Telja ekki hagsmuni barna að eineltismál séu rekin í fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 12:48 Garðaskóli í Garðabæ. Garðaskóli Bæjarstjóri í Garðabæ segir að í undantekningartilfellum dugi ekki aðgerðaráætlanir í eineltismálum til að leysa mál sem komi upp. Mál sem varði samskiptavandamál geti verið sérstaklega erfið þegar börn eigi í hlut. Þá hafi börn ekki hag af því að slík mál séu rakin í fjölmiðlum. Ríkisútvarpið greindi frá málinu um helgina sem snýr að ungri stúlku í Garðabæ. Foreldrar hennar urðu þess áskynja að henni liði ekki vel í Hofstaðaskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Eftir flutning yfir í Garðaskóla, sem er fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, var svo komið að foreldrar ákváðu að halda henni heima. Hún er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagsstörfum. Foreldrar barnsins segjast ráðþrota vegna skorts á svörum frá skólanum og bæjaryfirvöldum. Engin bein samskipti við foreldra Foreldrar barnsins segja um eineltismál að ræða á meðan skólayfirvöld vísi til samskiptavanda. RÚV sagði frá því að tilfinningaþrunginn fundur foreldra með skólayfirvöldum hefði farið fram hafi foreldrum verið meinað að hafa samband í tölvupósti eða síma. Öll samskipti fari fram í gegnum millilið. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi bréf til bæjarstjóra Garðabæjar í nóvember og lýsti yfir áhyggjum á því að málið væri komið í þennan farvegi. Ekki samrýmdist lögum að loka á samskipti við foreldra. Þá væri óeðlilegt að málinu hefði verið lokað í júní án þess að fullnægjandi árangur hefði náðst. Lögbundin skylda hvíli á Garðabæ að takast á við vandann. Segir starfsmenn vinna faglega að lausn Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri Garðaskóla, hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem það varði málefni einstakra nemenda. Bæjarstjóri í Garðabæ sendir frá sér tilkynningu í dag þar sem hann svarar gagnrýni á almennum nótum. „Bæði sveitarfélagið og grunnskólar þess leggja ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda í skólanum. Starfsmenn grunnskólanna og sveitarfélagsins leggja sig þannig fram í störfum sínum og vinna faglega að lausn allra þeirra mála sem upp koma í skólasamfélaginu,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. „Í Garðabæ eru slík mál unnin í samræmi við viðeigandi aðgerðaráætlanir, sem sæta sífelldri endurskoðun. Vinnu eftir slíkum áætlunum er ætlað að tryggja faglega og vandaða málsmeðferð með það að leiðarljósi að ná fram farsælli lausn og tryggja hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga.“ Í undantekningartilfellum dugi það hins vegar því miður ekki til. Málið í vinnslu í ráðuneytinu „Mál er varða samskipti og samskiptavandamál eru sérstaklega erfið og vandmeðfarin, sér í lagi þegar börn eiga í hlut. Eðli slíkra mála er að á þeim geta verið margar hliðar og sæta stöðugri úrvinnslu starfsmanna og annarra fagaðila þar til að viðunandi lausn fæst.“ Þannig hafi starfsmenn grunnskólans og sveitarfélagsins lagt mikla vinnu í að leita leiða til að leysa umrætt mál á öllum stigum þess, og leitað ráðgjafar utanaðkomandi fagaðila, m.a. fagráðs eineltismála. Málið sé og hafi verið í stöðugri vinnslu, m.a. með aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Að öðru leyti vísar sveitarfélagið til þess að það getur ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál sem til meðferðar eru og mun því ekki taka þátt frekari fjölmiðlaumfjöllun eða annarri umræðu um málið. Af hálfu Garðabæjar er þó rétt að taka fram að sveitarfélagið telur það ekki hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga, að mál sem þetta sé rekið í fjölmiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að stúlkan hefði hætt í Hofstaðaskóla en það var ekki rétt. Garðabær Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34 Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá málinu um helgina sem snýr að ungri stúlku í Garðabæ. Foreldrar hennar urðu þess áskynja að henni liði ekki vel í Hofstaðaskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Eftir flutning yfir í Garðaskóla, sem er fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, var svo komið að foreldrar ákváðu að halda henni heima. Hún er nú í heimakennslu og tekur engan þátt í félagsstörfum. Foreldrar barnsins segjast ráðþrota vegna skorts á svörum frá skólanum og bæjaryfirvöldum. Engin bein samskipti við foreldra Foreldrar barnsins segja um eineltismál að ræða á meðan skólayfirvöld vísi til samskiptavanda. RÚV sagði frá því að tilfinningaþrunginn fundur foreldra með skólayfirvöldum hefði farið fram hafi foreldrum verið meinað að hafa samband í tölvupósti eða síma. Öll samskipti fari fram í gegnum millilið. Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi bréf til bæjarstjóra Garðabæjar í nóvember og lýsti yfir áhyggjum á því að málið væri komið í þennan farvegi. Ekki samrýmdist lögum að loka á samskipti við foreldra. Þá væri óeðlilegt að málinu hefði verið lokað í júní án þess að fullnægjandi árangur hefði náðst. Lögbundin skylda hvíli á Garðabæ að takast á við vandann. Segir starfsmenn vinna faglega að lausn Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri Garðaskóla, hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem það varði málefni einstakra nemenda. Bæjarstjóri í Garðabæ sendir frá sér tilkynningu í dag þar sem hann svarar gagnrýni á almennum nótum. „Bæði sveitarfélagið og grunnskólar þess leggja ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda í skólanum. Starfsmenn grunnskólanna og sveitarfélagsins leggja sig þannig fram í störfum sínum og vinna faglega að lausn allra þeirra mála sem upp koma í skólasamfélaginu,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri. „Í Garðabæ eru slík mál unnin í samræmi við viðeigandi aðgerðaráætlanir, sem sæta sífelldri endurskoðun. Vinnu eftir slíkum áætlunum er ætlað að tryggja faglega og vandaða málsmeðferð með það að leiðarljósi að ná fram farsælli lausn og tryggja hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga.“ Í undantekningartilfellum dugi það hins vegar því miður ekki til. Málið í vinnslu í ráðuneytinu „Mál er varða samskipti og samskiptavandamál eru sérstaklega erfið og vandmeðfarin, sér í lagi þegar börn eiga í hlut. Eðli slíkra mála er að á þeim geta verið margar hliðar og sæta stöðugri úrvinnslu starfsmanna og annarra fagaðila þar til að viðunandi lausn fæst.“ Þannig hafi starfsmenn grunnskólans og sveitarfélagsins lagt mikla vinnu í að leita leiða til að leysa umrætt mál á öllum stigum þess, og leitað ráðgjafar utanaðkomandi fagaðila, m.a. fagráðs eineltismála. Málið sé og hafi verið í stöðugri vinnslu, m.a. með aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Að öðru leyti vísar sveitarfélagið til þess að það getur ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál sem til meðferðar eru og mun því ekki taka þátt frekari fjölmiðlaumfjöllun eða annarri umræðu um málið. Af hálfu Garðabæjar er þó rétt að taka fram að sveitarfélagið telur það ekki hagsmuni þeirra barna sem í hlut eiga, að mál sem þetta sé rekið í fjölmiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að stúlkan hefði hætt í Hofstaðaskóla en það var ekki rétt.
Garðabær Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Réttindi barna Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34 Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. 25. október 2020 23:34