Fólk hafi meginmarkmið sóttvarna í huga í desember Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 15:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Horfa verður til meginmarkmiða sóttvarnaaðgerða þegar ákvarðanir eru teknar um mannamót í desember, frekar en einstaka regla. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en yfirvöld hafa hvatt fólk til að velja sér „jólavini“ til að draga úr smithættu. Á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins var mönnum tíðrætt um „jólakúlur“, þ.e. að fólk ímyndaði sér sig og útvalda í kúlu yfir jólin. Reglur gera hins vegar ráð fyrir tíu manna samkomutakmörkunum og því spyrja margir sig hvort leyfilegt sé að hitta tíu manns í einu jólaboði og tíu í öðru. „Nei, það er grunnprinsippið í þessum smitvörnum sem við erum að fylgja að við erum að reyna að umgangast eins fáa og mögulegt er,“ svarar Þórólfur í samtali við Vísi. „Það að fara bara eftir tíu manna reglunni og tveggja metra reglunni en hitta mjög marga hópa hvern á fætur öðrum þar sem eru ólíkir einstaklingar... það samrýmist ekki þessum grundvallar sýkingarvörnum sem við erum að predika.“ Ráðleggingar varðandi jólahald hafa verið birtar á upplýsingasvæðinu Covid.is en Þórólfur segir um að ræða „lifandi skjal“, sem verði uppfært eftir því sem tilefni gefa til. Endurskoða mögulega bólusetningu barna Hefð fyrir mannamótum um jólin og sú staðreynd að menn eygja nú ljós við enda ganganna vekja áhyggur af því að fólk fari að slaka á í sóttvörnum en Þórólfur segir nokkurn tíma í að við sjáum fyrir endann á þeim. Í fyrsta lagi þurfi að bólusetja alla tvisvar og þá sé ljóst að bólusetning forgangshópa muni ekki duga til að ná því hjarðónæmi sem þarf til. „Við þurfum að fá svolítið gott hjarðónæmi í þjóðina áður en við getum verið viss um að veiran nái ekki að breiða úr sér. Vörnin næst þegar 60% af þjóðinni hefur verið bólusett, ef við áætlum að bóluefnin virki 90% eða betur. Þannig að þetta getur tekið svolítinn tíma að aflétta öllum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Spurður um þá ákvörðun að bólusetja ekki börn fædd 2006 og seinna, sérstaklega í ljósi þeirra alvarlegu aukaverkana sem sum upplifa í kjölfar Covid-19 sýkingar, segir Þórólfur hana mögulega verða endurskoðaða. Vísir greindi frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði fengið svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar Covid-19 veikinda en hann var áður við fulla heilsu. „Nú vitum við ekki nákvæmlega hverjar líkurar eru á að barn fái þessa aukaverkun eftir sýkingu. Það á eftir að koma betur í ljós,“ segir Þórólfur. „Þá þarf að vega og meta hvort það borgar sig að bólusetja öll börn til að koma í veg fyrir aukaverkunina. En vel að merkja, ef við náum að bólusetja eldri aldurshópa mjög vel, þá á staðan í samfélaginu að vera þannig að veiran nær sér ekki á strik og þar með eru börnin líka varin.“ Þetta þurfi þó að skoða miklu betur. Eitt bóluefni nægir Nokkur fyrirtæki keppast nú um að koma bóluefni á markað. Aðferðafræðin við hönnun og útfærslu bóluefnanna er ólík og því vaknar sú spurning hvort fólk ætti að láta bólusetja sig með fleiri en einu efni þegar framboðið er farið að halda í við eftirspurnina. „Það er enginn tilgangur í því í sjálfu sér því þessi bóluefni eru byggð upp eins; það er að segja til að framkalla mótefnasvar á sama yfirborðsvaka veirunnar. Þannig að það væri enginn tilgangur í því. Nema það komi í ljós að það sé einhver gríðarlegur munur milli bóluefna,“ svarar Þórólfur. Hvað varðar þróun smitvarna á landamærunum í kjölfar bólusetninga segir Þórólfur tímann verða að leiða í ljós hvernig fer. Líklega verði að taka tillit til margra þátta á landamærunum í fyllingu tímans en erlend vottorð um yfirstaðin Covid-19 veikindi verði t.d. tekin gild frá 10. desember. Spurður að því hvort til greina komi að horfa til þess hvaðan fólk er að koma, hvort það sé til dæmis að koma frá löndum þar sem þátttaka í bólusetningu sé dræm, segir hann réttara að ráða vottorð gilda. „Ég held það verði að horfa til einstaklingsbundinna þátta frekar en hvað er að gerast í öllu samfélaginu. Það er óréttlátt,“ segir hann. „Ef bólusetning er 50% þá verður að horfa til þess einstaklingsbundið hvaða 50% hafa fengið bólusetningu frekar en að láta eitt yfir alla ganga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust innanlands Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. 30. nóvember 2020 10:55 Svona var 142. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 30. nóvember 2020 10:21 „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins var mönnum tíðrætt um „jólakúlur“, þ.e. að fólk ímyndaði sér sig og útvalda í kúlu yfir jólin. Reglur gera hins vegar ráð fyrir tíu manna samkomutakmörkunum og því spyrja margir sig hvort leyfilegt sé að hitta tíu manns í einu jólaboði og tíu í öðru. „Nei, það er grunnprinsippið í þessum smitvörnum sem við erum að fylgja að við erum að reyna að umgangast eins fáa og mögulegt er,“ svarar Þórólfur í samtali við Vísi. „Það að fara bara eftir tíu manna reglunni og tveggja metra reglunni en hitta mjög marga hópa hvern á fætur öðrum þar sem eru ólíkir einstaklingar... það samrýmist ekki þessum grundvallar sýkingarvörnum sem við erum að predika.“ Ráðleggingar varðandi jólahald hafa verið birtar á upplýsingasvæðinu Covid.is en Þórólfur segir um að ræða „lifandi skjal“, sem verði uppfært eftir því sem tilefni gefa til. Endurskoða mögulega bólusetningu barna Hefð fyrir mannamótum um jólin og sú staðreynd að menn eygja nú ljós við enda ganganna vekja áhyggur af því að fólk fari að slaka á í sóttvörnum en Þórólfur segir nokkurn tíma í að við sjáum fyrir endann á þeim. Í fyrsta lagi þurfi að bólusetja alla tvisvar og þá sé ljóst að bólusetning forgangshópa muni ekki duga til að ná því hjarðónæmi sem þarf til. „Við þurfum að fá svolítið gott hjarðónæmi í þjóðina áður en við getum verið viss um að veiran nái ekki að breiða úr sér. Vörnin næst þegar 60% af þjóðinni hefur verið bólusett, ef við áætlum að bóluefnin virki 90% eða betur. Þannig að þetta getur tekið svolítinn tíma að aflétta öllum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Spurður um þá ákvörðun að bólusetja ekki börn fædd 2006 og seinna, sérstaklega í ljósi þeirra alvarlegu aukaverkana sem sum upplifa í kjölfar Covid-19 sýkingar, segir Þórólfur hana mögulega verða endurskoðaða. Vísir greindi frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði fengið svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar Covid-19 veikinda en hann var áður við fulla heilsu. „Nú vitum við ekki nákvæmlega hverjar líkurar eru á að barn fái þessa aukaverkun eftir sýkingu. Það á eftir að koma betur í ljós,“ segir Þórólfur. „Þá þarf að vega og meta hvort það borgar sig að bólusetja öll börn til að koma í veg fyrir aukaverkunina. En vel að merkja, ef við náum að bólusetja eldri aldurshópa mjög vel, þá á staðan í samfélaginu að vera þannig að veiran nær sér ekki á strik og þar með eru börnin líka varin.“ Þetta þurfi þó að skoða miklu betur. Eitt bóluefni nægir Nokkur fyrirtæki keppast nú um að koma bóluefni á markað. Aðferðafræðin við hönnun og útfærslu bóluefnanna er ólík og því vaknar sú spurning hvort fólk ætti að láta bólusetja sig með fleiri en einu efni þegar framboðið er farið að halda í við eftirspurnina. „Það er enginn tilgangur í því í sjálfu sér því þessi bóluefni eru byggð upp eins; það er að segja til að framkalla mótefnasvar á sama yfirborðsvaka veirunnar. Þannig að það væri enginn tilgangur í því. Nema það komi í ljós að það sé einhver gríðarlegur munur milli bóluefna,“ svarar Þórólfur. Hvað varðar þróun smitvarna á landamærunum í kjölfar bólusetninga segir Þórólfur tímann verða að leiða í ljós hvernig fer. Líklega verði að taka tillit til margra þátta á landamærunum í fyllingu tímans en erlend vottorð um yfirstaðin Covid-19 veikindi verði t.d. tekin gild frá 10. desember. Spurður að því hvort til greina komi að horfa til þess hvaðan fólk er að koma, hvort það sé til dæmis að koma frá löndum þar sem þátttaka í bólusetningu sé dræm, segir hann réttara að ráða vottorð gilda. „Ég held það verði að horfa til einstaklingsbundinna þátta frekar en hvað er að gerast í öllu samfélaginu. Það er óréttlátt,“ segir hann. „Ef bólusetning er 50% þá verður að horfa til þess einstaklingsbundið hvaða 50% hafa fengið bólusetningu frekar en að láta eitt yfir alla ganga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust innanlands Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. 30. nóvember 2020 10:55 Svona var 142. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 30. nóvember 2020 10:21 „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Átta greindust innanlands Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. 30. nóvember 2020 10:55
Svona var 142. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 30. nóvember 2020 10:21
„Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent