Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 23:33 Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi nýverið frá sér bókina A Promised Land en um er að ræða fyrra bindið af tveimur um árin í Hvíta húsinu. epa/Dennis Brack Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. Obama sagðist jafnvel myndu láta taka bólusetninguna upp og sjónvarpa henni til að sýna það traust sem hann ber til ráðlegginga vísindamanna. Ummælin lét forsetinn fyrrverandi falla í viðtali við The Joe Madison Show á Sirius XM en það var tekið upp í dag og verður birt á morgun. „Fólk eins og Anthony Fauci, sem ég þekki og hef unnið með; ég treysti því fullkomlega,“ sagði Obama. „Þannig að ef Anthony Fauci segir mér að bóluefnið sé öruggt og geti gert þig ónæman fyrir Covid, þá mun ég hiklaust þiggja bólusetningu.“ Let’s all do our part this Thanksgiving to keep people safe and healthy. Celebrate virtually, if you can. Wear a mask. And as always, listen to the experts. The choices you make could save lives.— Barack Obama (@BarackObama) November 25, 2020 Biðlar sérstaklega til svartra „Ég lofa þér því að þegar það verður aðgengilegt fólki sem er í minni áhættu þá mun ég láta bólusetja mig,“ hélt Obama áfram. „Ég gæti endað á því að fá bóluefnið í sjónvarpinu eða á því að láta taka bólusetninguna upp, til að sýna fólki að ég treysti þessum vísindum.“ Obama sagðist meðvitaður um efasemdir svartra gagnvart bóluefnunum, sérstaklega í ljósi sögu læknavísindanna vestanhafs og vísaði m.a. til þess þegar rannsakendur á vegum hins opinbera fylgdust með fátækum, svörtum mönnum í 40 ár án þess að upplýsa þá um að þeir væru með sárasótt. Hann hvatti svarta hins vegar til að þiggja bólusetningu ef sérfræðingar segðu bóluefnin örugg og minnti á að smit og dauðsföll af völdum Covid-19 væru tíðari meðal minnihlutahópa. Fleiri en 13 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með sjúkdóminn og 272 þúsund látist. Politico greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Barack Obama Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Obama sagðist jafnvel myndu láta taka bólusetninguna upp og sjónvarpa henni til að sýna það traust sem hann ber til ráðlegginga vísindamanna. Ummælin lét forsetinn fyrrverandi falla í viðtali við The Joe Madison Show á Sirius XM en það var tekið upp í dag og verður birt á morgun. „Fólk eins og Anthony Fauci, sem ég þekki og hef unnið með; ég treysti því fullkomlega,“ sagði Obama. „Þannig að ef Anthony Fauci segir mér að bóluefnið sé öruggt og geti gert þig ónæman fyrir Covid, þá mun ég hiklaust þiggja bólusetningu.“ Let’s all do our part this Thanksgiving to keep people safe and healthy. Celebrate virtually, if you can. Wear a mask. And as always, listen to the experts. The choices you make could save lives.— Barack Obama (@BarackObama) November 25, 2020 Biðlar sérstaklega til svartra „Ég lofa þér því að þegar það verður aðgengilegt fólki sem er í minni áhættu þá mun ég láta bólusetja mig,“ hélt Obama áfram. „Ég gæti endað á því að fá bóluefnið í sjónvarpinu eða á því að láta taka bólusetninguna upp, til að sýna fólki að ég treysti þessum vísindum.“ Obama sagðist meðvitaður um efasemdir svartra gagnvart bóluefnunum, sérstaklega í ljósi sögu læknavísindanna vestanhafs og vísaði m.a. til þess þegar rannsakendur á vegum hins opinbera fylgdust með fátækum, svörtum mönnum í 40 ár án þess að upplýsa þá um að þeir væru með sárasótt. Hann hvatti svarta hins vegar til að þiggja bólusetningu ef sérfræðingar segðu bóluefnin örugg og minnti á að smit og dauðsföll af völdum Covid-19 væru tíðari meðal minnihlutahópa. Fleiri en 13 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með sjúkdóminn og 272 þúsund látist. Politico greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Barack Obama Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira