Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 20:39 Boris Johnson er að vonum ánægður með að bólusetningar séu að hefjast en hefur engu að síður hvatt tli þess að menn séu ekki of bjartsýnir um viðsnúning. epa/Neil Hall Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna