Takk Ásmundur Einar! Sæunn Kjartansdóttir skrifar 1. desember 2020 13:30 Starf mitt með ungbörnum og foreldrum undanfarin ár hefur leitt mig á fundi með nokkrum ráðherrum félags- og heilbrigðismála. Tilgangurinn hefur verið að fá liðsinni við málefni ungbarnafjölskyldna í vanda. Það hefur ekki verið hlaupið að því að fá samtal við jafn upptekið fólk en sumir hafa sýnt málefninu áhuga og lagt því mikilvægt lið, til dæmis Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem tók á síðasta ári ákvörðun um að færa starfsemi Miðstöðvar foreldra og barna til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Margir hafa talið mig skorta skilning á ríkisfjármálum og að allt tal um framtíðarávinning þess að fjárfesta í velferð barna væri falleg hugmynd en óraunhæf. Svo tók Ásmundur Einar Daðason við embætti félags- og barnamálaráðherra. Mér hafði ekki gefist ráðrúm til að panta hjá honum tíma þegar ég var boðuð á fund í félagsmálaráðuneytinu. Þar sagði ráðherra frá sýn sinni á kerfið og hverju þyrfti að breyta. Ég var satt að segja slegin út af laginu vegna þess að mér leið eins og ég hefði skrifað minnisblaðið hans. Og nú er þetta ekki lengur minnisblað heldur fullbúið frumvarp sem byggir á þeirri forsendu að okkur beri ekki einungis siðferðileg skylda til að sjá til þess að kerfið standi betur vörð um velferð barna heldur sé það fjárhagslega arðbært. Ég vil þakka Ásmundi Einari og samstarfsfólki hans fyrir barnvænu byltinguna sem þau nú boða. Úrlausnarefnin verða sjálfsagt ekki einföld í framkvæmd en leiðin er mörkuð. Ég hlakka til að vinna undir formerkjum farsældar barna en verð þó að hnykkja á að ég er enn þeirrar skoðunar að fæðingarorlofsfrumvarpið þarfnist meiri ígrundunar. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Sæunn Kjartansdóttir Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Starf mitt með ungbörnum og foreldrum undanfarin ár hefur leitt mig á fundi með nokkrum ráðherrum félags- og heilbrigðismála. Tilgangurinn hefur verið að fá liðsinni við málefni ungbarnafjölskyldna í vanda. Það hefur ekki verið hlaupið að því að fá samtal við jafn upptekið fólk en sumir hafa sýnt málefninu áhuga og lagt því mikilvægt lið, til dæmis Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem tók á síðasta ári ákvörðun um að færa starfsemi Miðstöðvar foreldra og barna til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Margir hafa talið mig skorta skilning á ríkisfjármálum og að allt tal um framtíðarávinning þess að fjárfesta í velferð barna væri falleg hugmynd en óraunhæf. Svo tók Ásmundur Einar Daðason við embætti félags- og barnamálaráðherra. Mér hafði ekki gefist ráðrúm til að panta hjá honum tíma þegar ég var boðuð á fund í félagsmálaráðuneytinu. Þar sagði ráðherra frá sýn sinni á kerfið og hverju þyrfti að breyta. Ég var satt að segja slegin út af laginu vegna þess að mér leið eins og ég hefði skrifað minnisblaðið hans. Og nú er þetta ekki lengur minnisblað heldur fullbúið frumvarp sem byggir á þeirri forsendu að okkur beri ekki einungis siðferðileg skylda til að sjá til þess að kerfið standi betur vörð um velferð barna heldur sé það fjárhagslega arðbært. Ég vil þakka Ásmundi Einari og samstarfsfólki hans fyrir barnvænu byltinguna sem þau nú boða. Úrlausnarefnin verða sjálfsagt ekki einföld í framkvæmd en leiðin er mörkuð. Ég hlakka til að vinna undir formerkjum farsældar barna en verð þó að hnykkja á að ég er enn þeirrar skoðunar að fæðingarorlofsfrumvarpið þarfnist meiri ígrundunar. Höfundur er sálgreinir.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar