Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 16:00 Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu í dag. Eldingarnar á myndinni eru þó útlendar og tengjast fréttinni ekki beint. Vísir/getty Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveður, að sögn veðurfræðings. Íbúar á Suðurnesjum hafa heyrt drunur í þrumum nú síðdegis samhliða því að veður versnar. Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Áður höfðu viðvaranirnar aðeins verið appelsínugular á Breiðafirði og Faxaflóa. Þar hafa þær þegar tekið gildi en taka ekki gildi á hinum stöðunum fyrr en í kvöld. Viðvaranirnar fram eftir kvöldi.Skjáskot/veðurstofan Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að þrumur og eldingar geti fylgt öflugum éljum líkt og nú ganga yfir. Hann segir þau á Veðurstofunni hafa fengið tilkynningu um eina eldingu og þrumur í Reykjanesbæ en sú elding hafi þó ekki mælst á mælum. Tvær eldingar hafa mælst í Borgarfirði. „Í útlöndum þætti þetta mjög ómerkilegt, þar eru oft hundruð eldinga. Eldingin í Keflavík mældist reyndar ekki en þar heyrðist þruma og svo hafa tvær mælst í Borgarfirði, Íslendingum þykir þetta alltaf svolítið merkilegt,“ segir Teitur. „Þetta er til merkis um hvað þau eru öflug þessi él, þar er mikið uppstreymi sem myndar rafhleðslu sem síðan slær niður.“ Veður hefur verið slæmt á suður- og vesturhluta landsins það sem af er degi en hefur nú tekið að versna síðdegis. Teitur segir að veðrið muni ná hámarki á næstu tveimur tímunum og haldast síðan nokkuð stöðugt fram að miðnætti. „Þá slakar á en verður hálfleiðinlegt veður og éljagangur áfram á morgun,“ segir Teitur. Hefur þú náð myndefni af þrumum og eldingum í dag? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is. Áfram verður fylgst með framgangi veðursins í veðurvaktinni á Vísi í kvöld. Veður Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveður, að sögn veðurfræðings. Íbúar á Suðurnesjum hafa heyrt drunur í þrumum nú síðdegis samhliða því að veður versnar. Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Áður höfðu viðvaranirnar aðeins verið appelsínugular á Breiðafirði og Faxaflóa. Þar hafa þær þegar tekið gildi en taka ekki gildi á hinum stöðunum fyrr en í kvöld. Viðvaranirnar fram eftir kvöldi.Skjáskot/veðurstofan Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að þrumur og eldingar geti fylgt öflugum éljum líkt og nú ganga yfir. Hann segir þau á Veðurstofunni hafa fengið tilkynningu um eina eldingu og þrumur í Reykjanesbæ en sú elding hafi þó ekki mælst á mælum. Tvær eldingar hafa mælst í Borgarfirði. „Í útlöndum þætti þetta mjög ómerkilegt, þar eru oft hundruð eldinga. Eldingin í Keflavík mældist reyndar ekki en þar heyrðist þruma og svo hafa tvær mælst í Borgarfirði, Íslendingum þykir þetta alltaf svolítið merkilegt,“ segir Teitur. „Þetta er til merkis um hvað þau eru öflug þessi él, þar er mikið uppstreymi sem myndar rafhleðslu sem síðan slær niður.“ Veður hefur verið slæmt á suður- og vesturhluta landsins það sem af er degi en hefur nú tekið að versna síðdegis. Teitur segir að veðrið muni ná hámarki á næstu tveimur tímunum og haldast síðan nokkuð stöðugt fram að miðnætti. „Þá slakar á en verður hálfleiðinlegt veður og éljagangur áfram á morgun,“ segir Teitur. Hefur þú náð myndefni af þrumum og eldingum í dag? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is. Áfram verður fylgst með framgangi veðursins í veðurvaktinni á Vísi í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57