meginviðfangsefnum heilbrigðisþings sem fer fram næstu helgi og í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til 2030 er fjallað um eflingu mönnunar sem eitt af stóru verkefnum næstu ára. Sams konar áherslur birtast í greinargerð heilbrigðisráðuneytisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, bæði um sérhæfða og almenna sjúkrahúsþjónustu, og bent er á að Landspítali hafi þurft að loka rýmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Mönnun heilbrigðisþjónustunnar verður áfram ein af stærstu áskorununum á málefnasviðinu,“ segir í greinargerðinni. Þetta gæti ekki verið mikið skýrara. Þess vegna kom á óvart að heyra loðin svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við einfaldri fyrirspurn minni á Alþingi um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í síðustu viku. Í stað þess að taka undir áherslur heilbrigðisráðherra á eflingu mönnunar og gera grein fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst taka á vandanum lét hann dæluna ganga um breytt fjármögnunarfyrirkomulag og viðraði áhuga sinn á fjölgun sjálfseignarstofnana í heilbrigðiskerfinu. Bætum kjör heilbrigðisstétta Auðvitað þarf sífellt að huga að því hvernig peningarnir í heilbrigðiskerfinu nýtast best. Hér getum við lært sitthvað af reynslu hinna Norðurlandanna. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hjá Landspítalanum á grundvelli alþjóðlega viðurkennds flokkunarkerfis er skref í rétta átt og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna. Slíkar breytingar munu þó ekki leysa mönnunarvandann og það mun aukinn einkarekstur enn síður gera – nema þá hugsanlega á kostnað jafns aðgengis að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandinn verður ekki leystur á einni nóttu og ýmsum hindrunum verður ekki rutt úr vegi nema með því að bæta kjör heilbrigðisstétta. Við þurfum einnig að tryggja að framboð menntakosta sé í takt við mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið. Þetta er áskorun sem kallar á samhæfingu margra ráðuneyta og stofnana. Við þurfum að bæta vinnuaðbúnað og starfsskilyrði þannig að faglært fólk kjósi að starfa á sjúkrahúsunum okkar, draga úr vinnuálagi og leita allra leiða til að laða hæft fólk til starfa. Verjum Landspítalann Þótt mönnunarvandinn sé langtímaáskorun er vel hægt að stíga mikilvæg skref strax. Sums staðar er manneklan fyrst og fremst afleiðing af því að fjárheimildir eru of naumar og rekstrarsvigrúm lítið. Stjórnendur Landspítalans upplýstu nýlega um að ekki yrði unnt að fullnægja kröfum heilbrigðisráðuneytisins um hagræðingu nema með aðgerðum sem koma niður á þjónustu við sjúklinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var hins vegar skýr með það á Alþingi í gær að skerðing á þjónustu við sjúklinga kæmi að hennar mati ekki til álita. Fyrst svo er hlýtur rekstrarhallanum að verða mætt með myndarlegri viðbótarfjárveitingu. Það er ótækt að spítalinn sé knúinn til að fresta framkvæmdum og viðhaldi, seinka sumarráðningum, stytta opnunartíma dagdeildar skurðlækninga og kvenlækningadeildar og draga úr hjartaómskoðunum eins og lítur út fyrir að gert verði að óbreyttu. Pólitísk samstaða gegn undirmönnun Í stóra samhenginu blasir við að það þarf afgerandi pólitískan vilja og samhent átak allra ráðuneyta til að vinna gegn undirmönnun heilbrigðisþjónustunnar. Heilbrigðisstarfsfólk er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og hugmyndafræðileg andstaða við fjölgun opinberra starfa eða draumórar um aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu mega ekki þvælast fyrir þessu mikilvæga verkefni. Hagræðingarkröfur eru hættulegar á tímum heimsfaraldurs. Nú skulum við sameinast um markvissar aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðiskerfinu. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að létta hagræðingarkröfunni af Landspítalanum og tryggja honum rekstrarlegt svigrúm til að takast á við þær stóru áskoranir sem við glímum nú við. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar