Vilja banna meint „ástarjíhad“ á Indlandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 14:38 Múslimakonur við bænir í indverska hluta Kasmírhéraðs. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Trúskipti við giftingu verða nú refsiverð að viðlagðri eins til tíu ára fangelsisvist í Uttar Pradesh, þar sem fleiri en 200 milljónir manna, búa eftir að ríkisstjórnin þar samþykkt ný lög á þriðjudag, að sögn Washington Post. Með lögunum yrðu hjónabönd fólks þar sem kona skipti um trú gagngert til að giftast einnig ógilt. Ríkisstjóri á enn eftir að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Róttækir hindúar eru að undanförnu sagðir ala á samsæriskenningu um það sem þeir kalla „ástarjíhad“ þar sem múslimakarla giftast hindúakonum. Yogi Adityanath, róttækur hindúamunkur, hótaði þeim sem slíkt gerðu dauða. Ásakanir af þessu tagi eru sagðar orðnar algengar innan raða Bharatiya Janata, stjórnarflokks Indlands, en þær þrifust áður aðeins á jaðrinum á meðal þjóðernissinnaðra hindúa. Flokkurinn reynir nú að setja lög til að glíma við meint vandamálið í nokkrum ríkjum. Hugmyndirnar um að múslimar reyni að snúa konum frá hindúatrú með því að giftast þeim eru stoðlausar að sögn sérfræðinga. Ráðherra í landsstjórninni sagði þinginu fyrr á þessu ári að ekkert slíkt tilfelli hefði verið skráð hjá alríkisyfirvöld og að hugtakið „ástarjíhad“ væri ekki til í indverskum lagabókstaf. Ellefu tilfelli um að konur hefðu skipt um trúarbrögð við giftingu fundust í Kerala-ríki árið 2018 en ekkert bendi til þess að það hefðu þær gert nauðugar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mörg pör á Indlandi eru af ólíkum trúarbrögðum. Rannsókn sem byggðist á gögnum frá árinu 2005 benti til þess að um 2% hjóna aðhylltust ekki sömu trúarbrögðin. Pör af ólíkri trúa hafa lengi sætt áreitni og jafnvel líflátshótunum á Indlandi, ekki síst frá öfgasinnuðum hindúum. Afgerandi meirihluti Indverja eru hindúar en múslimar eru fjölmennasti minnihlutahópurinn í landinu. Spenna á milli ólíkra trúarhópa hefur farið vaxandi á Indlandi undanfarin misseri. Ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra hefur verið sökuð um að ala á tortryggni í garð múslima og að beita þá misrétti. Mikil mótmælaalda gekk yfir Indland vegna laga stjórnar Modi um að veita öllum þeim sem komu ólöglega til Indlands frá nágrannalöndum þar sem múslimar eru í meirihluta ríkisborgararétt nema múslimum. Indland Trúmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams. Trúskipti við giftingu verða nú refsiverð að viðlagðri eins til tíu ára fangelsisvist í Uttar Pradesh, þar sem fleiri en 200 milljónir manna, búa eftir að ríkisstjórnin þar samþykkt ný lög á þriðjudag, að sögn Washington Post. Með lögunum yrðu hjónabönd fólks þar sem kona skipti um trú gagngert til að giftast einnig ógilt. Ríkisstjóri á enn eftir að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Róttækir hindúar eru að undanförnu sagðir ala á samsæriskenningu um það sem þeir kalla „ástarjíhad“ þar sem múslimakarla giftast hindúakonum. Yogi Adityanath, róttækur hindúamunkur, hótaði þeim sem slíkt gerðu dauða. Ásakanir af þessu tagi eru sagðar orðnar algengar innan raða Bharatiya Janata, stjórnarflokks Indlands, en þær þrifust áður aðeins á jaðrinum á meðal þjóðernissinnaðra hindúa. Flokkurinn reynir nú að setja lög til að glíma við meint vandamálið í nokkrum ríkjum. Hugmyndirnar um að múslimar reyni að snúa konum frá hindúatrú með því að giftast þeim eru stoðlausar að sögn sérfræðinga. Ráðherra í landsstjórninni sagði þinginu fyrr á þessu ári að ekkert slíkt tilfelli hefði verið skráð hjá alríkisyfirvöld og að hugtakið „ástarjíhad“ væri ekki til í indverskum lagabókstaf. Ellefu tilfelli um að konur hefðu skipt um trúarbrögð við giftingu fundust í Kerala-ríki árið 2018 en ekkert bendi til þess að það hefðu þær gert nauðugar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mörg pör á Indlandi eru af ólíkum trúarbrögðum. Rannsókn sem byggðist á gögnum frá árinu 2005 benti til þess að um 2% hjóna aðhylltust ekki sömu trúarbrögðin. Pör af ólíkri trúa hafa lengi sætt áreitni og jafnvel líflátshótunum á Indlandi, ekki síst frá öfgasinnuðum hindúum. Afgerandi meirihluti Indverja eru hindúar en múslimar eru fjölmennasti minnihlutahópurinn í landinu. Spenna á milli ólíkra trúarhópa hefur farið vaxandi á Indlandi undanfarin misseri. Ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra hefur verið sökuð um að ala á tortryggni í garð múslima og að beita þá misrétti. Mikil mótmælaalda gekk yfir Indland vegna laga stjórnar Modi um að veita öllum þeim sem komu ólöglega til Indlands frá nágrannalöndum þar sem múslimar eru í meirihluta ríkisborgararétt nema múslimum.
Indland Trúmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira