Jafnt fæðingarorlof er betra fæðingarorlof Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 14:00 Vefsíðan Betrafæðingarorlof.is var opnuð á Kynjaþingi nú fyrr í mánuðinum, en þar eru birtar staðreyndir byggðar á rannsóknum um fæðingarorlof á Íslandi og í nágrannalöndunum. Þessar rannsóknir sýna skýrt að þátttaka feðra í fæðingarorlofinu hefur haft afar jákvæð áhrif, meðal annars að feður taka í auknum mæli þátt í umönnun barna sinna, það dregur úr skilnaðartíðni hjá ungum foreldrum og staða mæðra á vinnumarkaði hefur eflst. Kvenréttindafélag Íslands hefur umsjón með vefsíðunni, en félagið hefur síðan 1907 barist fyrir bættri stöðu kvenna og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Ásamt Kvenréttindafélaginu standa að vefsíðunni félagið Femínísk fjármál, FKA – félag kvenna í atvinnulífinu, ASÍ, BHM og BSRB. Efni vefsíðunnar var tekið saman af því tilefni að nú hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarp þar sem fæðingarorlof er lengt úr tíu mánuðum í tólf mánuði og í fyrsta skipti er orlofinu skipt jafnt milli foreldra, hvort foreldri fær sex mánuði. Í frumvarpinu er þó gert ráð fyrir að annað foreldrið geti framselt einn mánuð til hins, svo í reynd er þarna um að ræða tvo mánuði sem eru til skiptana milli foreldra. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu síðustu vikurnar í kringum frumvarpið og skiptar skoðanir virðast vera um ágæti þess, eins og gengur og gerist í lýðræðissamfélagi. Í vikunni birtist grein á Vísi.is þar sem höfundur, Gró Einarsdóttir, gagnrýnir val á þeim rannsóknum sem notaðar voru við gerð vefsíðunnar Betrafæðingarorlof.is, sem og þær rannsóknir sem nefndin sem samdi nýtt frumvarp um fæðingarorlof lagði til grundvallar sinni vinnu. Gagnrýnin felst einkum í því að greinarhöfundur telur rannsóknirnar gefa ófullnægjandi mynd af stöðu mála, að aðeins séu teknar inn í umræðuna rannsóknir sem styðja jafna skiptingu fæðingarorlofs. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar víðsvegar um heiminn um fæðingarorlof, hlutverk foreldra og fjölskyldur. Við val á rannsóknum sem líta megi til í umræðu um framtíðarskipan íslenska fæðingarorlofsins er því mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mun skemmra á veg komið víðast hvar annars staðar í heiminum. Þar að auki eru flest önnur lönd utan Norðurlanda, komin skemmra á veg hvað varðar jafnrétti og er hvorki lögð sama áhersla á velferð né málefni fjölskyldna í stefnumótun stjórnvalda. Það blasir því við að þær bandarísku rannsóknir sem vísað er til í greininni eru engan veginn fyrirmynd fyrir Ísland í réttindum barna og kvenna. Mörg hafa undanfarna mánuði rætt um nýtt frumvarp til laga um fæðingarorlof og talið hana ganga gegn leiðbeiningum Landlæknis að börn séu alfarið á brjósti í 6 mánuði og haldi svo áfram á brjósti með mat í allt að 24 mánuði, ef kostur er á. Þvert á móti munu þessi nýju lög koma til með að styrkja foreldra í að fylgja þessum leiðbeiningum. Í nýju frumvarpinu er réttur beggja foreldra til sex mánaða fæðingarorlofs í fyrsta skipti tryggður, ólíkt sem er í núverandi löggjöf, en þar eru mæðrum (og feðrum) aðeins tryggðir fjórir mánuðir í fæðingarorlof. Því er erfitt að sjá að frumvarpið í núverandi mynd komi í veg fyrir að foreldrar geti fylgt þessum leiðbeiningum Landlæknis, frekar ætti það að styrkja foreldra sem kjósa að fylgja þeim leiðbeiningum. Óbirtar niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á fjölskyldum hér á Íslandi sýna engin marktæk tengsl á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður snúa aftur til launaðra starfa. Sumar mæður eru lengi frá störfum en eru ekki með barnið á brjósti. Aðrar snúa snemma til starfa en halda brjóstagjöf engu að síður áfram. Hérlendis fá börn yfirleitt fasta fæðu eftir sex mánaða aldur þannig að samhæfing brjóstagjafar og atvinnuþátttöku hjá íslenskum mæðrum er nokkuð ólíkt viðfangsefni en það sem blasir við hinum bandarísku mæðrum sem fara til vinnu nokkrum vikum (eða dögum) eftir fæðingu barns. Við alla vinnu við endurreisn fæðingarorlofsins er mikilvægt að líta til rannsókna sem hafa verið gerðar á ástandinu eins og það er hér á landi, ekki eins og það er í löndum sem við viljum alls ekki bera okkur saman við. Á vefsíðunni Betrafæðingarorlof.is er að finna krækjur í fjölda greina sem skrifaðar hafa verið af fræðafólki sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á fæðingarorlofi og fjölskyldum á Íslandi. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna skýrt að jöfn þátttaka beggja foreldra í umönnun og uppeldi barna er öllum fyrir bestu, börnunum, foreldrunum, fjölskyldunum og samfélaginu. Sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs á Íslandi hefur orðið til þess að feður taka meiri þátt í umönnun barna sinna, eykur samvinnu foreldra og minnkar líkurnar á skilnaði. Jafnt fæðingarorlof og virk þátttaka feðra í umönnun barna hefur jákvæð áhrif á alhliða þroska þeirra og eftir að feður öðluðust sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs hafa samskipti feðra og ungmenna batnað jafnt og þétt á Íslandi og eru nú þau bestu í heimi. Í öðrum rannsóknum sem vísað er til á vefsíðunni Betrafæðingarorlof.is kemur enn fremur fram að jafnt fæðingarorlof og virk þátttaka beggja foreldra í umönnun og uppeldi barna bætir stöðu einstæðra foreldra. Einstæðir foreldrar búa frekar við fátækt og viðkvæmar félagslegar aðstæður en foreldrar í sambúð eða hjónabandi. Góð foreldrasamvinna dregur úr líkum á fjárhagserfiðleikum þeirra þar sem hún tryggir báðum foreldrum betri tækifæri til stöðugrar atvinnuþátttöku og tekjuöflunar. Þá gerir frumvarpið nú ráð fyrir auknum réttindum einstæðra foreldra sem er mikið framfaraskref. Að sama skapi bætir jafnt fæðingarorlof stöðu kvenna á vinnumarkaði, en of löng fjarvera kvenna frá vinnu hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig að jafnt fæðingarorlof eykur líkurnar á því að mæður fari aftur í fulla vinnu eftir að hafa eignast barn. Einnig styrkir sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs stöðu karla á vinnumarkaði, þar sem skýr skipting fæðingarorlofs milli foreldra er styrkur fyrir feður í samningaviðræðum við atvinnurekendum. Sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs hefur verið eitt stærsta skrefið sem Ísland hefur tekið til að tryggja þátttöku kvenna í samfélaginu, hvort sem er úti á vinnumarkaðnum eða í stjórnmálum. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi þar sem næsta skref er tekið í átt til jafnréttis, öllum til heilla, að tryggja jafnan rétt beggja foreldra til fæðingarorlofs, að hvort foreldri fái sex mánuði með einum mánuði framseljanlegum. Alþýðusamband Íslands komst vel að orði í umsögn sinni um frumvarp til nýrra fæðingarorlofslaga: „Í því samhengi er rétt að minna á lærdóm sögunnar sem er sá að flest stærri skref í átt til jafnréttis hafa mætt andstöðu er þau eru sett fram en í baksýnisspeglinum þykja þau almennt langflest sjálfsögð og eðlileg.“ Kvenréttindafélag Íslands hefur frá árinu 1944 barist fyrir fæðingarorlofi, fyrstu áratugina til að ná fram rétti allra kvenna á Íslandi til fæðingarorlofs og frá árinu 1992 fyrir rétti karla til fæðingarorlofs, en á landsfundi var það árið samþykkt stefnuskrá sem sagði: „Komið verði á fæðingarorlofi fyrir feður sérstaklega. Karlar fái að öllu leyti sömu kjör og konur við töku fæðingarorlofs.“ Jöfn skipting fæðingarorlofs er bæði sjálfsögð og eðlileg og það er staðföst trú mín að eftir tuttugu ár eigum við eftir að líta til baka til umræðna síðustu vikna með forundran. Ég hvet Alþingi til að stíga næsta stóra skrefið í átt til jafnréttis og velferðar og samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar um betra fæðingarorlof. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Jafnréttismál Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Vefsíðan Betrafæðingarorlof.is var opnuð á Kynjaþingi nú fyrr í mánuðinum, en þar eru birtar staðreyndir byggðar á rannsóknum um fæðingarorlof á Íslandi og í nágrannalöndunum. Þessar rannsóknir sýna skýrt að þátttaka feðra í fæðingarorlofinu hefur haft afar jákvæð áhrif, meðal annars að feður taka í auknum mæli þátt í umönnun barna sinna, það dregur úr skilnaðartíðni hjá ungum foreldrum og staða mæðra á vinnumarkaði hefur eflst. Kvenréttindafélag Íslands hefur umsjón með vefsíðunni, en félagið hefur síðan 1907 barist fyrir bættri stöðu kvenna og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Ásamt Kvenréttindafélaginu standa að vefsíðunni félagið Femínísk fjármál, FKA – félag kvenna í atvinnulífinu, ASÍ, BHM og BSRB. Efni vefsíðunnar var tekið saman af því tilefni að nú hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarp þar sem fæðingarorlof er lengt úr tíu mánuðum í tólf mánuði og í fyrsta skipti er orlofinu skipt jafnt milli foreldra, hvort foreldri fær sex mánuði. Í frumvarpinu er þó gert ráð fyrir að annað foreldrið geti framselt einn mánuð til hins, svo í reynd er þarna um að ræða tvo mánuði sem eru til skiptana milli foreldra. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu síðustu vikurnar í kringum frumvarpið og skiptar skoðanir virðast vera um ágæti þess, eins og gengur og gerist í lýðræðissamfélagi. Í vikunni birtist grein á Vísi.is þar sem höfundur, Gró Einarsdóttir, gagnrýnir val á þeim rannsóknum sem notaðar voru við gerð vefsíðunnar Betrafæðingarorlof.is, sem og þær rannsóknir sem nefndin sem samdi nýtt frumvarp um fæðingarorlof lagði til grundvallar sinni vinnu. Gagnrýnin felst einkum í því að greinarhöfundur telur rannsóknirnar gefa ófullnægjandi mynd af stöðu mála, að aðeins séu teknar inn í umræðuna rannsóknir sem styðja jafna skiptingu fæðingarorlofs. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar víðsvegar um heiminn um fæðingarorlof, hlutverk foreldra og fjölskyldur. Við val á rannsóknum sem líta megi til í umræðu um framtíðarskipan íslenska fæðingarorlofsins er því mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mun skemmra á veg komið víðast hvar annars staðar í heiminum. Þar að auki eru flest önnur lönd utan Norðurlanda, komin skemmra á veg hvað varðar jafnrétti og er hvorki lögð sama áhersla á velferð né málefni fjölskyldna í stefnumótun stjórnvalda. Það blasir því við að þær bandarísku rannsóknir sem vísað er til í greininni eru engan veginn fyrirmynd fyrir Ísland í réttindum barna og kvenna. Mörg hafa undanfarna mánuði rætt um nýtt frumvarp til laga um fæðingarorlof og talið hana ganga gegn leiðbeiningum Landlæknis að börn séu alfarið á brjósti í 6 mánuði og haldi svo áfram á brjósti með mat í allt að 24 mánuði, ef kostur er á. Þvert á móti munu þessi nýju lög koma til með að styrkja foreldra í að fylgja þessum leiðbeiningum. Í nýju frumvarpinu er réttur beggja foreldra til sex mánaða fæðingarorlofs í fyrsta skipti tryggður, ólíkt sem er í núverandi löggjöf, en þar eru mæðrum (og feðrum) aðeins tryggðir fjórir mánuðir í fæðingarorlof. Því er erfitt að sjá að frumvarpið í núverandi mynd komi í veg fyrir að foreldrar geti fylgt þessum leiðbeiningum Landlæknis, frekar ætti það að styrkja foreldra sem kjósa að fylgja þeim leiðbeiningum. Óbirtar niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á fjölskyldum hér á Íslandi sýna engin marktæk tengsl á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður snúa aftur til launaðra starfa. Sumar mæður eru lengi frá störfum en eru ekki með barnið á brjósti. Aðrar snúa snemma til starfa en halda brjóstagjöf engu að síður áfram. Hérlendis fá börn yfirleitt fasta fæðu eftir sex mánaða aldur þannig að samhæfing brjóstagjafar og atvinnuþátttöku hjá íslenskum mæðrum er nokkuð ólíkt viðfangsefni en það sem blasir við hinum bandarísku mæðrum sem fara til vinnu nokkrum vikum (eða dögum) eftir fæðingu barns. Við alla vinnu við endurreisn fæðingarorlofsins er mikilvægt að líta til rannsókna sem hafa verið gerðar á ástandinu eins og það er hér á landi, ekki eins og það er í löndum sem við viljum alls ekki bera okkur saman við. Á vefsíðunni Betrafæðingarorlof.is er að finna krækjur í fjölda greina sem skrifaðar hafa verið af fræðafólki sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á fæðingarorlofi og fjölskyldum á Íslandi. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna skýrt að jöfn þátttaka beggja foreldra í umönnun og uppeldi barna er öllum fyrir bestu, börnunum, foreldrunum, fjölskyldunum og samfélaginu. Sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs á Íslandi hefur orðið til þess að feður taka meiri þátt í umönnun barna sinna, eykur samvinnu foreldra og minnkar líkurnar á skilnaði. Jafnt fæðingarorlof og virk þátttaka feðra í umönnun barna hefur jákvæð áhrif á alhliða þroska þeirra og eftir að feður öðluðust sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs hafa samskipti feðra og ungmenna batnað jafnt og þétt á Íslandi og eru nú þau bestu í heimi. Í öðrum rannsóknum sem vísað er til á vefsíðunni Betrafæðingarorlof.is kemur enn fremur fram að jafnt fæðingarorlof og virk þátttaka beggja foreldra í umönnun og uppeldi barna bætir stöðu einstæðra foreldra. Einstæðir foreldrar búa frekar við fátækt og viðkvæmar félagslegar aðstæður en foreldrar í sambúð eða hjónabandi. Góð foreldrasamvinna dregur úr líkum á fjárhagserfiðleikum þeirra þar sem hún tryggir báðum foreldrum betri tækifæri til stöðugrar atvinnuþátttöku og tekjuöflunar. Þá gerir frumvarpið nú ráð fyrir auknum réttindum einstæðra foreldra sem er mikið framfaraskref. Að sama skapi bætir jafnt fæðingarorlof stöðu kvenna á vinnumarkaði, en of löng fjarvera kvenna frá vinnu hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig að jafnt fæðingarorlof eykur líkurnar á því að mæður fari aftur í fulla vinnu eftir að hafa eignast barn. Einnig styrkir sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs stöðu karla á vinnumarkaði, þar sem skýr skipting fæðingarorlofs milli foreldra er styrkur fyrir feður í samningaviðræðum við atvinnurekendum. Sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs hefur verið eitt stærsta skrefið sem Ísland hefur tekið til að tryggja þátttöku kvenna í samfélaginu, hvort sem er úti á vinnumarkaðnum eða í stjórnmálum. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi þar sem næsta skref er tekið í átt til jafnréttis, öllum til heilla, að tryggja jafnan rétt beggja foreldra til fæðingarorlofs, að hvort foreldri fái sex mánuði með einum mánuði framseljanlegum. Alþýðusamband Íslands komst vel að orði í umsögn sinni um frumvarp til nýrra fæðingarorlofslaga: „Í því samhengi er rétt að minna á lærdóm sögunnar sem er sá að flest stærri skref í átt til jafnréttis hafa mætt andstöðu er þau eru sett fram en í baksýnisspeglinum þykja þau almennt langflest sjálfsögð og eðlileg.“ Kvenréttindafélag Íslands hefur frá árinu 1944 barist fyrir fæðingarorlofi, fyrstu áratugina til að ná fram rétti allra kvenna á Íslandi til fæðingarorlofs og frá árinu 1992 fyrir rétti karla til fæðingarorlofs, en á landsfundi var það árið samþykkt stefnuskrá sem sagði: „Komið verði á fæðingarorlofi fyrir feður sérstaklega. Karlar fái að öllu leyti sömu kjör og konur við töku fæðingarorlofs.“ Jöfn skipting fæðingarorlofs er bæði sjálfsögð og eðlileg og það er staðföst trú mín að eftir tuttugu ár eigum við eftir að líta til baka til umræðna síðustu vikna með forundran. Ég hvet Alþingi til að stíga næsta stóra skrefið í átt til jafnréttis og velferðar og samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar um betra fæðingarorlof. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar