Fyrir eldgosið í Lakagígum árið 1783 er talið að álar Hverfisfljóts hafi flæmst beggja vegna Orustuhóls. Þá er sagt að hellir hafi verið í hólnum sem hraunið fyllti.

Skammt vestan við hólinn liggur vegurinn niður á vesturhluta Brunasands, sveitina sem myndaðist neðan hraunjaðarins þegar gróður hafði numið land á sandinum nokkrum áratugum eftir eldgosið.
Nafn Orustuhóls í Skaftárhreppi hefur löngum verið mönnum ráðgáta um hvort þar hafi verið háð orusta. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 veltir Júlíana Þóra Magnúsdóttir, þjóðfræðingur frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, upp kenningum um uppruna nafnsins. Myndskeiðið má sjá hér: