Viðskipti innlent

Gjald­þrot í ferða­þjónustu færri en óttast var

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo.

Þetta segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að gjaldþrotum fyrirtækja í ferðaþjónustu kunni þó að fjölga á ný næsta haust.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hafa langflest þurft að segja upp fólki.

Jóhannes segir við blaðið að aðgerðir hins opinbera – uppsagnarstyrkir, greiðsluskjól og stuðningslán – hafi hins vegar komið í veg fyrir tíðari gjaldþrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×