Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn Sylvía Hall skrifar 28. nóvember 2020 23:29 Michael Gove segir ekki mögulegt að slaka á takmörkunum. Getty/Leon Neal Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins. Aðgerðir á landsvísu tóku síðast gildi þann 5. nóvember síðastliðinn, og sagði Boris Johnson forsætisráðherra það vera gert til þess að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað, flestar samkomur voru bannaðar en skólastarf hélt áfram. Þær svæðisbundnu aðgerðir sem taka við um mánaðamótin skiptast í þrjú þrep eftir stöðu faraldursins. Þau svæði þar sem faraldurinn er í hvað mestum vexti þurfa að búa við mestu takmarkanirnar, en þar er miðað við sex manna samkomubann á opinberum svæðum og veitingastöðum gert að loka nema fyrir heimsendingar eða sóttan mat. Þá er fólk ráðið frá ferðalögum til og frá svæðinu og fólk sem deilir ekki heimili má hvorki hittast innan né utandyra samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Þau svæði með „miðlungs“ áhættumat, sem er lægsta þrepið, búa við þónokkuð minni hömlur en þar er þó einnig sex manna samkomubann. Veitingastaðir og öldurhús mega hafa opið til klukkan 23 en fólk er hvatt til þess að takmarka ferðalög og vinna heiman frá sér. Þá eru áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum og tónleikum á þeim svæðum, en þó með takmörkunum. Faraldurinn í Bretlandi er á niðurleið en þó er staðan ekki góð. Síðasta sólarhringinn greindist 15.871 með kórónuveirusmit og 479 létust. Alls hafa því rétt rúmlega 58 þúsund látið lífið af völdum veirunnar frá því að faraldurinn hófst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast. 25. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Aðgerðir á landsvísu tóku síðast gildi þann 5. nóvember síðastliðinn, og sagði Boris Johnson forsætisráðherra það vera gert til þess að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað, flestar samkomur voru bannaðar en skólastarf hélt áfram. Þær svæðisbundnu aðgerðir sem taka við um mánaðamótin skiptast í þrjú þrep eftir stöðu faraldursins. Þau svæði þar sem faraldurinn er í hvað mestum vexti þurfa að búa við mestu takmarkanirnar, en þar er miðað við sex manna samkomubann á opinberum svæðum og veitingastöðum gert að loka nema fyrir heimsendingar eða sóttan mat. Þá er fólk ráðið frá ferðalögum til og frá svæðinu og fólk sem deilir ekki heimili má hvorki hittast innan né utandyra samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Þau svæði með „miðlungs“ áhættumat, sem er lægsta þrepið, búa við þónokkuð minni hömlur en þar er þó einnig sex manna samkomubann. Veitingastaðir og öldurhús mega hafa opið til klukkan 23 en fólk er hvatt til þess að takmarka ferðalög og vinna heiman frá sér. Þá eru áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum og tónleikum á þeim svæðum, en þó með takmörkunum. Faraldurinn í Bretlandi er á niðurleið en þó er staðan ekki góð. Síðasta sólarhringinn greindist 15.871 með kórónuveirusmit og 479 létust. Alls hafa því rétt rúmlega 58 þúsund látið lífið af völdum veirunnar frá því að faraldurinn hófst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast. 25. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31
Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast. 25. nóvember 2020 14:50