Á að dusta rykið af svokölluðu Salek samkomulagi? Vilhjálmur Birgisson skrifar 1. desember 2020 13:01 Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur ríkisstjórn Íslands skipað nefnd um gerð grænbókar um kjarasamninga og vinnumarkaðsmál. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra í lok apríl á næsta ári svo unnt verði að taka hana til umfjöllunar fyrir þinglok. Í nefndinni, sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði, eiga sæti þau Henný Hinz, aðstoðarmaður ríkisstjórnar sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Elín Blöndal, aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Bifröst, og Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur. Það er mat mitt að með þessari grænbókarnefnd stjórnvalda og gríðarlegum stuðningi Samtaka atvinnulífsins eigi að gera harða atlögu að því að dusta rykið af svokölluðu Salek samkomulagi sem undirritað var í október 2015. Í Salek samkomulaginu var kveðið á um að koma ætti á nýju samningalíkani við gerð kjarasamninga að norrænni fyrirmynd og stefnt var á að þetta nýja samningalíkan tæki gildi fyrir árið 2017. Það er engum vafa undirorpið að gagnrýni Verkalýðsfélags Akraness á Salek samkomulagið á sínum tíma varð þess valdandi að það komst sem betur fer ekki á laggirnar en það var ekkert stéttarfélag á Íslandi sem barðist jafn mikið gegn þessu Salek samkomulagi og VLFA. Rétt er að rifja upp að fyrrverandi og að hluta til núverandi forysta ASÍ tók þátt í að undirrita samkomulag um Salek árið 2015 og átti það samkomulag að verða leiðarvísir að nýju vinnumarkaðsmódeli. Þetta nýja vinnumarkaðsmódel gekk út á að takmarka samningsrétt stéttarfélaganna og taka upp miðstýrða ákvörðunartöku um hvert svigrúm til launabreytinga geti verið. Semsagt að ætíð yrði samið um hófstilltar launahækkanir sem væru á bilinu 2 til 3,5% Það er líka rétt að rifja upp að þeir sem vildu brjóta niður frjálsan samningsrétt launafólks lét aðila frá Noregi gera skýrslu sem bar heitið „Nýtt samningalíkan fyrir Ísland“ Í viðtali við Steinar Holden sem gerði skýrsluna fyrir Salek hópinn árið 2015 kom eftirfarandi fram sem segir allt sem segja þarf um þetta ágæta fólk vildi taka upp: „Þar sem hóflegar launahækkanir leiða til aukins hagnaðar fyrirtækjanna er mikilvægt að meðlimir stéttarfélaganna sjái þær hafa jákvæð áhrif á fjárfestingar og atvinnustig en hafi ekki eingöngu í för með sér hærri arðgreiðslur eða launahækkanir æðstu stjórnenda.“ Hugsið ykkur að um þetta snerist nýtt vinnumarkaðsmódel, að takmarka og skerða frjálsan samningsrétt launafólks til þess eins að miðstýra kjarasamningsgerð og tryggja að samið yrði með afar hófstilltum hætti til að auka hagnað fyrirtækja enn frekar. Að hugsa sér að á þessum árum var Verkalýðsfélag Akraness nánast eitt stéttarfélaga í baráttu gegn þessu Salek samkomulagi og fékk meira að segja harða gagnrýni frá mörgum aðilum innan verkalýðshreyfingarinnar og margir hafa ekki enn fyrirgefið Verkalýðsfélagi Akraness fyrir baráttu sína gegn þessu vinnumarkaðsmódeli. Verkalýðsfélag Akraness er stolt af því að hafa farið fremst í því að brjóta þessa hugmyndafræði græðginnar fyrir fyrirtækin á kostnað launafólks á bak aftur. Enda gengur þetta vinnumarkaðsmódel út á að skerða og takmarka samningsrétt launafólks. Það átti ekkert að horfa til sambærilegs vaxtastigs, verðtryggingar, tryggingar og vöruverðs á Norðurlöndunum. Nei, bara semja um hóflegar launahækkanir. En rétt er að geta þess að það kostar fjögurra manna fjölskyldu 150.000 krónum meira að greiða af húsnæðislánum, tryggingum og kaupa í matinn í hverjum mánuði en í hinum Norðurlöndunum. Það er mat mitt að eins og nýtt vinnumarkaðsmódel var hugsað þá var það eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og á stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi. Að þessu sögðu ítreka ég að ég óttast að þessi nýja grænbókarnefnd ríkisstjórnarinnar ætli sér að dusta rykið ef þessum Salek hugmyndum og gera enn eina atlögu að frjálsum samningsrétti launafólks til þess eins að þóknast auðvaldinu hér á landi. Rétt er að rifja upp hvað forsætisráðherra sagði nýverið um að skerða og takmarka einn mikilvægasta rétt launafólks sem er verkfallsrétturinn. En orðrétt sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Við viljum leysa deilur við samningaborðið og raunar finnst mér ljóður á okkar kerfi að ríkissáttasemjari hafi ekki heimild til þess að fresta verkföllum. Slíkar heimildir hafa sáttasemjarar víða á Norðurlöndunum svo dæmi sé tekið.“ Ég skal fúslega viðurkenna að maður fær það sterklega á tilfinninguna að nú eigi enn og aftur að þóknast auðvaldinu og vinna að því að takmarka og skerða rétt verkalýðshreyfingarinnar sem hún hefur til að krefjast þess að launafólk fái réttláta og sanngjarna hlutdeild í verðamætasköpun fyrirtækja. Það kemur mér verulega á óvart ef slík aðför verður gerð af hálfu félagshyggjuflokka eins og Framsóknarflokksins og Vinstri grænna gagnvart verkalýðshreyfingunni. Það er nöturlegt að hlusta á stjórnmálamenn og fulltrúa atvinnulífsins dásama vinnumarkaðsmódelið á Norðurlöndunum sem er svo sannarlega ekki gallalaust enda er þátttaka launafólks í verkalýðshreyfingunni á hröðu undanhaldi á Norðurlöndunum m.a. sökum þess hversu miðstýrð hreyfingin er þar. Hér á landi eru um eða yfir 90% launafólks í stéttarfélögum en á Norðurlöndunum er þátttaka þar komin í sumum tilfellum um eða undir 50%. Mikilvægi stéttarfélaga Ég tók við formennsku í Verkalýðsfélagi Akraness árið 2004 og trúið mér að hafi ég efast um mikilvægi stéttarfélaga þá hvarf sá efi strax út um gluggann á fyrstu dögum mínum í því að stýra stéttarfélagi. Frá árinu 2004 hefur Verkalýðsfélag Akraness innheimt vegna kjarasamningsbrota um einn milljarð og er þá ekki verið að taka tillit til margfeldisáhrifa sem sum innheimtumálin hafa haft á framtíðar leiðréttingar á kjörum minna félagsmanna. Að sjálfsögðu eru fjölmargir atvinnurekendur sem koma fram af virðingu og sanngirni gagnvart sínum starfsmönnum en trúið mér það eru svo sannarlega til drullusokkar innan raða atvinnurekanda sem víla ekki fyrir sér að þverbrjóta á kjarasamningsbundnum réttindum launafólks. Mér er það algjörlega til efs að nokkurt stéttarfélag á Íslandi hafi farið jafn oft með ágreiningsmál sem ekki hefur tekist að leysa í sátt við atvinnurekendur fyrir dómstóla, miðað við stærð félagsins. VLFA hefur farið með yfir 20 mál fyrir dómstóla frá árinu 2004 og unnið 90% að hluta eða öllu leyti. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að í síðasta mánuði vann Verkalýðsfélag Akraness mál fyrir Landsrétti sem mun skila félagsmönnum VLFA sem heyrðu undir málið uppundir 100 milljónum. „Leikurinn“ á milli hins vinnandi manns og atvinnurekandans er svo gríðarlega ójafn að það er vart hægt að hafa orð á því. Því er svo mikilvægt fyrir launafólk að hafa sterk og öflug stéttarfélög á bakvið sig til að jafna þennan gríðarlega aðstöðumun á milli launafólks og atvinnurekandans. Að öllu þessu sögðu er það sorglegt og þyngra en tárum taki að skynja að stjórnvöld skuli hafa einbeittan vilja til að skerða getu stéttarfélaga til að sinna sínu mikilvæga starfi sem er að tryggja lífsafkomu launafólks og verja réttindi þeirra. Eitt er víst að öllum slíkum skerðingum á getu verkalýðshreyfingarinnar til að sinna þessu hlutverki af hálfu stjórnvalda og atvinnurekenda verður mætt af fullri hörku. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur ríkisstjórn Íslands skipað nefnd um gerð grænbókar um kjarasamninga og vinnumarkaðsmál. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra í lok apríl á næsta ári svo unnt verði að taka hana til umfjöllunar fyrir þinglok. Í nefndinni, sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði, eiga sæti þau Henný Hinz, aðstoðarmaður ríkisstjórnar sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Elín Blöndal, aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Bifröst, og Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur. Það er mat mitt að með þessari grænbókarnefnd stjórnvalda og gríðarlegum stuðningi Samtaka atvinnulífsins eigi að gera harða atlögu að því að dusta rykið af svokölluðu Salek samkomulagi sem undirritað var í október 2015. Í Salek samkomulaginu var kveðið á um að koma ætti á nýju samningalíkani við gerð kjarasamninga að norrænni fyrirmynd og stefnt var á að þetta nýja samningalíkan tæki gildi fyrir árið 2017. Það er engum vafa undirorpið að gagnrýni Verkalýðsfélags Akraness á Salek samkomulagið á sínum tíma varð þess valdandi að það komst sem betur fer ekki á laggirnar en það var ekkert stéttarfélag á Íslandi sem barðist jafn mikið gegn þessu Salek samkomulagi og VLFA. Rétt er að rifja upp að fyrrverandi og að hluta til núverandi forysta ASÍ tók þátt í að undirrita samkomulag um Salek árið 2015 og átti það samkomulag að verða leiðarvísir að nýju vinnumarkaðsmódeli. Þetta nýja vinnumarkaðsmódel gekk út á að takmarka samningsrétt stéttarfélaganna og taka upp miðstýrða ákvörðunartöku um hvert svigrúm til launabreytinga geti verið. Semsagt að ætíð yrði samið um hófstilltar launahækkanir sem væru á bilinu 2 til 3,5% Það er líka rétt að rifja upp að þeir sem vildu brjóta niður frjálsan samningsrétt launafólks lét aðila frá Noregi gera skýrslu sem bar heitið „Nýtt samningalíkan fyrir Ísland“ Í viðtali við Steinar Holden sem gerði skýrsluna fyrir Salek hópinn árið 2015 kom eftirfarandi fram sem segir allt sem segja þarf um þetta ágæta fólk vildi taka upp: „Þar sem hóflegar launahækkanir leiða til aukins hagnaðar fyrirtækjanna er mikilvægt að meðlimir stéttarfélaganna sjái þær hafa jákvæð áhrif á fjárfestingar og atvinnustig en hafi ekki eingöngu í för með sér hærri arðgreiðslur eða launahækkanir æðstu stjórnenda.“ Hugsið ykkur að um þetta snerist nýtt vinnumarkaðsmódel, að takmarka og skerða frjálsan samningsrétt launafólks til þess eins að miðstýra kjarasamningsgerð og tryggja að samið yrði með afar hófstilltum hætti til að auka hagnað fyrirtækja enn frekar. Að hugsa sér að á þessum árum var Verkalýðsfélag Akraness nánast eitt stéttarfélaga í baráttu gegn þessu Salek samkomulagi og fékk meira að segja harða gagnrýni frá mörgum aðilum innan verkalýðshreyfingarinnar og margir hafa ekki enn fyrirgefið Verkalýðsfélagi Akraness fyrir baráttu sína gegn þessu vinnumarkaðsmódeli. Verkalýðsfélag Akraness er stolt af því að hafa farið fremst í því að brjóta þessa hugmyndafræði græðginnar fyrir fyrirtækin á kostnað launafólks á bak aftur. Enda gengur þetta vinnumarkaðsmódel út á að skerða og takmarka samningsrétt launafólks. Það átti ekkert að horfa til sambærilegs vaxtastigs, verðtryggingar, tryggingar og vöruverðs á Norðurlöndunum. Nei, bara semja um hóflegar launahækkanir. En rétt er að geta þess að það kostar fjögurra manna fjölskyldu 150.000 krónum meira að greiða af húsnæðislánum, tryggingum og kaupa í matinn í hverjum mánuði en í hinum Norðurlöndunum. Það er mat mitt að eins og nýtt vinnumarkaðsmódel var hugsað þá var það eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og á stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi. Að þessu sögðu ítreka ég að ég óttast að þessi nýja grænbókarnefnd ríkisstjórnarinnar ætli sér að dusta rykið ef þessum Salek hugmyndum og gera enn eina atlögu að frjálsum samningsrétti launafólks til þess eins að þóknast auðvaldinu hér á landi. Rétt er að rifja upp hvað forsætisráðherra sagði nýverið um að skerða og takmarka einn mikilvægasta rétt launafólks sem er verkfallsrétturinn. En orðrétt sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Við viljum leysa deilur við samningaborðið og raunar finnst mér ljóður á okkar kerfi að ríkissáttasemjari hafi ekki heimild til þess að fresta verkföllum. Slíkar heimildir hafa sáttasemjarar víða á Norðurlöndunum svo dæmi sé tekið.“ Ég skal fúslega viðurkenna að maður fær það sterklega á tilfinninguna að nú eigi enn og aftur að þóknast auðvaldinu og vinna að því að takmarka og skerða rétt verkalýðshreyfingarinnar sem hún hefur til að krefjast þess að launafólk fái réttláta og sanngjarna hlutdeild í verðamætasköpun fyrirtækja. Það kemur mér verulega á óvart ef slík aðför verður gerð af hálfu félagshyggjuflokka eins og Framsóknarflokksins og Vinstri grænna gagnvart verkalýðshreyfingunni. Það er nöturlegt að hlusta á stjórnmálamenn og fulltrúa atvinnulífsins dásama vinnumarkaðsmódelið á Norðurlöndunum sem er svo sannarlega ekki gallalaust enda er þátttaka launafólks í verkalýðshreyfingunni á hröðu undanhaldi á Norðurlöndunum m.a. sökum þess hversu miðstýrð hreyfingin er þar. Hér á landi eru um eða yfir 90% launafólks í stéttarfélögum en á Norðurlöndunum er þátttaka þar komin í sumum tilfellum um eða undir 50%. Mikilvægi stéttarfélaga Ég tók við formennsku í Verkalýðsfélagi Akraness árið 2004 og trúið mér að hafi ég efast um mikilvægi stéttarfélaga þá hvarf sá efi strax út um gluggann á fyrstu dögum mínum í því að stýra stéttarfélagi. Frá árinu 2004 hefur Verkalýðsfélag Akraness innheimt vegna kjarasamningsbrota um einn milljarð og er þá ekki verið að taka tillit til margfeldisáhrifa sem sum innheimtumálin hafa haft á framtíðar leiðréttingar á kjörum minna félagsmanna. Að sjálfsögðu eru fjölmargir atvinnurekendur sem koma fram af virðingu og sanngirni gagnvart sínum starfsmönnum en trúið mér það eru svo sannarlega til drullusokkar innan raða atvinnurekanda sem víla ekki fyrir sér að þverbrjóta á kjarasamningsbundnum réttindum launafólks. Mér er það algjörlega til efs að nokkurt stéttarfélag á Íslandi hafi farið jafn oft með ágreiningsmál sem ekki hefur tekist að leysa í sátt við atvinnurekendur fyrir dómstóla, miðað við stærð félagsins. VLFA hefur farið með yfir 20 mál fyrir dómstóla frá árinu 2004 og unnið 90% að hluta eða öllu leyti. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að í síðasta mánuði vann Verkalýðsfélag Akraness mál fyrir Landsrétti sem mun skila félagsmönnum VLFA sem heyrðu undir málið uppundir 100 milljónum. „Leikurinn“ á milli hins vinnandi manns og atvinnurekandans er svo gríðarlega ójafn að það er vart hægt að hafa orð á því. Því er svo mikilvægt fyrir launafólk að hafa sterk og öflug stéttarfélög á bakvið sig til að jafna þennan gríðarlega aðstöðumun á milli launafólks og atvinnurekandans. Að öllu þessu sögðu er það sorglegt og þyngra en tárum taki að skynja að stjórnvöld skuli hafa einbeittan vilja til að skerða getu stéttarfélaga til að sinna sínu mikilvæga starfi sem er að tryggja lífsafkomu launafólks og verja réttindi þeirra. Eitt er víst að öllum slíkum skerðingum á getu verkalýðshreyfingarinnar til að sinna þessu hlutverki af hálfu stjórnvalda og atvinnurekenda verður mætt af fullri hörku. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun