Agnar Smári: Erfitt að viðurkenna að maður sé með þennan sjúkdóm Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 26. nóvember 2020 21:00 Agnar Smári í leik með Val. Vísir/Bára Agnar Smári Jónsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar hann sig um átröskun en hann hefur glímt við sjúkdóminn undanfarin sex ár. Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun
Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira