Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 12:59 Þór Þorsteinsson er formaður Landsbjargar. Vísir/Baldur Hrafnkell Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Eftir hádegi mun suðvestan stormur eða rok ganga yfir vesturhelming landsins með dimmum éljum. Versta veðrið á vestanverðu landinu „Það er aðeins skárra veður á austanverðu landinu, minni vindur og ekki búist við úrkomu þar. En á vestanverðu landinu er þetta mjög slæmt veður og ekkert ferðaveður í rauninni,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð sem gildi frá hádegi og fram undir miðnætti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurlands, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. „Vestantil á landinu er versta veðrið. Þar er stormur og rok og dimm él. Síðan á morgun er aðeins skárra veður en þó er þetta allhvass eða hvass vindur og áfram él á morgun.“ Hann ráðleggur fólki að fresta ferðalögum, eða í það minnsta huga vel að aðstæðum áður en lagt er í hann. Veðrið mun síðan skána á laugardagsmorgun og verður aðgerðalítið veður um helgina. Áhyggjur af þyrluleysinu Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en þyrla Landhelgisgæslunnar ekki til taks vegna kjaradeilna flugvirkja. „En það er auðvitað grafalvarlegt að við skulum ekki hafa þyrluna til taks við þessar aðstæður sérstaklega. Vegna þess að þær eru ekki bara mikilvægur hlekkur í viðbragðskeðjunni heldur eru þyrlurnar sömuleiðis í rauninni ákveðið öryggistæki fyrir viðbragðsaðila, meðal annars björgunarsveitir,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar. Hvernig gæti þetta haft áhrif á ykkar störf í dag? „Þetta hefur í rauninni áhrif á allt viðbragð, hvort sem það erum við eða aðrir sem sinnum því vegna þess að það eru staðir þar sem þyrlan er miklu fljótari á staðinn. Hún er oft eini kosturinn sem hægt er að nýta.“ Fundur stendur yfir Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins sitja enn á samningafundi sem boðað var til í morgun en verkfall flugvirkja Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Veður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Eftir hádegi mun suðvestan stormur eða rok ganga yfir vesturhelming landsins með dimmum éljum. Versta veðrið á vestanverðu landinu „Það er aðeins skárra veður á austanverðu landinu, minni vindur og ekki búist við úrkomu þar. En á vestanverðu landinu er þetta mjög slæmt veður og ekkert ferðaveður í rauninni,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð sem gildi frá hádegi og fram undir miðnætti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurlands, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. „Vestantil á landinu er versta veðrið. Þar er stormur og rok og dimm él. Síðan á morgun er aðeins skárra veður en þó er þetta allhvass eða hvass vindur og áfram él á morgun.“ Hann ráðleggur fólki að fresta ferðalögum, eða í það minnsta huga vel að aðstæðum áður en lagt er í hann. Veðrið mun síðan skána á laugardagsmorgun og verður aðgerðalítið veður um helgina. Áhyggjur af þyrluleysinu Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en þyrla Landhelgisgæslunnar ekki til taks vegna kjaradeilna flugvirkja. „En það er auðvitað grafalvarlegt að við skulum ekki hafa þyrluna til taks við þessar aðstæður sérstaklega. Vegna þess að þær eru ekki bara mikilvægur hlekkur í viðbragðskeðjunni heldur eru þyrlurnar sömuleiðis í rauninni ákveðið öryggistæki fyrir viðbragðsaðila, meðal annars björgunarsveitir,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar. Hvernig gæti þetta haft áhrif á ykkar störf í dag? „Þetta hefur í rauninni áhrif á allt viðbragð, hvort sem það erum við eða aðrir sem sinnum því vegna þess að það eru staðir þar sem þyrlan er miklu fljótari á staðinn. Hún er oft eini kosturinn sem hægt er að nýta.“ Fundur stendur yfir Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins sitja enn á samningafundi sem boðað var til í morgun en verkfall flugvirkja Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember.
Veður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20