Segir oddvita Sjálfstæðisflokks eiga líta sér nær með gagnrýni um skuldasöfnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2020 21:00 Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fylgist með kynningu á fjárhagsáætlun borgarinnar. vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg ætlar að mæta kórónuveirukreppunni með hátt í tvö hundruð milljarða króna fjárfestingarátaki og fjármagna það framan af með lántöku. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir borgina taka bæði á góðæri og kreppu með skuldsetningu. Tekjur borginnar hafa dregist saman og kostnaður vegna ýmissar þjónustu aukist vegna áhrifa kórónuveirunnar og Reykjavíkurborg horfir nú fram á ríflega 11 milljarða króna halla á næsta ári. Hann á að fjármagna með lántöku til að ekki þurfi að draga úr þjónustu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni og formaður borgarráðs, segir aukið álag á innviðum borgarinnar vegna atvinnuleysis og félagslegra erfiðleika. „Við kunnum það frá síðasta hruni að ef við gefum afslátt af þessu þá kemur það í bakið á okkur og er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn,“ segir hún. Til að komast út úr ástandinu verður ráðist í fjárfestingar fyrir 28 milljarða króna á næsta ári, sem einnig verður fjármagnaðar með lántöku. „Við teljum einfaldlega þetta réttu viðbrögðin við efnahagssamdrætti, atvinnuleysi og viljum fjárfesta í því sem tryggir okkur græna framtíð hraðar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir 11,3 milljarða króna halla á næsta ári.vísir/Sigurjón Hann segir lántökuna mikla á næsta ári. „Þá erum við bæði að taka lán fyrir neikvæðri niðurstöðu hjá borgarsjóði og síðan erum við að ráðast í 28 milljarða lántöku en það minnkar um leið og tekjurnar aukast og veltufé frá rekstri eykst. Þannig að aðferðin sem við beitum er að vaxa út úr vandanum.“ Á næstu þremur árum ætla borgin og fyrirtæki á hennar vegum að fjárfesta í heild fyrir 175 milljarða. Áætlunin nefnist græna planið og á dagskrá eru skólar, sundlaugar, íbúðauppbygging, vetrargarður í Breiðholti og götur eiga að fá grænna yfirbragð með gróðri. Þá stendur til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki. Lækka á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,6% og þriðja barn fjölskyldna á að fá fríar skólamáltíðir. Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins, lýsir áætlun borgarinnar sem „græna skuldaplaninu.“ „Það sem vantar er að taka á undirliggjandi rekstri. Borgin fór í gegnum góðærið með því að taka lán og skuldsetja sig og hún þarf að geta komist út úr kreppunni þannig að hún haldi ekki áfram að taka lán.“ Þórdís Lóa segir nálgunina skynsamlega. „Við trúum því að við séum ekki að ganga frá Reykjavík með skuldsetningu. Eftir þessa skuldsetningu, bara árið 2021, erum við enn með lægsta skuldahlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Við erum lægri en Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Þannig það er ekki verri staða en það. Og af því það er nú oddviti Sjálfstæðisflokksins sem segir þetta bendi ég á að það eru oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem stýra öllum þessum sveitarfélögum. Þannig að ég held að menn ættu nú aðeins að líta sér nær áður en þeir fara að kýta í borgina fyrir þetta.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.vísir/Sigurjón Þórdís Lóa sagði á kynningarfundi um aðgerðirnar í dag að ríkið gæfi sveitarfélögum ekki annarra kosta völ en að bregaðst við ástandinu með lántökum. Kallað hefur verið eftir frekari stuðning úr ríkissjóði. „Við segjum það bara upphátt. Við viljum fara í fjárfestingu. Við viljum veita góða þjónustu. Og við ætlum að gera það. En við viljum líka fá skýr skilaboð frá ríkinu um hvernig ríkið ætlar að stuðja við sveitarfélög.“ Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Tekjur borginnar hafa dregist saman og kostnaður vegna ýmissar þjónustu aukist vegna áhrifa kórónuveirunnar og Reykjavíkurborg horfir nú fram á ríflega 11 milljarða króna halla á næsta ári. Hann á að fjármagna með lántöku til að ekki þurfi að draga úr þjónustu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni og formaður borgarráðs, segir aukið álag á innviðum borgarinnar vegna atvinnuleysis og félagslegra erfiðleika. „Við kunnum það frá síðasta hruni að ef við gefum afslátt af þessu þá kemur það í bakið á okkur og er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn,“ segir hún. Til að komast út úr ástandinu verður ráðist í fjárfestingar fyrir 28 milljarða króna á næsta ári, sem einnig verður fjármagnaðar með lántöku. „Við teljum einfaldlega þetta réttu viðbrögðin við efnahagssamdrætti, atvinnuleysi og viljum fjárfesta í því sem tryggir okkur græna framtíð hraðar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir 11,3 milljarða króna halla á næsta ári.vísir/Sigurjón Hann segir lántökuna mikla á næsta ári. „Þá erum við bæði að taka lán fyrir neikvæðri niðurstöðu hjá borgarsjóði og síðan erum við að ráðast í 28 milljarða lántöku en það minnkar um leið og tekjurnar aukast og veltufé frá rekstri eykst. Þannig að aðferðin sem við beitum er að vaxa út úr vandanum.“ Á næstu þremur árum ætla borgin og fyrirtæki á hennar vegum að fjárfesta í heild fyrir 175 milljarða. Áætlunin nefnist græna planið og á dagskrá eru skólar, sundlaugar, íbúðauppbygging, vetrargarður í Breiðholti og götur eiga að fá grænna yfirbragð með gróðri. Þá stendur til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki. Lækka á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,6% og þriðja barn fjölskyldna á að fá fríar skólamáltíðir. Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins, lýsir áætlun borgarinnar sem „græna skuldaplaninu.“ „Það sem vantar er að taka á undirliggjandi rekstri. Borgin fór í gegnum góðærið með því að taka lán og skuldsetja sig og hún þarf að geta komist út úr kreppunni þannig að hún haldi ekki áfram að taka lán.“ Þórdís Lóa segir nálgunina skynsamlega. „Við trúum því að við séum ekki að ganga frá Reykjavík með skuldsetningu. Eftir þessa skuldsetningu, bara árið 2021, erum við enn með lægsta skuldahlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Við erum lægri en Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Þannig það er ekki verri staða en það. Og af því það er nú oddviti Sjálfstæðisflokksins sem segir þetta bendi ég á að það eru oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem stýra öllum þessum sveitarfélögum. Þannig að ég held að menn ættu nú aðeins að líta sér nær áður en þeir fara að kýta í borgina fyrir þetta.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.vísir/Sigurjón Þórdís Lóa sagði á kynningarfundi um aðgerðirnar í dag að ríkið gæfi sveitarfélögum ekki annarra kosta völ en að bregaðst við ástandinu með lántökum. Kallað hefur verið eftir frekari stuðning úr ríkissjóði. „Við segjum það bara upphátt. Við viljum fara í fjárfestingu. Við viljum veita góða þjónustu. Og við ætlum að gera það. En við viljum líka fá skýr skilaboð frá ríkinu um hvernig ríkið ætlar að stuðja við sveitarfélög.“
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira