Mikael stóð sig frábærlega í nýju hlutverki: Líkt við Makélélé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 07:30 Mikael Anderson átti góðan leik á miðri miðju Midtjylland er liðið sótti Atalanta heim i Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. FC Midtjylland Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjaði sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu er lið hans Midtjylland gerði 1-1 jafntefli við Atalanta í gærkvöld. Íslenskt áhugafólk um knattspyrnu þekkir Mikael Neville nær eingöngu sem vængmann enda er það staðan sem hann leikur alla jafna með Danmerkurmeisturunum sem og íslenska landsliðinu. Í gærkvöld lék hann hins vegar á miðri miðjunni er liðið stillti upp í 5-4-1 leikkerfi. Segja má að leikkerfið hafi skilað sínu en gestirnir frá Danmörku komust óvænt yfir þökk sé þrumufleyg Alexander Scholz - fyrrum leikmanns Stjörnunnar - og fór það svo að Midtjylland náði í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Mikael lék allan leikinn á miðjunni og fékk hrós fyrir frammistöðu sína. Fékk hann 7 í einkunn á vefsíðunni WhoScored. Hann studdi vel við sóknarleik Midtjylland og átti þrjú skot í leiknum. Þá vann hann þrjár af þeim fimm tæklingum sem hann fór í, hreinsaði þrívegis ásamt því að komast þrisvar inn í sendingar Atalanta [e. interception]. Á Twitter-síðu danska félagsins má finna mynd af Mikael þar sem hann er kallaður Mikaelélé. Lasse Vibe – framherji Midtjylland – líkti frammistöðu Mikael við hinn goðsagnakennda franska landsliðsmann Claude Makélélé sem gerði garðinn frægan með Chelsea og Real Madrid á sínum tíma. Mikaelélé (Credit: @LasseVibe )#ATAFCM | #UCL pic.twitter.com/RJhK5JFiEY— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 1, 2020 Eftir að hafa verið vængmaður framan af ferli sínum var Makélélé færður neðar á völlinn í stöðu djúps miðjumanns. Þar blómstraði hann undir stjórn José Mourinho og á endanum var ekki lengur talað um stöðu djúps miðjumanns heldur Makélélé-stöðuna. Hvort Mikael fylgi í fótspor Makélélé hvað varðar breytingar á leikstíl sínum verður einfaldlega að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Danski boltinn Tengdar fréttir Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58 Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53 Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Íslenskt áhugafólk um knattspyrnu þekkir Mikael Neville nær eingöngu sem vængmann enda er það staðan sem hann leikur alla jafna með Danmerkurmeisturunum sem og íslenska landsliðinu. Í gærkvöld lék hann hins vegar á miðri miðjunni er liðið stillti upp í 5-4-1 leikkerfi. Segja má að leikkerfið hafi skilað sínu en gestirnir frá Danmörku komust óvænt yfir þökk sé þrumufleyg Alexander Scholz - fyrrum leikmanns Stjörnunnar - og fór það svo að Midtjylland náði í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Mikael lék allan leikinn á miðjunni og fékk hrós fyrir frammistöðu sína. Fékk hann 7 í einkunn á vefsíðunni WhoScored. Hann studdi vel við sóknarleik Midtjylland og átti þrjú skot í leiknum. Þá vann hann þrjár af þeim fimm tæklingum sem hann fór í, hreinsaði þrívegis ásamt því að komast þrisvar inn í sendingar Atalanta [e. interception]. Á Twitter-síðu danska félagsins má finna mynd af Mikael þar sem hann er kallaður Mikaelélé. Lasse Vibe – framherji Midtjylland – líkti frammistöðu Mikael við hinn goðsagnakennda franska landsliðsmann Claude Makélélé sem gerði garðinn frægan með Chelsea og Real Madrid á sínum tíma. Mikaelélé (Credit: @LasseVibe )#ATAFCM | #UCL pic.twitter.com/RJhK5JFiEY— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 1, 2020 Eftir að hafa verið vængmaður framan af ferli sínum var Makélélé færður neðar á völlinn í stöðu djúps miðjumanns. Þar blómstraði hann undir stjórn José Mourinho og á endanum var ekki lengur talað um stöðu djúps miðjumanns heldur Makélélé-stöðuna. Hvort Mikael fylgi í fótspor Makélélé hvað varðar breytingar á leikstíl sínum verður einfaldlega að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Danski boltinn Tengdar fréttir Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58 Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53 Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58
Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53
Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47