„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 15:04 Ingimar Helgi Finnsson og Hugi Halldórsson. Facebook/FantasyGandalf Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. „Hvenær ætlar þú að segja að hlaðvarp sé fjölmiðill og hvenær ekki?“ spyr Hugi en hann hefur fengið fyrirmæli frá fjölmiðlanefnd um að skrá sig sem fjölmiðil. Og „skrá sig“ eru einmitt þau orð sem ber að nota í þessu samhengi, þar sem Hugi vill meina að hlaðvarpið sitt sé miklu nær því að vera blogg en fjölmiðill. „Ég mæti bara einu sinni í viku og segi það sem mér finnst. Þetta er eins og að skrifa pistil; þetta er bara blogg,“ útskýrir Hugi og vísar í nýyrði sem hann segir nærtækast að nota: Bloggvarp. Þess ber að geta að í lögum um fjölmiðla er hvergi talað um hlaðvörp nema í hugtakaskýringum. Hvenær er hlaðvarp fjölmiðill? Að minnsta kosti þrír hlaðvarparar hafa fengið bréf frá fjölmiðlanefnd þar sem þeir eru skikkaðir til að skrá sig sem fjölmiðla. Tilefnið, a.m.k. í tilviki FantasyGandalf, eru auglýsingar frá veðmálafyrirtækisins Coolbet en þær eru ólöglegar í íslenskum fjölmiðlum þar sem fyrirtækið hefur ekki heimild til veðmálastarfsemi hérlendis. Í samskiptum fjölmiðlanefndar við Huga kemur hins vegar ekkert fram um það á hvaða forsendum honum er gert að skrá hlaðvarpið sem fjölmiðil né hvaða hlaðvörp falli undir fjölmiðlalög að mati fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir, formaður nefndarinnar, sagði sjálf í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ljóst að ekki væru öll hlaðvörp fjölmiðlar. Hún gaf enga skýringu á því hvaða viðmiðum nefndin færi eftir í ákvörðunum sínum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Á leið í „helvíti stóra rassíu“ „Ef ég þarf að skrá mig þurfa helvíti mörg hlaðvörp að skrá sig,“ segir Hugi en hann metur fjöldann á bilinu 200-300 hér á landi. Hann vísar til orða Elfu um að gerður sé greinarmunur á vefmiðlum og bloggi og segir að ef fjölmiðlanefnd ætli í „þessa vegferð“ þá verði sömuleiðis að gera greinarmun á fjölmiðlavörpum og bloggvörpum. „Þetta er ormagryfja,“ segir hann. „Mér finnst þau vera að teygja sig helvíti langt gagnvart mér og fyrst þau eru byrjuð á þessu þá þurfa þau að fara í helvíti stóra rassíu.“ Hugi segir að skýrar reglur verði að gilda og að fjölmiðlanefnd verði að rökstyðja ákvarðanir sínar greinilega þegar kemur að því að gera upp á milli hlaðvarpa. „Þú getur ekki bara sagt: Þú mátt gera þetta en ekki þú.“ Mun skrá sig ef fjölmiðlanefnd skýrir mál sitt Hvað varðar FantasyGandalf sé ljóst að hann hafi hvorki atvinnu af hlaðvarpinu né sé því ritstýrt. Það sé vettvangur til að koma skoðunum á framfæri, líkt og blogg. „Ég mun skrá mig sem fjölmiðil ef ég fæ almennileg og skýr rök. Ég þarf að fá greinargóðar og ítarlegar skýringar á því af hverju ég sérstaklega fell undir þessi lög,“ segir Hugi, sem hefur svarað erindi fjölmiðlanefndar. Hann segist hafa heyrt því fleygt að í ákvörðunum sínum um hlaðvörpin sé fjölmiðlanefnd að styðjast við Evrópulöggjöf sem enn hafi ekki verið innleidd hérlendis. „Ég er alveg til í að fylgja lögum en það eru engin lög um þetta. Ef þau eru að túlka einhver lög þannig að þau gildi um mig, þá þarf greinilega bara að útskýra það fyrir mér eins og ég sé fimm ára.“ Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Hvenær ætlar þú að segja að hlaðvarp sé fjölmiðill og hvenær ekki?“ spyr Hugi en hann hefur fengið fyrirmæli frá fjölmiðlanefnd um að skrá sig sem fjölmiðil. Og „skrá sig“ eru einmitt þau orð sem ber að nota í þessu samhengi, þar sem Hugi vill meina að hlaðvarpið sitt sé miklu nær því að vera blogg en fjölmiðill. „Ég mæti bara einu sinni í viku og segi það sem mér finnst. Þetta er eins og að skrifa pistil; þetta er bara blogg,“ útskýrir Hugi og vísar í nýyrði sem hann segir nærtækast að nota: Bloggvarp. Þess ber að geta að í lögum um fjölmiðla er hvergi talað um hlaðvörp nema í hugtakaskýringum. Hvenær er hlaðvarp fjölmiðill? Að minnsta kosti þrír hlaðvarparar hafa fengið bréf frá fjölmiðlanefnd þar sem þeir eru skikkaðir til að skrá sig sem fjölmiðla. Tilefnið, a.m.k. í tilviki FantasyGandalf, eru auglýsingar frá veðmálafyrirtækisins Coolbet en þær eru ólöglegar í íslenskum fjölmiðlum þar sem fyrirtækið hefur ekki heimild til veðmálastarfsemi hérlendis. Í samskiptum fjölmiðlanefndar við Huga kemur hins vegar ekkert fram um það á hvaða forsendum honum er gert að skrá hlaðvarpið sem fjölmiðil né hvaða hlaðvörp falli undir fjölmiðlalög að mati fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir, formaður nefndarinnar, sagði sjálf í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ljóst að ekki væru öll hlaðvörp fjölmiðlar. Hún gaf enga skýringu á því hvaða viðmiðum nefndin færi eftir í ákvörðunum sínum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Á leið í „helvíti stóra rassíu“ „Ef ég þarf að skrá mig þurfa helvíti mörg hlaðvörp að skrá sig,“ segir Hugi en hann metur fjöldann á bilinu 200-300 hér á landi. Hann vísar til orða Elfu um að gerður sé greinarmunur á vefmiðlum og bloggi og segir að ef fjölmiðlanefnd ætli í „þessa vegferð“ þá verði sömuleiðis að gera greinarmun á fjölmiðlavörpum og bloggvörpum. „Þetta er ormagryfja,“ segir hann. „Mér finnst þau vera að teygja sig helvíti langt gagnvart mér og fyrst þau eru byrjuð á þessu þá þurfa þau að fara í helvíti stóra rassíu.“ Hugi segir að skýrar reglur verði að gilda og að fjölmiðlanefnd verði að rökstyðja ákvarðanir sínar greinilega þegar kemur að því að gera upp á milli hlaðvarpa. „Þú getur ekki bara sagt: Þú mátt gera þetta en ekki þú.“ Mun skrá sig ef fjölmiðlanefnd skýrir mál sitt Hvað varðar FantasyGandalf sé ljóst að hann hafi hvorki atvinnu af hlaðvarpinu né sé því ritstýrt. Það sé vettvangur til að koma skoðunum á framfæri, líkt og blogg. „Ég mun skrá mig sem fjölmiðil ef ég fæ almennileg og skýr rök. Ég þarf að fá greinargóðar og ítarlegar skýringar á því af hverju ég sérstaklega fell undir þessi lög,“ segir Hugi, sem hefur svarað erindi fjölmiðlanefndar. Hann segist hafa heyrt því fleygt að í ákvörðunum sínum um hlaðvörpin sé fjölmiðlanefnd að styðjast við Evrópulöggjöf sem enn hafi ekki verið innleidd hérlendis. „Ég er alveg til í að fylgja lögum en það eru engin lög um þetta. Ef þau eru að túlka einhver lög þannig að þau gildi um mig, þá þarf greinilega bara að útskýra það fyrir mér eins og ég sé fimm ára.“
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira