Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2020 10:51 Í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eiríkur lætur lítið fyrir sér fara að baki verjanda síns, Jóns Arnars. visir/vilhelm Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Í gær var tekin fyrir frávísunarkrafa Eiríks í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu (eins og sjá má í meðfylgjandi frétt) en Eiríkur, sem mætti í gær í dóminn þegar frávísunarkrafan var tekin fyrir, hefur ekki viljað tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. Málið er nokkuð flókið en um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eins og fram kom í héraði í gær, í máli Jóns Arnars, byggir frávísunarkrafan meðal annars á því að Eiríkur hafi afhent gögn til ríkisskattstjóra, í góðri trú sem í raun felldu á hann sök; honum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri með réttarstöðu sakbornings. Og á þeim gögnum byggði málið. Eiríkur mætti til að hlýða á málflutning verjanda síns þar sem hann lagði fram frávísunarkröfu.visir/vilhelm Þannig hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Gera yrði greinarmun á ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari taldi þetta ekki standast, ríkisskattstjóri hafi talið að ástæða væri til að ætla að um umfangsmikil skattsvik væri að ræða, þetta eitt og sér gaf ekki til kynna umfang málsins og ríkisskattstjóri því vísað málinu til skattrannsóknarstjóra. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða fæst, hvort fallist verður á frávísunarkröfu Eiríks eða ekki en það liggur nú hjá dómara. Dómarinn hefur fjórar vikur lögum samkvæmt. Uppfært 12:00 Mishermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að mál á hendur Eiríki væri fjársvikamál, en það er rangt. Um er að ræða skattsvik og er beðist velvirðingar á því. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Í gær var tekin fyrir frávísunarkrafa Eiríks í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu (eins og sjá má í meðfylgjandi frétt) en Eiríkur, sem mætti í gær í dóminn þegar frávísunarkrafan var tekin fyrir, hefur ekki viljað tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. Málið er nokkuð flókið en um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eins og fram kom í héraði í gær, í máli Jóns Arnars, byggir frávísunarkrafan meðal annars á því að Eiríkur hafi afhent gögn til ríkisskattstjóra, í góðri trú sem í raun felldu á hann sök; honum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri með réttarstöðu sakbornings. Og á þeim gögnum byggði málið. Eiríkur mætti til að hlýða á málflutning verjanda síns þar sem hann lagði fram frávísunarkröfu.visir/vilhelm Þannig hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Gera yrði greinarmun á ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari taldi þetta ekki standast, ríkisskattstjóri hafi talið að ástæða væri til að ætla að um umfangsmikil skattsvik væri að ræða, þetta eitt og sér gaf ekki til kynna umfang málsins og ríkisskattstjóri því vísað málinu til skattrannsóknarstjóra. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða fæst, hvort fallist verður á frávísunarkröfu Eiríks eða ekki en það liggur nú hjá dómara. Dómarinn hefur fjórar vikur lögum samkvæmt. Uppfært 12:00 Mishermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að mál á hendur Eiríki væri fjársvikamál, en það er rangt. Um er að ræða skattsvik og er beðist velvirðingar á því.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira