Grunaði aldrei að nokkur annar byggi í íbúðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 18:05 Lögregla að störfum við fjölbýlishúsið þar sem konan býr í bænum Haninge suður af Stokkhólmi í gær. Fötin í glugganum lengst til vinstri eru í eigu konunnar. Claudio Bresciani/EPA-EFE Kona sem grunuð er um að hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í grennd við Stokkhólm var sleppt úr haldi lögreglu eftir að sonur hennar var yfirheyrður í dag. Konan liggur þó enn undir grun í málinu. Nágranni konunnar segir að hann hafi aldrei grunað að nokkuð misjafnt væri á seyði í íbúðinni. Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni lýsir því að þau systkinin hafi búið við slæman aðbúnað sem börn en enginn hafi hlustað á hana þegar hún sagði frá því. Haft er eftir Emmu Olsson saksóknara í frétt SVT að ekki hafi þótt ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni og hún því látin laus. Einnig er haft eftir Olsson að sonur konunnar hafi verið yfirheyrður í dag og grunsemdir lögreglu í garð konunnar veikst í kjölfarið. Konan er þó enn grunuð um frelsissviptingu og ofbeldi gegn syninum. Maðurinn, sem er 41 árs, fannst í íbúðinni nú í vikunni. Fjölmiðlar hafa greint frá því að systir mannsins hafi komið að honum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Hann hafi verið með sár um allan líkamann, tannlaus og varla getað talað. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Hún er grunuð um að hafa haldið honum föngnum í íbúðinni í 28 ár, síðan hann var tólf ára. Í algjöru áfalli Norska dagblaðið VG ræðir í dag við Lars Österdahl, nágranna konunnar til hálfs árs. Hann segir málið hafa komið sér í opna skjöldu og kveðst aldrei hafa grunað að nokkur annar en konan byggi í íbúðinni. „Maður er í algjöru losti yfir því að svona nokkuð geti gerst. Ég hef að sjálfsögðu velt því fyrir mér hvort við hefðum átt að taka eftir þessu. Hugsa sér að eitthvað svona ómannúðlegt hafi átt sér stað aðeins nokkra metra frá útidyrahurðinni hjá okkur,“ segir Österdahl, sem var að fagna aðventunni með fjölskyldu sinni og vinum þegar maðurinn fannst í íbúðinni. Þá lýsir Östardahl því að konan hafi verið viðkunnanleg og lagt sig fram við að heilsa honum þegar þau mættust á gangi fjölbýlishússins. Hún hafi þó ætíð klæðst gamaldags fötum og verið með sérkennilega hárgreiðslu. Látni bróðirinn endurfæddur Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni hefur sagt í viðtölum við Expressen og SVT að þau systkinin séu þrjú. Fjórði bróðirinn hafi látist þegar hann var þriggja ára. Systirin segir að móðir þeirra hafi haldið því fram að bróðir hennar sem fannst í íbúðinni væri látni bróðirinn endurfæddur. Hann hafi jafnframt verið skírður sama nafni og bróðirinn sem lést. Systirin segir að hún hafi margsinnis reynt að gera yfirvöldum viðvart um slæman aðbúnað á heimilinu frá því að þau systkinin voru börn. Enginn hafi hlustað á hana. Það sé því mikill léttir að leyndarmálinu hafi verið uppljóstrað. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér. Svíþjóð Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Nágranni konunnar segir að hann hafi aldrei grunað að nokkuð misjafnt væri á seyði í íbúðinni. Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni lýsir því að þau systkinin hafi búið við slæman aðbúnað sem börn en enginn hafi hlustað á hana þegar hún sagði frá því. Haft er eftir Emmu Olsson saksóknara í frétt SVT að ekki hafi þótt ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni og hún því látin laus. Einnig er haft eftir Olsson að sonur konunnar hafi verið yfirheyrður í dag og grunsemdir lögreglu í garð konunnar veikst í kjölfarið. Konan er þó enn grunuð um frelsissviptingu og ofbeldi gegn syninum. Maðurinn, sem er 41 árs, fannst í íbúðinni nú í vikunni. Fjölmiðlar hafa greint frá því að systir mannsins hafi komið að honum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Hann hafi verið með sár um allan líkamann, tannlaus og varla getað talað. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Hún er grunuð um að hafa haldið honum föngnum í íbúðinni í 28 ár, síðan hann var tólf ára. Í algjöru áfalli Norska dagblaðið VG ræðir í dag við Lars Österdahl, nágranna konunnar til hálfs árs. Hann segir málið hafa komið sér í opna skjöldu og kveðst aldrei hafa grunað að nokkur annar en konan byggi í íbúðinni. „Maður er í algjöru losti yfir því að svona nokkuð geti gerst. Ég hef að sjálfsögðu velt því fyrir mér hvort við hefðum átt að taka eftir þessu. Hugsa sér að eitthvað svona ómannúðlegt hafi átt sér stað aðeins nokkra metra frá útidyrahurðinni hjá okkur,“ segir Österdahl, sem var að fagna aðventunni með fjölskyldu sinni og vinum þegar maðurinn fannst í íbúðinni. Þá lýsir Östardahl því að konan hafi verið viðkunnanleg og lagt sig fram við að heilsa honum þegar þau mættust á gangi fjölbýlishússins. Hún hafi þó ætíð klæðst gamaldags fötum og verið með sérkennilega hárgreiðslu. Látni bróðirinn endurfæddur Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni hefur sagt í viðtölum við Expressen og SVT að þau systkinin séu þrjú. Fjórði bróðirinn hafi látist þegar hann var þriggja ára. Systirin segir að móðir þeirra hafi haldið því fram að bróðir hennar sem fannst í íbúðinni væri látni bróðirinn endurfæddur. Hann hafi jafnframt verið skírður sama nafni og bróðirinn sem lést. Systirin segir að hún hafi margsinnis reynt að gera yfirvöldum viðvart um slæman aðbúnað á heimilinu frá því að þau systkinin voru börn. Enginn hafi hlustað á hana. Það sé því mikill léttir að leyndarmálinu hafi verið uppljóstrað. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér.
Svíþjóð Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira